Stefnur
Mannauðsstefna
Mannauðsstefna
Stefnan fjallar um hvernig stofnunin heldur utan um og eflir þann mannauð sem hjá henni starfar. Til að stofnunin geti sinnt sínu hlutverki er mikilvægt að starfsfólk hennar búi yfir þekkingu og hæfni til að sinna sérhæfðum störfum sem og getu og vilja til að laga sig að flóknu starfsumhverfi og gildum stofnunarinnar sem eru fagmennska, gagnsæi og traust.
Framtíðarsýn og meginmarkmið
Framtíðarsýn Matvælastofnun er að vera framúrskarandi og fjölskylduvænn vinnustaður með framúrskarandi starfsfólki sem hefur tækifæri til að gera sitt besta á hverjum degi. Eins er stefna Matvælastofnun að greiða samkeppnishæf laun.
Meginmarkmið Matvælastofnunar er að vera eftirsóknarverður vinnustaður með því að skapa starfsumhverfi sem styður við persónulegan vöxt, faglegt starf og velferð starfsfólks. Áhersla er lögð á sjálfstæði í starfi ásamt faglegum stuðning, góðu starfsumhverfi sem og virkri símenntun og starfsþróun. Áhersla er lögð á að stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu.
Markmið
- Auka starfsánægju og helgun
- Auka hæfni og þekkingu
- Sterkari liðsheild og jákvæð vinnustaðamenning
Hægt er að lesa stefnuskjal stafrænnar stefnu hér: mannauðsstefna.pdf