Innflutningur dýraafurða frá 3. ríkjum
Gerður er greinarmunur á innflutningi matvæla (þ.e. dýraafurða; bjúfjár- og sjávarafurða) eftir því hvort þau eiga uppruna að rekja til ríkja innan eða utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Matvæli sem framleidd eru í EES ríkjum og í samræmi við evrópska matvælalöggjöf eru í frjálsu flæði innan EES. Í þessu felst að ekki er þörf á vottun yfirvalda vegna flutnings matvæla (dýraafurða) á milli ríkja sambandsins.
Hins vegar eru í gildi ströng skilyrði varðandi innflutning dýraafurða sem framleiddar eru í löndum utan EES, svokölluðum 3. ríkjum og ætlaðar eru til sölu/dreifingar á Íslandi. Innflutningur dýraafurða frá 3. ríkjum á vegum ferðamanna eða í póstsendingum til einkaneyslu er óheimill.
Innflutningsskilyrði dýraafurða frá 3. ríkjum
- Varan skal framleidd á viðurkenndri starfsstöð sem hefur leyfi á Evrópumarkað.
- Varan skal merkt samþykkisnúmeri starfsstöðvarinnar.
- Sendingunni skal fylgja frumrit af heilbrigðisvottorði fyrir Evrópumarkað, gefið út af yfirvöldum útflutningslands. Sé um að ræða beina löndun frystiskipa skal fylgja yfirlýsing skipstjóra.
- Innflutningur skal skráður í Traces með a.m.k. 24ra klst fyrirvara ef um er að ræða sjósendingar en 4ra klst fyrirvara þegar um flugsendingar er að ræða. Innflytjandi ber ábyrgð á skráningunni en leita má til flutningsmiðlara varðandi framkvæmd hennar.
- Sendingin skal flutt til landsins á landamæraeftirlitsstöð (BCP) sem samþykkt er fyrir viðkomandi vöru.
- Uppfylla þarf skilyrði varðandi viðbótartryggingu vegna salmonellu / campylobacter þar sem við á.
- Innflytjandi ber kostnað af landamæraeftirliti skv. gjaldskrá Matvælastofnunar.
- Taka þarf tillit til séríslenskra skilyrða varðandi hráar dýraafurðir sbr. 5.gr. reglugerð 1250/2019 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins (sbr. neðangreint).
- Matvæli frá 3. ríkjum skulu uppfylla gildandi skilyrði um merkingar.
Óhitameðhöndlaðar búfjárafurðir
Sérstök ákvæði dýrasjúkdómalaga - gilda um neðangreindar afurðir frá 3ju ríkjum - að undanskildum Bretlandi, Sviss, Grænlandi og Færeyjum.
Skv. 10. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma er óheimilt að flytja til landsins hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, bæði unnar og óunnar, hrá egg, ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir sem eru upprunnar í ríkjum sem ekki eru samningsaðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða í Sviss, í Bretlandi, á Grænlandi eða í Færeyjum.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að fela Matvælastofnun að leyfa innflutning á þessum vörum og setja þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja að búfé stafi ekki hætta af slíkum innflutningi.
Um neðangreindar vörur gilda því sérstök skilyrði til viðbótar
- Kjöt, unnið sem óunnið, innmatur, sláturúrgangur sem ekki hefur hlotið hitameðferð (72°C í 15 sek. eða sambærilega meðferð)
- Egg, eggjaskurn og eggjaafurðir sem ekki hafa hlotið hitameðferð (65°C í 5 mínútur eða sambærilega meðferð)
- Ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir.
- Dýrafóður sem inniheldur hráar dýraafurðir.
Áður en flutt er inn í fyrsta sinn skal sækja um innflutningsleyfi til Matvælastofnunar með því að senda tölvupóst til bcp@mast.is með eftirfarandi upplýsingum: Innflytjandi ( nafn og heimilisfang), framleiðandi (nafn og heimilisfang), samþykkisnúmer framleiðanda (EU approval number), vörutegund/heiti. Leyfisumsókn er tekin til meðferðar skv. 4. grein reglugerðar nr. 1250/2019 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Innflutningsleyfi skal liggja fyrir áður en vara er send til landsins.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja opinberu heilbrigðisvottorði:
- Sundurliðaður vörureikningur
- Hráar kjötafurðir (tollflokkar 0202, 0203, 0204, 0207, 0208): 1) vottorð (rannsóknarniðurstöður) sem staðfestir að vörurnar séu lausar við salmonellusýkla; 2) staðfestingu framleiðanda á því að kjötið hafi verið geymt við a.m.k. -18°C í 30 daga fyrir tollagreiðslu
- Unnar kjötvörur (tollflokkar 0210, 1601, 1602): skila skal inn staðfestingu framleiðanda á öðru af eftirfarandi: 1) hitameðferð: kjarnhiti hefur náð 72°C í 15 sekúndur; eða 2) gerjun/þroskun: varan hafi aw gildi lægra eða jafnt og 0,93 og pH gildi lægra eða jafnt og 6,0
- Mjólkurafurðir: staðfesting framleiðanda á gerilsneiðingu
- Egg: hitameðferð þannig að varan hafi verið hituð í 65°C í fimm mínútur eða hlotið sambærilega meðferð að mati Mast.
- Þurrkað kjöt: kjötið skal hafa hlotið meðferð sem að mati Mast fullnægjandi sem fyrirbyggjandi meðferð sbr. aðferðir hér að ofan.
- Ostar (tollflokkar 0406.2000 og 0406.3000) skulu hafa hlotið viðeigandi meðferð þannig að ostamassinn hefur fengið hitameðhöndlun að lágmarki 48°C, varan hafi verið geymd í a.m.k. 6 mánuði við hitastig sem er ekki lægra en 10°C og með rakastig minna en 36%
- Leiðbeiningar á ensku: Importing meat and dairy products to Iceland from 3rd countries
Samsett matvæli
Samsett matvæli (composite products) eru unnin matvæli sem eru samsett úr afurðum bæði úr dýra- og jurtaríkinu. Þó eru ekki öll matvæli sem innihalda afurðir úr dýra- og jurtaríkinu skilgreind sem samsett matvæli. Dýraafurðin skal vera unnin (e. processed) sbr. skilgreiningu gr. 2(1m) rg. ESB 852/2004, en ekki t.d ferskt kjöt. Jafnframt eru jurtaafurðir sem notaðar eru sem tæknileg hjálparefni við framleiðslu matvæla, svo sem rennín (ensím) í ostaframleiðslu, litar- og bragðbætandi efni o.s.frv ekki til þess fallin að skilgreina matvælin sem samsett. Dýrafóður getur ekki flokkast sem samsett matvæli.
Dæmi
- Niðursoðinn túnfiskur í jurtaolíu : fiskafurð
- Jógúrt með jarðarberjum : mjólkurvara
Samsett matvæli lúta opinberu eftirliti nema þau falli undir undanþágu sbr. viðauka í reglugerð ESB nr. 2021/630. Reglugerð ESB nr. 2022/2292 kveður á um reglur um samsett matvæli.
Samsett matvæli eru flokkuð í fjóra flokka:
- Samsett matvæli sem eru ekki stöðug (e. shelf-stable) við stofuhita
- Samsett matvæli sem eru stöðug við stofuhita en innihalda kjötafurð
- Samsett matvæli sem eru stöðug við stofuhita en innihalda ekki kjötafurð
- Samsett matvæli sem eru stöðu við stofuhita, innihalda ekki kjötafurð og eru á undanþágulista ESB. Dæmi um undanþágu
Samsett matvæli sem lúta opinberu eftirliti á landamærum
Eftirtalin samsett matvæli lúta opinberu eftirliti á landamærum og skulu uppfylla skilyrði um innflutning dýraafurða (opinbert vottorð, skráning í TRACES, eftirlit á BCP):
- Samsett matvæli sem eru ekki stöðug við stofuhita (e. shelf-stable)
- Samsett matvæli sem eru stöðug við stofuhita en innihalda kjötafurð
- Samsett matvæli sem eru stöðug við stofuhita en innihalda ekki kjöt
Matvælum sem falla undir lið 1 og 2 þarf að fylgja frumrit af opinberu heilbrigðisvottorði fyrir samsett matvæli sbr. 13. gr. EU 2019/625 sem tók gildi með reglugerð nr. 371/2020 um kröfur vegna komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, inní sambandið.
Matvælum sem falla undir lið 3 þarf að fylgja Private Attestation (sjá nánar að neðan) við skoðun á landamærastöð sbr. 14. gr. EU 2019/625 sem tók gildi með reglugerð nr. 371/2020 um kröfur vegna komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, inní sambandið.
Samsett matvæli sem eru undanþegin opinberu eftirlit á landamærum
- 4. Samsett matvæli sem eru stöðug við stofuhita, innihalda ekki kjöt og eru á undanþágulista ESB.
Í viðauka reglugerðar ESB nr. 2021/630 eru upptalin samsett matvæli sem undanþegin eru opinberu eftirliti á landamærum. Dæmi um samsett matvæli sem almennt eru undanþegin opinberu eftirliti.
Matvælum sem falla undir lið 4 þarf að fylgja Private Attestation (sjá að neðan) við setningu vörunnar á markað.
Tilkynning um innflutning á samsettum matvælum í þjónustugátt MAST sem eru undanþegin opinberu eftirliti
Ef samsett matvæli uppfylla skilyrði um undanþágu frá landamæraeftirliti en falla í tollflokk með MST- síu skal tilkynna innflutning í þjónustugátt (umsókn nr. 4.47). Matvælastofnun metur hvort viðkomandi vara falli undir slíka undanþágu og heimilar innflutning ef skilyrði eru uppfyllt.
Private attestation
Eigin staðfesting (private attestation) skal fyllt út og undirrituð af stjórnanda matvælafyrirtækis sem flytur sendinguna inn til þess að staðfesta að sendingin uppfylli gildandi kröfur sem gerðar eru til matvæla sem framleidd eru utan EES og flutt inn til Sambandsins. Staðfestingin skal fylgja matvælunum þegar þau eru sett á markað hér á landi.
Hér má nálgast útfyllanlegt form af eigin staðfestingu.
Eigin staðfesting skal tryggja rekjanleika sendingarinnar og skal innihalda/votta að:
- upplýsingar sem varða sendanda og viðtakanda innfluttu varanna,
- skrá yfir afurðir úr plönturíkinu og unnar afurðir úr dýraríkinu sem er að finna í samsettu matvælunum, tilgreindar í lækkandi röð eftir þyngd eins og hún er skráð við notkun þeirra í framleiðslu vörunnar,
- samþykkisnúmer starfsstöðvarinnar eða starfsstöðvanna sem framleiða unnu dýraafurðirnar sem er að finna í samsettu matvælunum eins og kveðið er á um í 2. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 853/2004 og sem stjórnandi matvælafyrirtækisins, sem flytur inn, tilgreinir.
- staðfestingin skal votta að þriðja landið eða svæði þriðja landsins sem framleiðir samsettu matvælin sé skráð fyrir a.m.k. einum af eftirfarandi flokkum afurða úr dýraríkinu: 1) kjötafurðum, 2) mjólkurafurðum eða afurðum, að stofni til úr broddi, 3) lagarafurðum, 4) eggjaafurðum.
- starfsstöðin sem framleiðir samsettu matvælin uppfyllir kröfur um hollustuhætti sem viðurkennt er að séu jafngildar þeim sem krafist er með reglugerð (EB) nr. 852/2004,
- ekki þarf að geyma eða flytja samsettu afurðirnar við hitastýrð skilyrði,
- unnu afurðirnar úr dýraríkinu sem er að finna í samsettu matvælunum eru upprunnar í þriðju löndum eða svæðum þriðju landa sem hafa heimild til að flytja sérhverja unna afurð úr dýraríkinu út til Sambandsins eða frá Sambandinu og eru fengnar frá skráðri starfsstöð eða starfsstöðvum,
- unnu afurðirnar úr dýraríkinu, sem eru notaðar í samsettu matvælin, hafa a.m.k. farið í gegnum þá meðhöndlun sem kveðið er á um fyrir þessar afurðir samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2007/777/EB og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 605/2010 ásamt stuttri lýsingu á öllum ferlum sem afurðin hefur farið í gegnum og hitastigi sem notað var.
Fóður
Skýringar
- Þriðju ríki: ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
- Traces: Skráningarkerfi fyrir sendingar sem innihalda dýraafurðir/dýr/erfðaefni frá þriðju ríkjum til Evrópusambandslanda og innan sambandsins (trade control and expert system).
- Viðurkennd starfsstöð: matvælafyrirtæki s.s. fiskvinnsla, sláturhús eða kjötvinnsla sem uppfyllir skilyrði Evrópulöggjafar þar að lútandi. Slíkum starfsstöðvum er úthlutað s.k. samþykkisnúmeri.
- Samþykkisnúmer: númer sem matvælafyrirtækjum er úthlutað standist þau kröfur Evrópulöggjafar þar að lútandi.
- Landamæraeftirlitsstöð: eftirlitsstöð staðsett við landamæri EES gagnvart þriðju ríkjum þar sem landamæraskoðun á sendingum með dýraafurðir frá þriðju ríkjum fer fram. Á Íslandi eru 5 samþykktar landamæraeftirlitsstöðvar (sjá neðar). Landamæraeftirlitsstöðvar eru skilgreindar m.t.t. vörutegunda/lifandi dýra sem stöðin getur tekið við.
- Landamæraeftirlit: skoðun dýralæknayfirvalda á sendingum með dýraafurðir sem fer fram á landamærastöðvum, í henni felst að lágmarki skoðun á innflutningsgögnum en í öðrum tilfellum einnig vöruskoðun og jafnvel sýnataka.
- CHED/Samræmda dýraheilbrigðis- og innflutningsvottorðið: vottorð gefið út í Traces til staðfestingar á því að vara/sending hafi staðist landamæraeftirlit og sé þar með í frjálsu flæði innan EES (common health entry document).
- Opinbert heilbrigðisvottorð: heilbrigðisvottorð fyrir Evrópumarkað gefið út af dýralæknayfirvöldum í viðkomandi ríki.
Íslenskar landamæraeftirlitsstöðvar
1. |
2. |
3. |
4. |
5. |
6. |
7. |
Landamæra-eftirlitsstöð |
Samskiptaupplýsingar |
Kóði í Traces-kerfinu |
Tegund flutn-inga |
Skoð-unar-mið-stöðvar |
Flokkar dýra og vara og nákvæmar skilgreiningar |
Nákvæmar viðbótarskilgreiningar varðandi gildissvið tilnefningarinnar |
Hafnarfjörður |
Óseyrarbraut, 220 Hafnarfjörður sími: 530-4800 opið: 9-12/13-15 |
IS HAF 1 |
P |
|
POA-HC(2)(3) |
|
POA-NHC-NT(1)(2) |
Fljótandi fita, olíur og lýsi ásamt fiskimjöli |
|||||
Keflavík Airport |
235 Keflavíkurflugvöllur sími: 530-4800 opið: 9-12/13-15 |
IS KEF 4 |
A |
|
POA-HC(2) |
|
POA-NHC(2 |
|
|||||
LA-O(1) |
Fiskur og fiskeldisdýr |
|||||
Reykjavík Eimskip |
Sundafrost, Klettagörðum, 103 Reykjavík sími: 530-4800 opið: 9-12/13-15 |
IS REY 1a |
P |
|
POA-HC(2) |
|
POA-NHC(2) |
|
|||||
PNAO-HC(2) |
|
|||||
Reykjavík Samskip |
Ísheimar, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík sími: 530-4800 opið: 9-12/13-15 |
IS REY 1b |
P |
|
POA-HC(2) |
|
POA-NHC(2) |
|
|||||
PNAO-HC(2) |
|
|||||
Þorlákshöfn |
Hafnarskeiði 12, 815 Þorlákshöfn sími: 530-4800 opið: 9-12/13-15 |
IS THH 1 |
P |
|
POA-HC-T(FR)(2)(3) |
|
POA-HC-NT(1) |
Fljótandi fita, olíur og lýsi |
|||||
POA-NHC-NT(1) |
Fljótandi fita, olíur og lýsi |
Eftirlitsstaðir (control point) samkvæmt í reglugerð 375/2020 í grein nr. 7 ( EB/2019/1014).
Aðföng |
Sudarvogur 7, 104 Reykjavík |
ISES01 |
PNAO |
Með samþykki fyrirtækisins |
Eftirlitsstaður | Samskiptaupplýsingar | Kóði í TRACES kerfinu | Flokkun | Viðbótarupplýsingar |
Landamæraeftirlitsstöðvar: skilgreiningar
Skammstafanir og nákvæmar skilgreiningar sem eiga við um flokka dýra og vara í reitum 6 og 7
Upplýsingar úr reglugerð (ESB) 2019/1014
a) Að því er varðar dýr sem um getur í a-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625
Skammstafanir |
|
LA |
Lifandi dýr |
-U |
Hóf- og klaufdýr, önnur en skráð dýr af hestaætt |
-E |
Skráð dýr af hestaætt |
-O |
Önnur dýr, önnur en hóf- og klaufdýr (í þessari skammstöfun eru meðtalin hóf- og klaufdýr í dýragörðum) |
Nákvæmar skilgreiningar |
|
(*) |
Tímabundin niðurfelling landamæraeftirlitsstöðvar og eftirlitsstaðar eins og um getur í 63. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 |
1) |
Sjá nákvæmar viðbótarskilgreiningar í reit 7 |
b) Að því er varðar afurðir úr dýraríkinu, samsettar afurðir, kímefni, aukaafurðir úr dýrum, hey og hálm sem um getur í b-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 eða sem falla undir skilyrði eða ráðstafanir sem um getur í d-, e- eða f-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625
Skammstafanir |
|
POA |
Afurðir úr dýraríkinu, samsettar afurðir, kímefni, aukaafurðir úr dýrum, hey og hálmur |
-HC |
Afurðir til manneldis |
-NHC |
Afurðir sem eru ekki til manneldis |
-NT |
Engin krafa um hitastig |
-T |
Frystar/kældar afurðir |
-T(FR) |
Frystar afurðir |
-T(CH) |
Kældar afurðir |
Nákvæmar skilgreiningar |
|
(*) |
Tímabundin niðurfelling landamæraeftirlitsstöðvar og eftirlitsstaðar eins og um getur í 63. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 |
1) |
Sjá nákvæmar viðbótarskilgreiningar í reit 7 |
2) |
Eingöngu innpakkaðar afurðir |
3) |
Eingöngu lagarafurðir |
4) |
Eingöngu fljótandi farmur í lausu máli |
c) Að því er varðar plöntur, plöntuafurðir og aðra hluti sem getur í c-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625
Skammstafanir |
|
P |
Plöntur |
PP |
Plöntuafurðir |
PP(WP) |
Viður og viðarvörur |
OO |
Aðrir hlutir |
Nákvæmar skilgreiningar |
|
(*) |
Tímabundin niðurfelling landamæraeftirlitsstöðvar og eftirlitsstaðar eins og um getur í 63. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 |
1) |
Sjá nákvæmar viðbótarskilgreiningar í reit 7 |
|
|
d) Að því er varðar vörur, sem eru ekki úr dýraríkinu, sem um getur í d-, e- eða f-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625
Skammstafanir |
|
PNAO |
Afurðir sem eru ekki úr dýraríkinu |
-HC(matvæli) |
Matvæli sem eru ekki úr dýraríkinu og falla undir skilyrði eða ráðstafanir sem um getur í d-, e- eða f-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 |
-NHC(fóður) |
Fóður sem er ekki úr dýraríkinu og fellur undir skilyrði eða ráðstafanir sem um getur í d-, e- eða f-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 |
-NHC(annað) |
Afurðir, sem eru ekki úr dýraríkinu, sem eru hvorki matvæli né fóður |
-NT |
Engin krafa um hitastig |
-T |
Frystar/kældar afurðir |
-T(FR) |
Frystar afurðir |
-T(CH) |
Kældar afurðir |
Nákvæmar skilgreiningar |
|
(*) |
Tímabundin niðurfelling landamæraeftirlitsstöðvar og eftirlitsstaðar eins og um getur í 63. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 |
1) |
Sjá nákvæmar viðbótarskilgreiningar í reit 7 |
2) |
Eingöngu innpakkaðar afurðir |
4) |
Eingöngu fljótandi farmur í lausu máli |
|
|
Innflutningur sýna af dýraafurðum frá 3. ríkjum
Matvælastofnun getur veitt heimild til innflutnings á sýnum af dýraafurðum frá ríkjum utan EES, ef um er að ræða sýnishorn sem ætlaðar eru til rannsókna, efnagreininga, sýningar eða prófunar á tækjabúnaði. Slík sýnishorn skulu ekki vera til manneldis. Að lokinni notkun vörunnar skal henni eytt eða hún endursend.
Senda skal umsókn um leyfi til innflutnings á sýnum í gegnum þjónustugátt og nota skal umsókn nr. 4.45.
Innflutningur rannsóknarsýna sem innhalda lífrænar afurðir úr dýraríkinu
Senda skal umsókn um leyfi til innflutnings á sýnum til rannsókna í gegnum þjónustugátt og nota skal umsókn nr. 10.08
Nánari upplýsingar um sýni til rannsókna.
Endurinnflutningur dýraafurða frá 3. ríkjum
Ef sendingu er hafnað í 3ja ríki og útflytjandi hyggst flytja hana aftur til Íslands er hægt að gera það á tvo vegu:
- Með því að setja hana í ferli sem kallast "stýrður ákvörðunarstaður". Leggja þarf fram sk. non-manipulation vottorð útgefið af tollinum í útflutningslandi og senda vöruna beint til framleiðanda, þaðan sem hún var upprunnin. Endurinnflutningurinn skal skráður í Traces. Við komuna til landsins (á landamærastöð) er gámurinn innsiglaður af tollinum áður hann er fluttur á áfangastað þar sem innsigli er rofið af viðkomandi héraðsdýralækni.
- Með því að meðhöndla sendinguna eins og hefðbundinn innflutning frá 3ja ríki og leggja fram opinbert heilbrigðisvottorð frá yfirvöldum í útflutningslandi. Þetta á fyrst og fremst við um sendingar sem fluttar eru frá Bretlandi.
Innflutningur dýraafurða til einkaneyslu frá 3. ríkjum
Innflutningur dýraafurða til einkaneyslu frá 3. ríkjum er óheimill, þó með örfáum undanþágum.
Dýraminjar/Veiðiminjar
Leiðbeiningar um innflutning dýraminja/veiðminja sem hlotið hafa fullnægjandi meðhöndlun.