Fara í efni

Innflutningur dýraafurða frá ríkjum utan EES

Gerður er greinarmunur á innflutningi matvæla (þ.e. dýraafurða) eftir því hvort þau eiga uppruna að rekja til ríkja innan eða utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Matvæli sem framleidd eru í EES ríkjum og í samræmi við evrópska matvælalöggjöf eru í frjálsu flæði innan EES. Í þessu felst að ekki er þörf á vottun yfirvalda vegna flutnings matvæla (dýraafurða) á milli ríkja sambandsins. 

Hins vegar eru í gildi ströng skilyrði varðandi innflutning dýraafurða frá ríkjum utan EES, svokölluðum þriðju ríkjum. 

ATH! Dýraafurðir (kjötafurðir/mjólkurafurðir/egg) sem framleiddar eru í þriðja ríki en fluttar til Íslands í gegnum ESB/EES lúta sömu skilyrðum og afurðir sem fluttar eru til Íslands milliliðalaust frá þriðja ríki.

Meginskilyrði fyrir innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES

 1. Varan skal framleidd á viðurkenndri starfsstöð og merkt samþykkisnúmeri starfsstöðvarinnar.
 2. Sendingunni skal fylgja frumrit af heilbrigðisvottorði fyrir Evrópumarkað, gefið út af yfirvöldum útflutningslands, eða yfirlýsing skipstjóra þegar um er að ræða beina löndun frystiskipa.
 3. Innflutningur skal skráður í Traces með a.m.k. 24ra klst fyrirvara. Innflytjandi ber ábyrgð á skráningunni en leita má til flutningsmiðlara varðandi framkvæmd hennar.
 4. Sendingin skal flutt til landsins á landamærastöð sem samþykkt er fyrir viðkomandi vöru.
 5. Innflytjandi ber kostnað af landamæraeftirliti skv. gjaldskrá MAST
 6. Taka þarf tillit til séríslenskra skilyrða varðandi hráar dýraafurðir sbr. 5.gr. reglugerð 1250/2019 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins
  - Hrátt kjöt: sækja skal um innflutningsleyfi til MAST fyrir innflutning.
  - Við innflutning skal leggja fram staðfestingu á því að kjötið hafi verið frosið í a.m.k. 30 sólarhringa fyrir tollafgreiðslu.
  - Við innflutning skal leggja fram vottorð eða niðurstöður frá viðurkenndri rannsóknarstofu sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.
  - Hitameðhöndlað kjöt: leggja skal fram staðfestingu á hitameðhöndlun
  - Mjólk og mjólkurafurðir skulu vera gerilsneyddar. Leggja skal fram staðfestingu á gerilsneyðingu.
  - Egg skulu vera hitameðhöndluð. Leggja skal fram staðfestingu á hitameðhöndlun.

Skýringar

 • Þriðju ríki: ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
 • Traces: Skráningarkerfi fyrir viðskipti með dýr/erfðaefni/dýraafurðir frá þriðju ríkjum til  Evrópusambandslanda og innan sambandsins (trade control and expert system).
 • Viðurkennd starfsstöð: matvælafyrirtæki s.s. fiskvinnsla, sláturhús eða kjötvinnsla sem uppfyllir skilyrði Evrópulöggjafar þar að lútandi. Slíkum starfsstöðvum er úthlutað s.k. samþykkisnúmeri. 
 • Samþykkisnúmer: númer sem matvælafyrirtækjum er úthlutað standist þau kröfur Evrópulöggjafar þar að lútandi. Afurðir skulu merktar með auðkennismerki sem inniheldur samþykkisnúmer.
 • Landamæraeftirlitsstöð: eftirlitsstöð staðsett við landamæri EES gagnvart þriðju ríkjum þar sem landamæraskoðun á sendingum með dýraafurðir frá þriðju ríkjum fer fram. Á Íslandi eru 5 samþykktar landamæraeftirlitsstöðvar (sjá neðar).
 • Landamæraeftirlit: skoðun dýralæknayfirvalda á sendingum með dýraafurðir sem fer fram á landamærastöðvum, í henni felst að lágmarki skoðun á innflutningsgögnum en í öðrum tilfellum einnig vöruskoðun og jafnvel sýnataka.
 • CHED/Samræmda dýraheilbrigðis- og innflutningsvottorðið: vottorð gefið út í Traces til staðfestingar á því að vara/sending hafi staðist landamæraeftirlit og sé þar með í frjálsu flæði innan EES (common health entry document).
 • Opinbert heilbrigðisvottorð: heilbrigðisvottorð fyrir Evrópumarkað gefið út af dýralæknayfirvöldum í viðkomandi ríki.

Íslenskar landamæraeftirlitsstöðvar

1.

2.

3.

4.

5.

6.

7.

Landamæra-eftirlitsstöð

Samskipta-upplýsingar

Kóði í Traces-kerfinu

Tegund flutninga

Skoðunar-miðstöðvar

Flokkar dýra og vara og nákvæmar skilgreiningar

Nákvæmar viðbótarskilgreiningar varðandi gildissvið tilnefningarinnar

Hafnarfjörður

Óseyrarbraut, 220 Hafnarfjörður

bcp@mast.is

sími: 530-4800

opið: 9-12/13-15

www.mast.is

IS HAF 1

P

 

POA-HC(2)(3)

 

POA-NHC-NT(1)(2)

Fljótandi fita, olíur og lýsi ásamt fiskimjöli

Keflavík Airport

235 Keflavíkurflugvöllur

bcp@mast.is

sími: 530-4800

opið: 9-12/13-15

www.mast.is

IS KEF 4

A

 

POA-HC(2)

 

POA-NHC(2)

 

LA-O(1)

Lifandi fiskeldisdýr

Reykjavík Eimskip

Sundafrost, Klettagörðum, 103 Reykjavík

bcp@mast.is

sími: 530-4800

opið: 9-12/13-15

www.mast.is

IS REY 1a

P

 

POA-HC(2)

 

POA-NHC(2)

 

PNAO-HC(2)

 

Reykjavík Samskip

Ísheimar, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

bcp@mast.is

sími: 530-4800

opið: 9-12/13-15

www.mast.is

IS REY 1b

P

 

POA-HC(2)

 

POA-NHC(2)

 

PNAO-HC(2)

 

Þorlákshöfn

Hafnarskeiði 12, 815 Þorlákshöfn

bcp@mast.is

sími: 530-4800

opið: 9-12/13-15

www.mast.is

IS THH 1

P

 

POA-HC-T(FR)(2)(3)

 

POA-HC-NT(1)

Fljótandi fita, olíur og lýsi

POA-NHC-NT(1)

Fljótandi fita, olíur og lýsi

 

Landamæraeftirlitsstöðvar: Skammstafanir og nákvæmar skilgreiningar sem eiga við um flokka dýra og vara í reitum 6 og 7

Upplýsingar úr reglugerð (ESB) 2019/1014

a)     Að því er varðar dýr sem um getur í a-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

Skammstafanir

LA

Lifandi dýr

-U

Hóf- og klaufdýr, önnur en skráð dýr af hestaætt

-E

Skráð dýr af hestaætt

-O

Önnur dýr, önnur en hóf- og klaufdýr (í þessari skammstöfun eru meðtalin hóf- og klaufdýr í dýragörðum)

 

Nákvæmar skilgreiningar

(*)

Tímabundin niðurfelling landamæraeftirlitsstöðvar og eftirlitsstaðar eins og um getur í 63. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

1)

Sjá nákvæmar viðbótarskilgreiningar í reit 7

b)    Að því er varðar afurðir úr dýraríkinu, samsettar afurðir, kímefni, aukaafurðir úr dýrum, hey og hálm sem um getur í b-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625 eða sem falla undir skilyrði eða ráðstafanir sem um getur í d-, e- eða f-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

Skammstafanir

POA

Afurðir úr dýraríkinu, samsettar afurðir, kímefni, aukaafurðir úr dýrum, hey og hálmur

-HC

Afurðir til manneldis

-NHC

Afurðir sem eru ekki til manneldis

-NT

Engin krafa um hitastig

-T

Frystar/kældar afurðir

-T(FR)

Frystar afurðir

-T(CH)

Kældar afurðir

 

Nákvæmar skilgreiningar

(*)

Tímabundin niðurfelling landamæraeftirlitsstöðvar og eftirlitsstaðar eins og um getur í 63. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

1)

Sjá nákvæmar viðbótarskilgreiningar í reit 7

2)

Eingöngu innpakkaðar afurðir

3)

Eingöngu lagarafurðir

4)

Eingöngu fljótandi farmur í lausu máli

c)     Að því er varðar plöntur, plöntuafurðir og aðra hluti sem getur í c-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

Skammstafanir

P

Plöntur

PP

Plöntuafurðir

PP(WP)

Viður og viðarvörur

OO

Aðrir hlutir

 

Nákvæmar skilgreiningar

(*)

Tímabundin niðurfelling landamæraeftirlitsstöðvar og eftirlitsstaðar eins og um getur í 63. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

1)

Sjá nákvæmar viðbótarskilgreiningar í reit 7

 

 

d)    Að því er varðar vörur, sem eru ekki úr dýraríkinu, sem um getur í d-, e- eða f-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

Skammstafanir

PNAO

Afurðir sem eru ekki úr dýraríkinu

-HC(matvæli)

Matvæli sem eru ekki úr dýraríkinu og falla undir skilyrði eða ráðstafanir sem um getur í d-, e- eða f-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

-NHC(fóður)

Fóður sem er ekki úr dýraríkinu og fellur undir skilyrði eða ráðstafanir sem um getur í d-, e- eða f-lið 1. mgr. 47. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

-NHC(annað)

Afurðir, sem eru ekki úr dýraríkinu, sem eru hvorki matvæli né fóður

-NT

Engin krafa um hitastig

-T

Frystar/kældar afurðir

-T(FR)

Frystar afurðir

-T(CH)

Kældar afurðir

 

Nákvæmar skilgreiningar

(*)

Tímabundin niðurfelling landamæraeftirlitsstöðvar og eftirlitsstaðar eins og um getur í 63. gr. reglugerðar (ESB) 2017/625

1)

Sjá nákvæmar viðbótarskilgreiningar í reit 7

2)

Eingöngu innpakkaðar afurðir

4)

Eingöngu fljótandi farmur í lausu máli

 

 

 Innflutningur á sýnishornum af dýraafurðum

Matvælastofnun getur veitt heimild til innflutnings á sýnishornum af dýraafurðum frá ríkjum utan EES, ef um er að ræða sýnishorn sem ætlaðar eru til rannsókna, efnagreininga, sýningar eða prófunar á tækjabúnaði. Slík sýnishorn skulu ekki vera til manneldis. Að lokinni notkun vörunnar skal henni eytt eða hún endursend.

Umsókn: innflutningur á sýnishornum af dýraafurðum. Útfyllt og undirritað eyðublað skal sent Matvælastofnun. Einnig má senda skannað afrit með tölvupósti til mast@mast.is.

Uppfært 04.09.2020
Getum við bætt efni síðunnar?