Fara í efni

Innflutningur matvæla (dýraafurða) til einkaneyslu

Kjöt- og mjólkurvörur sem fluttar eru til Íslands geta borið með sér smitefni sem valda dýrasjúkdómum. Sem dæmi má nefna gin- og klaufaveiki og svínapest en berist slíkir sjúkdómar til landsins getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Strangar reglur gilda um innflutning dýraafurða frá þriðju ríkjum, þ.e. löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins

Ferðamenn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins mega ekki hafa meðferðis kjöt- og mjólkurvörur til Íslands. Þetta gildir einnig um póstsendingar til einstaklinga.

Undanþágur

  • Allt að 2 kg af ungbarnamjólkurdufti, ungbarnafæði og sjúkrafæði sem nauðsynlegt er viðkomandi vegna læknisfræðilegra ástæðna auk sjúkrafóðurs fyrir gæludýr að uppfylltum þeim skilyrðum að varan geymist við stofuhita; varan sé í neytendapakkningum frá framleiðanda og að innsigli pakkningar sé órofið nema varan sé í notkun.
  • Allt að 10 kg af kjöt- og mjólkurvörum frá Grænlandi og Færeyjum
  • Allt að 20 kg af fiskafurðum eða einn fisk (ef þyngri en 20 kg). Þó eru engar magntakmarkanir á fiskafurðum frá Færeyjum.
  • Allt að 2 kg af öðrum dýraafurðum sem teljast til matvæla, svo sem hunangi, ostrum, kræklingi og sniglum.
  • Allt að 2 kg af niðursoðnum dýraafurðum sem hafa Fo gildi 3.00 eða hærra.
  • Bann við innflutningi dýraafurða gildir ekki um flutning til Íslands frá öðrum EES löndum né frá Andorra, San Marino eða Sviss.
 Ofangreindar undanþágur eiga einungis við um matvæli til einkaneyslu en ekki til sölu eða dreifingar.

Hvað má taka með sér til landsins?

Uppfært 11.06.2020
Getum við bætt efni síðunnar?