TRACES
TRACES (TRAde Control and Expert System) er tölvukerfi í eigu framkvæmdastjórnar ESB og hefur fjölbreytt notagildi.
Á Íslandi er kerfið notað til tilkynninga, votturnar og eftirlits með sendingum af dýrum, fóðri og matvælum, aukaafurðum dýra og lífrænum afurðum.*
TRACES er notað af yfirvöldum og viðskiptaaðilinum til að auka rekjanleika og öryggi í matvælakeðjunni, tryggja samræmi í eftirliti og að farið sé að reglum í viðskiptum með viðeigandi vörur. TRACES eykur skilvirkni og gagnsæi milli yfirvalda, viðskiptaaðila og á milli ríkja.
Opnið flipana hér að neðan til að fá nánari upplýsingar um aðgang, innskráningu og notkun
*TRACES hefur fleiri notkunarmöguleika sem eru ekki innleidir á Íslandi, t.d. fyrir plöntur og fræ, skógrækt, úrgangsefni og veiðar
Aðgangur og skráning í TRACES
Aðgangur
Til þess að öðlast aðgang að TRACES þurfa notendur að skrá sig inn með EU Login auðkenni.
Nýir notendur
Nýir notendur þurfa að byrja á því að stofna EU Login aðgang.
Matvælastofnun mælir með því að notendur útbúi aðgang með netfangi og lykilorði og noti svo EU Login snjallsímaappið til tveggja þátta auðkenningar.*
Hér má nálgast góðar leiðbeiningar um hvernig EU Login aðgangurinn er tengdur við EU Login snjallsímaappið.
EU Login má síðan nota til innskráningar í fleiri kerfi frá Evrópusambandinu.
*Ekki er lengur hægt að nota sms sem auðkenningarleið, sjá frétt frá 25. júní 2025.
TRACES innskráning
Þegar EU Login auðkenni er tilbúið geta notendur skráð sig inn í TRACES.
Virkjun hlutverks fyrir notendur
Notandi (user) getur óskað eftir hlutverki (role) hjá rekstraraðila (operator) sem viðkomandi starfar fyrir. Skráðir stjórnendur (admin) hjá viðkomandi fyrirtæki geta samþykkt nýja notendur. MAST getur einnig samþykkt notendur.
Skráning rekstaraðila
MAST sér um að uppfæra og staðfesta skráningu rekstraraðila sem þurfa samþykki, s.s. matvælaframleiðenda og flutningsmiðlara.
Skráning á TRACES lista er ekki sjálfvirk, vinsamlegast hafið samband við traces@mast.is ef gera þarf breytingar eða ef skráningu vantar.
Innflutningur matvæla og fóðurs
CHED / Innflutningstilkynning
(Fyrir matvæli og fóður af dýrauppruna og ákveðnar vörur án dýraafurða frá 3ju ríkjum)
Innflutning eftirlitsskyldra afurða frá 3ju ríkjum þarf að tilkynna í TRACES með a.m.k. 24 klst fyrirvara. Tilkynningaformið sem notað er heitir CHED (Common Health Entry Document). Tilkynnandi fyllir úr Part I um sendinguna og sendir tilkynninguna inn. Matvælastofnun notar innsendar tilkynningar sem stoð í landamæraeftirliti. Við jákvæða niðurstöðu landamæraeftirlits samþykkir Matvælastofnun innflutninginn og tilkynnandi fær sent leyfisnúmer fyrir innflutningi. Niðurstöður eftirlitsins og allar upplýsingar eru skráðar í TRACES.
Sjá nánari upplýsingar um innflutningsskilyrði fyrir matvæli og fóður hér að neðan
Innflutningur dýraafurða frá 3. ríkjum
Matvæli og fóður sem ekki eiga uppruna í dýraríkinu og um gilda sérstök innflutningsskilyrði
EU Import / Heilbrigðisvottorð
Yfirvöld í nokkrum ríkjum utan Evrópu geta notað TRACES til þess að gefa út heilbrigðisvottorð með sendingum af matvælum og fóðri til ESB/EES ríkja. Útflytjandi vörunnar fyllir inn Part I og yfirvöld útflutningsríkisins staðfesta kröfur og upplýsingar í Part II á sambærilegan hátt og CHED eru unnin. Þessi heilbrigðisvottorð eru 100% rafræn og engin þörf á pappírsvottorði með sendingum.
Tilkynnandi um innflutning getur afritað (clone) upplýsingar úr vottorðinu yfir í innflutningstilkynninguna (CHED) og þannig tryggt rekjanleika og fært upplýsingar á mjög þægilegan hátt.
Athugið að heilbrigðisvottorð, með þeim upplýsingum sem þar eru gefnar, eru gefin út af yfirvöldum í útflutningsríkinu og eru ætluð yfirvöldum í móttökuríkinu (MAST).
Útflutningur matvæla og fóðurs
Matvæli og fóður
Matvælastofnun gefur úr rafræn heilbrigðisvottorð í TRACES með ákveðnum tegundum matvæla og fóðurs sem ætluð eru til Bretlands. Til þess er EU EXPORT notað. Umsækjandi skráir inn upplýsingar í Part I í viðeigandi umsóknarformi og Matvælastofnun staðfestir og gefur út vottorð þegar það er viðeigandi. Útgáfa vottorðsins er 100% rafræn, þ.e. að vottorðinu fylgir rafræn undirskrift og útprentað eintak á pappír er óþarfi.
Sjá nánari upplýsingar um gildandi reglur á leiðbeiningasíðu um útflutning til Bretlands.
Lifandi dýr
Útflutningur hrossa - EU IMPORT
Samkvæmt samningsatriðum EES samningsins telst Ísland ekki hluti af innri markaði ESB þegar um er að ræða lifandi dýr önnur en fiska og eldisdýr (á einnig við um egg, fósturvísa og sæði dýra). Þess vegna þarf að nota eiginleikann EU IMPORT í TRACES þegar flytja á lifandi hross til annarra EES ríkja.
Nánari reglur um útflutning hrossa
Útflutningur gæludýra - EU IMPORT
Þegar gæludýr (hundar og kettir) eru flutt til annarra EES landa án fylgdar eiganda eða við eigendaskipti er EU IMPORT í TRACES notað til skráninga á flutningnum.
Nánari reglur um fylgdarlaus gæludýr eða eigendaskipti - Hundar
Nánari reglur um fylgdarlaus gæludýr eða eigendaskipti - Kettir
Flutningur lifandi fiska - EU INTRA
Við viðskipti og flutning með lifandi fiska og kímefna þeirra til annarra ríkja innan EES svæðisins þarf að skrá flutninginn með EU INTRA í TRACES. Nánari upplýsingar veitir sérgreinadýralæknir fiskisjúkdóma sem annast útgáfu EU INTRA vottorða.
Aukaafurðir dýra
Við flutning aukaafurða dýra verður viðskiptaskjal að fylgja afurðunum til að tryggja rekjanleika. Hægt er að nota DOCOM í TRACES til skráninga á slíkum viðskiptaskjölum.
Lífrænar vörur
Innflutningur vottoðra lífrænna afurða frá 3ju ríkjum - COI
Skráning og staðfesting rekstraraðila fyrir lífrænar afurðir
Innflytjendur og/eða fyrstu viðtakendur í EES af lífrænum afurðum frá 3ju ríkjum sækja um vottun til Vottunarstofunnar Túns fyrir þeirri starfsemi. Hafi slíkir aðilar þegar vottun Túns til framleiðslu lífrænna afurða skulu þeir sækja um að bæta innflutningi og/eða dreifingu afurða frá löndum utan EES við núverandi vottun. Sami aðili sækir um aðgang að TRACES eftir leiðbeiningum hér að ofan. Vottunarskírteini frá Tún þurfa að fylgja aðgangi svo MAST geti staðfest viðkomandi aðila.
Innflutningur á lífrænum afurðum
Innflytjandi framvísar skoðunarvottorði hverrar sendingar til MAST í gegnum TRACES. MAST sannprófar uppruna og vottun afurðanna, og samþykkir afhendingu vörusendingarinnar til fyrsta viðtakanda og frekari dreifingar.
Nánari upplýsingar um innflutning á vottuðum lífrænum afurðum frá 3ju ríkjum