Fara í efni

Hlutverk og heimildir

Stjórnskipulag matvælaeftirlits

Samkvæmt lögum um matvæli fellur opinbert matvælaeftirlit á Íslandi undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fer sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með yfirstjórn mála samkvæmt lögunum. Matvælastofnun er ráðherra til ráðgjafar, en heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Matvælastofnunar opinbert eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla, að svo miklu leyti sem það er ekki falið öðrum aðilum. Í umboði heilbrigðisnefnda starfa heilbrigðisfulltrúar hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga (HES), en landinu er skipt upp í tíu heilbrigðiseftirlitssvæði. Matvælastofnun fer með eftirlit með innflutningi matvæla og sér um samræmingu eftirlits HES.

Eftirlitsaðilar með matvælafyrirtækjum sannreyna með reglubundnu eftirliti að kröfur laga og reglugerða er varða matvæli séu uppfylltar.  Eftirlit er framkvæmt samkvæmt skriflegu verklagi og eru skoðunarhandbækur hluti af því. 

Tíðni eftirlits skal taka vera í samræmi við áhættu og frammistöðuflokkunar kerfi

Að öllu jöfnu skal eftirlit framkvæmt án þess að það sé tilkynnt fyrirfram.  Sé úttekt á gæðakerfi / HACCP fyrirhuguð er nauðsynlegt að tryggja að hlutaðeigandi starfsmenn séu viðstaddir og því eru þannig úttektir tilkynntar fyrirfram. 

Eftirlit með matvælafyrirtækjum felst í:

 • Rannsókn á innra eftirliti og niðurstöðum þess
 • Skoðun á:
  - búnaði,  athafnasvæðum, umhverfi og flutningatækjum
  - matvælum, þar með talið hálfunnum matvælum, hráefnum, innihaldsefnum, hjálparefnum, og öðrum efnum sem notuð eru í framleiðslu matvæla
  - hreinsiefnum og ferlum við notkun þeirra
  - rekjanleika, merkingum, framsetningu, auglýsingum, matvælasnertiefnum og öðrum umbúðum
 • Athugun á hvort hollustuhættir er varða matvæli séu viðhafðir
 • Mat á verklagsreglum er snúa að góðum starfsháttum og á verklagsreglum sem byggjast á meginreglum HACCP (greining á hættu og mikilvægum stýristöðu)
 • Rannsókn á skjölum, rekjanleika skráa og annarra skjala sem skipta máli við að meta öryggi matvæla, góða viðskiptahætti og upplýsingagjöf með vernd á hagsmunum neytenda í huga
 • Viðtölum við rekstraaðila og starfsfólk
 • Skoðun á mælingum rekstraraðila og  niðurstöðum rannsókna.
 • Sýnatökum og greiningum
 • Úttekt á rekstraraðilum
 • Allt annað sem þörf er á til að greina tilvik þar sem ekki er farið að kröfum

Matvælafyrirtækjum er skylt skv. 24 gr laga um matvæli  og skv. 15 gr. reglugerðar um opinbert eftirlit að veita eftirlitsaðila óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla og dreifing matvæla á sér stað.

Matvælafyrirtæki skal veita aðgang að:

 • Búnaði, athafnasvæðum, öðrum stöðum matvælafyrirtækis,  umhverfi og  flutningstækjum
 • Tölvuvæddum upplýsingastjórnunarkerfum
 • Öllum vörum s.s. hráefnum, innihaldsefnum, aukefnum, hreinsiefnum, matvælasnertiefnum sem eru undir þeirra stjórn
 • Skjölum og öðrum upplýsingum sem skipta máli

Matvælafyrirtækjum er einnig skylt að láta eftirlitsaðila fá sýni til rannsókna endurgjaldslaust.  Matvælafyrirtæki skulu þá standa straum af kostnaði við sýnatöku og greiningar sbr. 25 grein laga um matvæli.

Tengiliður Íslands

Matvælastofnun:

 • er tengiliður Íslands við RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins.
 • sér um skipulag sýnatöku og rannsóknir á varnarefnum í grænmeti, ávöxtum og kornvörum og efnaleifar í dýraafurðum. Niðurstöðum er skilað til Evrópusambandsins.

Ítarefni

Uppfært 02.11.2021
Getum við bætt efni síðunnar?