Fara í efni

Matarbornir sjúkdómar

Matarbornir sjúkdómar eru matareitranir og matarsýkingar af völdum örvera hafa, ásamt eitrunum vegna aðskotaefna í matvælum. Algengasta orsökin er röng meðhöndlun matvælanna eins og skortur á hreinlæti og eldun eða geymsla við rangt hitastig. Tilkynna á heilbrigðiseftirliti ef grunur er um matareitrun eða matarsýkingu í heimahúsi eða annarsstaðar. 

Tafla yfir helstu matarborna sjúkdóma í mönnum:

Meinvaldur Meðgöngutími Smitandi tímabil* Smitar milli manna? Einkenni Tímalengd Fylgikvillar
einkenna
Bakteríusýkingar            
Campylobacter Oftast 1–3 dagar (1–10 dagar) Nokkar vikur frá bata Sjaldan Hiti, kviðverkir, uppköst, niðurgangur mögulega blóðugur 2–10 dagar Liðbólgur, Guillain Barré – fremur sjaldgæfur
Salmonella Oftast 1–3 dagar (1–7 dagar) Nokkrar vikur frá bata  Hiti, niðurgangur, uppköst, kviðverkir 2–7 dagar Liðbólgur
(allt að 1 ár) Blóðsýking með sýkingum á fleiri stöðum í líkamanum
Shigella 1–7 dagar Allt að fjórar vikur frá bata Niðurgangur (stundum slímugur og/eða blóðugur), kviðverkir, hiti, 4–7 dagar Liðbólgur
Lömun í ristli – mjög sjaldgæft
Enteróhemórragískur E. coli Oftast 3–8 dagar (1–14 dagar) 3–4 vikur frá bata, getur verið lengra hjá börnum Niðurgangur gjarnan blóðugur, kviðverkir, oftast enginn hiti Dagar - vikur „Hemolytic-uremic syndrome“ (HUS) með nýrnabilun og blóðflögufæð (TTP). Getur leitt til dauða og langvinnrar nýrnabilunar
Vibrio parahaemolyticus 12–24 klst. Á ekki við Nei Niðurgangur og kviðverkir, stundum ógleði, uppköst, hiti og höfuðverkur 1–7 dagar Afar sjaldséðir
(4 klst.–4 dagar)
Yersinia enterocolitica 3–7 dagar Nokkrar vikur frá bata Sjaldan Niðurgangur og kviðverkir, stundum hiti og uppköst 1–3 vikur Liðbólgur
Húðútbrot (erythema nodosum)
Listeria monocytogenes Nokkrir dagar til 3–4 vikur Á ekki við Frá móður til fósturs, annars afar sjaldan Fósturmissir hjá konum á meðgöngu. Blóðsýking með hita eða heilahimnubólga hjá öldruðum, ónæmisbældum og nýburum Vikur Hátt dánarhlutfall, einkum við ómeðhöndlaðar sýkingar
Salmonella Typhi/ Paratyphi 10–21 dagar Nokkrar vikur frá bata Hiti, höfuðverkur, hósti og vöðvaverkir, niðurgangur oftast í 2. viku veikinda Vikur Rof á þörmum og lífhimnubólga. Hátt dánarhlutfall ef ekki meðhöndlað
Eiturefni baktería            
Staphylococcus aureus 1–8 klst. Á ekki við Nei Ógleði, kviðverkir og uppköst, oft niðurgangur í kjölfarið 1–2 dagar Afar sjaldséðir
Bacillus cereus (niðurgangur) 6–24 klst. Á ekki við Nei Niðurgangur og kviðverkir 12–24 klst. Afar sjaldséðir
Bacillus cereus (uppköst) 1–6 klst. Á ekki við Nei Ógleði og uppköst, stundum niðurgangur 12–24 klst. Afar sjaldséðir
Clostridium botulinum 12–72 klst. Á ekki við Nei Erfiðleikar við kyngingu og tal, slappleiki, munnþurrkur, augnvöðva- og öndunarlömum. Mögulega ógleði, uppköst, niðurgangur Dagar til mánuðir Getur leitt til dauða eða langvarandi veikinda
Clostridium perfringens - matareitrun 10–12 klst. Á ekki við Nei Kviðverkir, ógleði og niðurgangur. Stundum uppköst og hiti, þó frekar sjaldséð Einn sólarhringur Afar sjaldséðir
(8–24 klst.)
Veirusýkingar            
Caliciveirur, þ.e. nóró- og sapó veirur 10–48 klst. Skömmu fyrir veikindi og nokkra daga eftir bata Ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur, stundum hiti 1–3 dagar Getur valdið alvarlegum sjúkdóm hjá öldruðum og ónæmisbældum
Lifrarbólgu A veira 2–6 vikur Tvær vikur fyrir gulu og eina viku eftir (alls 3 vikur) Hiti, ógleði, hugsanlega uppköst, gula, dökkt þvag og ljósar hægðir. Börn eru oft einkennalaus Vikur Afar sjaldséðir
Sníkjudýr            
Giardia spp. 3–25 dagar Allt að sex mánuðir Niðurgangur, getur verið langvarandi, kvið- og vindverkir, þreyta, þyngdartap Vikur Langvinnur niðurgangur getur leitt til vannæringar
Cryptosporidium spp. 1–12 dagar Nokkrar vikur frá bata Niðurgangur, kviðverkir, ógleði, höfuðverkur, hiti Vikur Getur valdið alvarlegum sjúkdóm hjá ónæmisbældum
Þörungaeitur            
PSP eitrun (Paralytic shellfish poisoning) 30 mín. – nokkrar klst Á ekki við Nei Doði og hiti í munni og í húð, skert tilfinning í fingrum og tám, svimi, hiti Vikur Lömun, öndunarörðugleikar og jafnvel dauði
DSP eitrun (Diarrhetic Shellfish Poisoning) 30 mín. – nokkrar klst. Á ekki við Nei Niðurgangur, uppköst og magaverkir Nokkrir dagar Afar sjaldséðir
ASP eitrun (Amnesic Shellfish Poisoning) 3 klst. – nokkrir dagar Á ekki við Nei Höfuðverkur, svimi, ógleði, niðurgangur, uppköst, magakrampar, minnisleysi Nokkrir dagar Minnisleysi og jafnvel dauði
Lífræn amín            
Histamín Mín. – nokkrar klst. Á ekki við Nei Roði í andliti hálsi og á bringu, höfuðverkur, magaverkur, ógleði, uppköst, bólgnar varir og kláði Nokkrar klst. Taugaáfall/lost, truflanir á andardrætti
             
* Sjúklingurinn er mest smitandi þegar hann er með einkenni, þ.e. er með uppköst og/eða niðurgang. Flestir bera smitefnið í meltingarveginum um tíma eftir að bata er náð og eru þann tíma einkennalausir berar, smitandi tímabil í töflunni vísar til þess tímabils. Þetta tímabil er nokkuð mismunandi milli meinvalda.

 

 
Uppfært 27.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?