Matarbornir sjúkdómar
Matarbornir sjúkdómar eru matareitranir og matarsýkingar af völdum örvera hafa, ásamt eitrunum vegna aðskotaefna í matvælum. Algengasta orsökin er röng meðhöndlun matvælanna eins og skortur á hreinlæti og eldun eða geymsla við rangt hitastig. Tilkynna á heilbrigðiseftirliti ef grunur er um matareitrun eða matarsýkingu í heimahúsi eða annarsstaðar.
Tafla yfir helstu matarborna sjúkdóma í mönnum:
Meinvaldur | Meðgöngutími | Smitandi tímabil* | Smitar milli manna? | Einkenni | Tímalengd | Fylgikvillar |
einkenna | ||||||
Bakteríusýkingar | ||||||
Campylobacter | Oftast 1–3 dagar (1–10 dagar) | Nokkar vikur frá bata | Sjaldan | Hiti, kviðverkir, uppköst, niðurgangur mögulega blóðugur | 2–10 dagar | Liðbólgur, Guillain Barré – fremur sjaldgæfur |
Salmonella | Oftast 1–3 dagar (1–7 dagar) | Nokkrar vikur frá bata | Já | Hiti, niðurgangur, uppköst, kviðverkir | 2–7 dagar | Liðbólgur |
(allt að 1 ár) | Blóðsýking með sýkingum á fleiri stöðum í líkamanum | |||||
Shigella | 1–7 dagar | Allt að fjórar vikur frá bata | Já | Niðurgangur (stundum slímugur og/eða blóðugur), kviðverkir, hiti, | 4–7 dagar | Liðbólgur |
Lömun í ristli – mjög sjaldgæft | ||||||
Enteróhemórragískur E. coli | Oftast 3–8 dagar (1–14 dagar) | 3–4 vikur frá bata, getur verið lengra hjá börnum | Já | Niðurgangur gjarnan blóðugur, kviðverkir, oftast enginn hiti | Dagar - vikur | „Hemolytic-uremic syndrome“ (HUS) með nýrnabilun og blóðflögufæð (TTP). Getur leitt til dauða og langvinnrar nýrnabilunar |
Vibrio parahaemolyticus | 12–24 klst. | Á ekki við | Nei | Niðurgangur og kviðverkir, stundum ógleði, uppköst, hiti og höfuðverkur | 1–7 dagar | Afar sjaldséðir |
(4 klst.–4 dagar) | ||||||
Yersinia enterocolitica | 3–7 dagar | Nokkrar vikur frá bata | Sjaldan | Niðurgangur og kviðverkir, stundum hiti og uppköst | 1–3 vikur | Liðbólgur |
Húðútbrot (erythema nodosum) | ||||||
Listeria monocytogenes | Nokkrir dagar til 3–4 vikur | Á ekki við | Frá móður til fósturs, annars afar sjaldan | Fósturmissir hjá konum á meðgöngu. Blóðsýking með hita eða heilahimnubólga hjá öldruðum, ónæmisbældum og nýburum | Vikur | Hátt dánarhlutfall, einkum við ómeðhöndlaðar sýkingar |
Salmonella Typhi/ Paratyphi | 10–21 dagar | Nokkrar vikur frá bata | Já | Hiti, höfuðverkur, hósti og vöðvaverkir, niðurgangur oftast í 2. viku veikinda | Vikur | Rof á þörmum og lífhimnubólga. Hátt dánarhlutfall ef ekki meðhöndlað |
Eiturefni baktería | ||||||
Staphylococcus aureus | 1–8 klst. | Á ekki við | Nei | Ógleði, kviðverkir og uppköst, oft niðurgangur í kjölfarið | 1–2 dagar | Afar sjaldséðir |
Bacillus cereus (niðurgangur) | 6–24 klst. | Á ekki við | Nei | Niðurgangur og kviðverkir | 12–24 klst. | Afar sjaldséðir |
Bacillus cereus (uppköst) | 1–6 klst. | Á ekki við | Nei | Ógleði og uppköst, stundum niðurgangur | 12–24 klst. | Afar sjaldséðir |
Clostridium botulinum | 12–72 klst. | Á ekki við | Nei | Erfiðleikar við kyngingu og tal, slappleiki, munnþurrkur, augnvöðva- og öndunarlömum. Mögulega ógleði, uppköst, niðurgangur | Dagar til mánuðir | Getur leitt til dauða eða langvarandi veikinda |
Clostridium perfringens - matareitrun | 10–12 klst. | Á ekki við | Nei | Kviðverkir, ógleði og niðurgangur. Stundum uppköst og hiti, þó frekar sjaldséð | Einn sólarhringur | Afar sjaldséðir |
(8–24 klst.) | ||||||
Veirusýkingar | ||||||
Caliciveirur, þ.e. nóró- og sapó veirur | 10–48 klst. | Skömmu fyrir veikindi og nokkra daga eftir bata | Já | Ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur, stundum hiti | 1–3 dagar | Getur valdið alvarlegum sjúkdóm hjá öldruðum og ónæmisbældum |
Lifrarbólgu A veira | 2–6 vikur | Tvær vikur fyrir gulu og eina viku eftir (alls 3 vikur) | Já | Hiti, ógleði, hugsanlega uppköst, gula, dökkt þvag og ljósar hægðir. Börn eru oft einkennalaus | Vikur | Afar sjaldséðir |
Sníkjudýr | ||||||
Giardia spp. | 3–25 dagar | Allt að sex mánuðir | Já | Niðurgangur, getur verið langvarandi, kvið- og vindverkir, þreyta, þyngdartap | Vikur | Langvinnur niðurgangur getur leitt til vannæringar |
Cryptosporidium spp. | 1–12 dagar | Nokkrar vikur frá bata | Já | Niðurgangur, kviðverkir, ógleði, höfuðverkur, hiti | Vikur | Getur valdið alvarlegum sjúkdóm hjá ónæmisbældum |
Þörungaeitur | ||||||
PSP eitrun (Paralytic shellfish poisoning) | 30 mín. – nokkrar klst | Á ekki við | Nei | Doði og hiti í munni og í húð, skert tilfinning í fingrum og tám, svimi, hiti | Vikur | Lömun, öndunarörðugleikar og jafnvel dauði |
DSP eitrun (Diarrhetic Shellfish Poisoning) | 30 mín. – nokkrar klst. | Á ekki við | Nei | Niðurgangur, uppköst og magaverkir | Nokkrir dagar | Afar sjaldséðir |
ASP eitrun (Amnesic Shellfish Poisoning) | 3 klst. – nokkrir dagar | Á ekki við | Nei | Höfuðverkur, svimi, ógleði, niðurgangur, uppköst, magakrampar, minnisleysi | Nokkrir dagar | Minnisleysi og jafnvel dauði |
Lífræn amín | ||||||
Histamín | Mín. – nokkrar klst. | Á ekki við | Nei | Roði í andliti hálsi og á bringu, höfuðverkur, magaverkur, ógleði, uppköst, bólgnar varir og kláði | Nokkrar klst. | Taugaáfall/lost, truflanir á andardrætti |
* Sjúklingurinn er mest smitandi þegar hann er með einkenni, þ.e. er með uppköst og/eða niðurgang. Flestir bera smitefnið í meltingarveginum um tíma eftir að bata er náð og eru þann tíma einkennalausir berar, smitandi tímabil í töflunni vísar til þess tímabils. Þetta tímabil er nokkuð mismunandi milli meinvalda. |