Fara í efni

Örbylgjuofnar

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur koma hreyfingu á sameindir matvælanna og mynda þannig varma sem hitar matinn. Örbylgjur eru ekki það kröftugar að þær valdi skaðlegum breytingum á mat sem hitaður er í örbylgjuofni.
 
Það má hita næstum öll matvæli í örbylgjuofni. Hann hentar best til upphitunar og matreiðslu frekar lítilla skammta. Einnig getur verið hentugt að þíða upp í örbylgjuofni (en það sparar orku að gera það frekar í kæliskápnum).
  • Vítamín og bragðefni, ásamt safanum varðveitast vel í grænmeti og fiski sem matreidd eru í örbylgjuofni, vegna þess að lítið vatn er notað og hitunartíminn er stuttur.
  • Kjöt í örbylgjuofni brúnast ekki, sem getur verið heilsusamlegra því við steikingu geta myndast óæskileg efni.
  • Fitunotkun minnkar því það er ekki nauðsynlegt að nota fitu við matreiðslu í örbylgjuofni.

Ókostur við örbylgjuofna er að hitinn dreifist ekki jafnt. Nauðsynlegt að hræra öðru hvoru í matvælum eins og grautum og sósum, á meðan á matreyðslu stendur og síðan þarf að láta matinn standa nokkrar mínútur að eldun lokinni. Best er að nota grunn kringlótt ílát. Hitinn dreifist síðan betur í matvælunum ef ílátið er lokað en það sem eldað er þarf að ná a.m.k.  75°C. Mikilvægt er að huga vel að þessu við matreiðslu í örbylgjuofni til að tryggja öryggi matvælanna m.t.t. baktería. 

Stór kjötstykki og steikur þurfa að standa nokkuð lengi eftir hitun eða a.m.k 15 mínútur.
Uppfært 06.11.2019
Getum við bætt efni síðunnar?