Fara í efni

Upprunamerkingar matvæla

Merkja þarf uppruna eftirfarandi matvæla. Ekki er skylt að merkja uppruna annarra matvæla.

Matjurtir

Samkvæmt 8. grein reglugerðar nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda skulu upplýsingar um upprunaland fylgja þeim fersku matjurtum, sem þar eru talin upp.

Nautgripakjöt

Samkvæmt II. bálki reglugerðar ESB nr. 1760/2000 sem innleidd var með reglugerð nr. 968/2011 skal merkja uppruna á kældu og frystu nautgripakjöti.

Kjöt af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum

Reglugerð ESB nr. 1337/2013, sem innleidd var með reglugerð nr. 482/2017, mælir fyrir um reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað á merki­miðum á nýju, kældu og frystu kjöti af svínum, sauðfé eða geitum og alifuglum.  

Hunang

Samkvæmt reglugerð nr. 288/2003 um hunang skal merkja uppruna þess.

Villandi ef upplýsingar vantar

Samkvæmt lið 2.a í 26. grein reglugerðar ESB nr. 1169/2011, sem innleidd var með reglugerð nr. 1294/2014, skal merkja matvæli með upplýsingum um rétt upprunaland eða upprunastað ef skortur á slíkum upplýsingum gæti villt um fyrir neytendum hvað varðar uppruna matvælanna. Þetta á einkum við ef upplýsingar sem fylgja matvælunum eða merkingin í heild gefur í skyn að matvælin séu upprunnin í öðru landi eða á öðrum stað. 

Ákvæðið snýst um hvort það sé villandi fyrir neytendur ef upplýsingar vantar. Það eitt að upplýsingar komi ekki fram getur ekki talist villandi. Ef rangur uppruni er gefinn í skyn t.d. með myndum eða fána þá er það villandi og merkja þarf hver uppruninn er. 

Þegar upprunaland eða upprunastaður matvæla er gefinn upp, en uppruni megininnihaldsefnisins er ekki sá sami skal einnig gefa upp upprunaland eða upprunastað megininnihaldsefnisins eða gefa upp að uppruni þess sé annar, sbr. 26.gr. reglugerðar ESB nr. 1169/2011.  Um það hvernig merkja skal upprunaland eða upprunaland í slíkum tilfellum er nánar fjallað um í reglugerði ESB nr. 2018/775 (innleidd með 636/2021).

Uppfært 31.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?