Fara í efni

Innköllun matvæla, fóðurs og matvælasnertiefna

Hér eru leiðbeiningar til fyrirtækja þegar vara er tekin af markaði og þegar hún er innkölluð:

Ábyrgð stjórnenda fyrirtækja er að gera tafarlaust ráðstafanir til að stöðva dreifingu matvæla, fóðurs og matvælasnertiefna., taka vörur af markaði (withdraw) og innkalla (recall) frá neytendum ef þörf er á, ef þeir hafa vitneskju um að varan sé ekki örugg. Einnig þarf að tilkynna aðgerðir til lögbærra eftirlitsaðila heilbrigðiseftirlits (HES) eða Matvælastofnunar (MAST). Ef varan er komin til neytanda skal upplýsa þá með fréttatilkynningu sem birtist í helstu fjölmiðlum. Fyrirtækin geta haft samráð við eftirlitsaðila varðandi innköllun og gerð fréttatilkynninga.

  • Dæmi um vörur sem teknar eru af markaði getur verið t.d.: vegna merkingar tungumáls eða rangrar næringargildismerkingar.
  • Dæmi um vörur sem þarf að innkalla geta verið t.d.: Salmonella í kjúklingum og ef ofnæmisvaldar eru ekki merktir á umbúðir matvæla.

Framkvæmd innköllunar og þegar vara er tekin af markaði

  • Verklag um innköllun þarf að vera til staðar í fyrirtækinu og hverjir eru ábyrgir.
  • Tafarlaust skal gera ráðstafanir til að taka umrædd matvæli, fóður og matvælasnertiefni af markaði.
  • Ef fyrirtækið er ekki framleiðandi eða innflytjandi þá skal láta viðkomandi framleiðanda eða innflytjanda vita. Rekjanleiki skal vera eitt skref fram og eitt skref aftur.
  • Senda þarf tilkynningu um innköllun (t.d með tölvupósti) til allra dreifingaraðila og viðskiptavina sem hafa fengið vöruna. Fyrirtækið þarf að fá staðfestingu á móttöku tilkynningar.
  • Athugið að varan þarf að vera vel merkt og aðskilin inn á lager frá öðrum vörum.
  • Upplýsingar um magn innkallaðrar vöru þurfa að berast til fyrirtækisins og aðgerðir s.s endurmerkingar, endursendingar eða förgun.
  • Senda þarf út fréttatilkynningu til að upplýsa neytendur innan 24 klst frá því að framkvæmd innköllunar hefst á helstu fréttamiðla og viðeigandi samtaka. Sýnishorn af tilkynningum um innköllun má finna í fréttasafni Matvælastofnunar. Ef fréttatilkynning berst ekki innan 24 klst þá mun eftirlitsaðili birta fréttatilkynningu um innköllunina.

Upplýsingar sem senda þarf til eftirlitsaðila

Upplýsingar sem skal senda strax til eftirlitsaðila (HES eða MAST-sem við á):

  • Vörumerki
  • Vöruheiti
  • Lýsing á vöru
  • Framleiðandi
  • Innflytjandi
  • Framleiðsluland
  • Rekjanleikaupplýsingar: Lotunúmer/geymsluþolsmerking (best fyrir / notist eigi síður en eða síðasti notkunardagur)
  • Strikanúmer
  • Geymsluskilyrði (kælivara/frystivara)
  • Dreifingarlisti ( nákvæman lista allra sem hafa fengið vöruna afhenda, heimilisfang, magn, dagsetningu og lotunúmer).
  • Ástæða innköllunar: (dæmi: Salmonella í kjúklingi, vanmerktar vörur vegna ofnæmis- og óþolsvalda, glerbrot í sultukrukku). Fylgiskjöl (m.a. mynd af vöru, rannsóknarvottorð, fréttatilkynning).
  • Einnig er gott að setja tilkynninguna á heimasíðu fyrirtækisins og jafnvel á áberandi stað í verslun. (ensku, pólsku, tælensku) með upplýsingum um ástæður þess að varan var tekin af markaðnum.
  • Símanúmer/tölvupóstur tengiliðar fyrirtækisins.
  • Magn innkallaðra vöru.
  • Staðfesting um förgun, endursendingu eða aðra notkun á vörunum.
  • Fréttatilkynningu sem send var til fjölmiðla

Fréttatilkynning

Í fréttatilkynningu fyrirtækis skal eftirfarandi koma fram:

  • Lýsandi yfirskrift t.d. „Vanmerktur kjúklingaréttur innkallaður“ eða „Glerbrot í orkustykki“
  • Vöruheiti, lotunúmer, best fyrir dagsetning, strikamerking, fyrirtækjanafn, innflytjandi
  • Dreifing, hvert var vörunni dreift
  • Ábyrgðaraðili ásamt heimilisfangi
  • Ástæða innköllunar
  • Hver er hættan
  • Ráð til neytenda hvað á að gera við vöru (henda, skila til verslunar)
  • Nafn fyrirtækis sem innkallar vöruna
  • Tengiliður (símanúmer, netfang, heimilisfang)

Fréttatilkynningin er send til helstu fjölmiðla og samtaka. Dæmi: frettir@ruv.is, frett@mbl.is, ritstjorn@dv.is, ritstjorn@visir.is, frettir@stod2.is, ao@ao.is

Gögn um innköllun

Mikilvægt er að geyma öll gögn sem viðkemur innköllun og skrá atburðarásina.

  • Upplýsingar um innkallaða vöru.
  • Samskipti við eftirlitsaðila (bréf, tölvupóstur, fax og símtöl).
  • Samskipti í tölvupóstum/símtölum til dreifingaraðila og annarra viðskipavina.
  • Fréttatilkynningu.
  • Svör og viðbrögð frá dreifingaraðilum og viðskipavinum.
  • Staðfesting um förgun*, endursendingu eða aðrar notkun á vörunum.
      *Í vissum tilvikum þarf eftirlitsaðili að fylgja vörunni til eyðingar. Staðfesting frá Sorpu

Lög og reglur

  • Lög um matvæli nr. 93/1995 og reglugerð nr. 102/2010 (Evrópureglugerð nr. 178/2002)
  • 8. grein laga um matvæli nr. 93/1995 og 14. grein reglugerðar nr. 102/2010 fjalla um öryggi matvæla, 19. grein reglugerðarinnar fjallar um innköllun og gr. 30 heimilar stöðvun á starfsemi s.s. markaðssetningu ef grunur leikur á að matvæli séu heilsuspillandi.
  • Lög og reglugerð um fóður (lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri áburði og sáðvöru. Reglugerð nr. 102/2010 (178/2002/EB) gr. 11 til 20. í fylgiskjali 1. og í II viðauka reglugerðar nr. 107/2010 (183/2005/EB).
  • Reglugerðum matvælasnertiefni (reglugerð nr. 374/2012)
  • Sjá lög og reglugerðir á starfssviði Matvælastofnunar
Uppfært 01.03.2024
Getum við bætt efni síðunnar?