Fara í efni

Skipurit

Í innra skipulagi MAST er verkefnum skipt milli tveggja megin fagsviða, sem eru annars vegar Neytendavernd og hins vegar Dýraheilsa. Síðan eru stoðsvið fyrir Samhæfingu og Rekstur. Gæðamál heyra beint undir Samhæfingu og þá rekur stofnunin Markaðsstofu og sex Umdæmisstofur. 

Skipurit Matvælastofnunar

Starfsfólk MAST hefur menntun á ýmsum sérsviðum. Við umdæmisstofur starfa héraðsdýralæknar og eftirlitsdýralæknar og á aðalskrifstofu starfa sérgreinadýralæknar að verkefnum sem tengjast heilbrigði og velferð dýra. Matvælafræðingar og næringarfræðingar starfa á sviði Neytendaverndar við matvælaöryggi og neytendamál, kjötmat og einnig stjórnsýslu í samvinnu við lögfræðinga stofnunarinnar. Þá hefur MAST líffræðinga með sérmenntun á sviði dýraeftirlits, plöntuheilbrigðis, sáðvara, fóðurmála og áburðareftirlits. Á komandi árum má síðan gera ráð fyrir að stofnunin hafi aukna þörf fyrir sérmenntað starfsfólk á framangreindum sviðum því verkefnum MAST fjölgar í takt við auknar kröfur sem gerðar eru á sviði dýra- og plöntuheilbrigðis og sívaxandi áherslu sem lögð er á dýravelferð, matvælaöryggi og neytendavernd.

Uppfært 05.09.2019
Getum við bætt efni síðunnar?