Fara í efni

Skipurit

Skipurit Matvælastofnunar

Skipurit stofnunarinnar er byggt á lögum nr. 30/2018 og reglugerð um Matvælastofnun. Fagsvið og stoðsvið eru undir daglegri stjórn sviðsstjóra undir yfirstjórn forstjóra, sem fer með faglega og rekstrarlega ábyrgð á stofnuninni. Þegar vísað er til yfirstjórnar, þá nær það til forstjóra og sviðsstjóra.

Yfirstjórn vinnur að áætlanagerð og samhæfingu starfa og verkefna sem stofnunin er ábyrg fyrir og annast einnig samskipti við samstarfsráð, sem starfar við stofnunina samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/2018 um Matvælastofnun.

Skipuritið gerir ráð fyrir nánu og virku samstarfi milli starfseininga vegna faglegra og rekstrarlegra þátta. Þetta á jafnt við um svið, umdæmi og starfseiningu forstjóra, þar sem starfa upplýsingafulltrúi, gæða-, mannauðs- og fjármálastjóri. Umdæmisstofur eru undir stjórn yfirdýralæknis (sviðsstjóra Dýraheilsu), en daglegur rekstur þeirra er í höndum héraðsdýralækna. Megin verkefni starfseininga eru tilgreind hér:

Starfseining forstjóra

 • Fjármálastjórnun, mannauðsmál, gæðamál, miðlun upplýsinga og ábyrgð á áætlanagerð og eftirliti með rekstri.
 • Skipulag á almennri fræðslu, símenntun, þjálfun starfsmanna og umsjón með upplýsingamálum og gerð og viðhaldi heimasíðu. Fagleg þjálfun starfsmanna er þó á ábyrgð hvers sviðs og þeirra sem fara með faglega stjórn, yfirumsjón eða samhæfingu eftirlits.
 • Ábyrgð á gerð umfangsmikilla samstarfs- og þjónustusamninga og greiningu á rekstrarlegum þáttum vegna almennra þjónustukaupa, rannsókna, eftirlits og dýralæknaþjónustu.
 • Annast gæðamál í samstarfi við gæðaráð og hafa umsjón með gæðahandbók og gerð verklagsreglna, vinnulýsinga og annarra gagna sem henni tengjast.
 • Umsjón með ábendingakerfi og úrvinnslu gagna sem því tengjast og ábyrgð á innri úttektum.

Samhæfing og þjónusta

 • Fara með mál vegna laga og reglna, þ.m.t. stjórnsýslu- og upplýsingalaga.
 • Annast skuldbindingar vegna alþjóðasamninga og tengsl við alþjóðastofnanir vegna þeirra, s.s. innleiðingar á löggjöf og vegna annarra samskipta og ytri úttekta eftirlitsstofnana.
 • Vinna við samhæfingu eftirlits, þ.e. að eftirlit sé áhættumiðað, skoðunarhandbækur séu notaðar og að niðurstöður séu skráðar, teknar saman, greindar og árangur metinn. Þessu skal ná fram með vöktun á leyfisveitingum, eftirlitsskoðunum og eftirfylgni.
 • Vinna við áhættu- og frammistöðuflokkun og skráningu og úrvinnslu eftirlitsgagna.
 • Annast gerð landsbundinnar eftirlitsáætlunar í samræmi við kröfur þar um og vinna að samræmingu á matvælaeftirliti hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga þannig að framkvæmdin sé með sama hætti á landinu öllu.
 • Ábyrgð á stoðþjónustu, skjalavörslu, bókhaldi, launavinnslu, tölvumálum, gagnagrunnum og öðrum aðstöðu- og samskiptamálum.
 • Sjá um álagningu stjórnvaldssekta og sinna stjórnsýslu varðandi þvingunarúrræði sem beitt er af hálfu stofnunarinnar.
 • Fræðsla og endurmenntun vegna framangreindra þátta.

Dýraheilsa

 • Fara með dýravelferð, dýraheilbrigði, dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, auk frumframleiðslu dýraafurða.
 • Annast almennar sóttvarnir, gerð viðbragðsáætlana, dýralyfjamál og eftirlit með heilbrigðisþjónustu við dýr.
 • Eftirlit og skimun súna, sýklalyfjaónæmis og efnaleifa í dýrum og dýraafurðum, þar með talin áætlanagerð og söfnun og miðlun upplýsinga.
 • Fara með stjórn kjötmats, daglegs eftirlits í sláturhúsum og eftirlits með fóðri og áburði.
 • Annast faglega stjórn á þessum málaflokkum hjá Umdæmisstofum og faglegt samstarf við svið Markaðsmála vegna inn- og útflutnings dýra og tiltekinna dýraafurða og með í ráðum við áætlanagerð og þegar erfið eða umfangsmikil úrlausnarefni koma upp.
 • Veita Umdæmisstofum og sviði Markaðsmála ráðgjöf og þjónustu þegar eftir því er leitað, vinna að samhæfingu á störfum og þjálfun, fræðslu og símenntun starfsmanna.
 • Útgáfa leyfa og umsagna um leyfi til dýralækna eða annarra heilbrigðisstarfsmanna dýra.
 • Ábyrgð á starfsemi og samhæfingu teyma sem starfa að framangreindum málum.

Neytendavernd og fiskeldi

 • Veiting leyfa til sláturhúsa og matvælafyrirtækja sem vinna matvæli úr dýraafurðum og reglubundið áhættumiðað eftirlit með þeim hvað varðar, húsnæði og innra eftirlit þeirra.
 • Útgáfa rekstrarleyfa vegna fiskeldis, ræktunarleyfa vegna skeldýraræktar og eftirlit með búnaði og rekstri þeirra.
 • Eftirlit með aflameðferð og fiskiskipum.
 • Faglegt samstarf við svið Markaðsmála vegna sérleyfismarkaða og með í ráðum við áætlanagerð og þegar erfið eða umfangsmikil úrlausnarefni koma upp vegna inn- og útflutnings.
 • Leiðbeina matvælafyrirtækjum og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga um lög og reglur á sviði matvæla og neysluvatns.
 • Þátttaka í rannsókn á matarbornum sjúkdómum í samstarfi við önnur stjórnvöld.
 • Þjálfun, fræðsla og símenntun starfsfólks í matvælaeftirliti. 
 • Skipulagning eftirlitsverkefna og sýnatöku matvæla í samstarfi við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.

Markaðsmál

 • Umsjón með inn- og útflutningseftirliti dýra, dýraafurða, matvæla, plantna og sáðvara.
 • Stuðla að aðgengi að mörkuðum utan EES fyrir íslenskar dýraafurðir og fara með útgáfu heilbrigðisvottorða vegna útflutnings afurða til viðkomandi ríkja í samvinnu við önnur svið stofnunarinnar.
 • Fara með stjórn landamærastöðva og þar með eftirlit með innflutningi afurða frá þriðju ríkjum.
 • Eftirlit með innflutningi dýra og staðfesting heilbrigðisvottorða vegna útflutnings dýra.
 • Verkefni vegna samevrópskra tilkynningakerfa vegna flutnings dýra og hættulegra matvæla og fóðurs á markaði.
 • Annast tilkynningar til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um hættulegar vörur á markaði og samræma innkallanir þegar nauðsyn krefur.
 • Eftirlit með plöntuheilbrigði. 

Umdæmisstofur

 • Eftirlit með frumframleiðslu, matvælavinnslu á frumframleiðslustað, sláturdýrum og sláturafurðum (daglegt eftirlit í sláturhúsum).
 • Eftirlit með heilbrigði, merkingu, aðbúnaði og velferð dýra, auk eftirlits með lyfjanotkun og skráningum vegna búfjár og eftirlits með fóðri á býlum.
 • Annast framkvæmd sóttvarnaaðgerða og varnir gegn smitsjúkdómum dýra og framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppræta þá eða stöðva útbreiðslu þeirra.
 • Sjá um samskipti við heilbrigðisstarfsmenn dýra og skipulag bakvakta dýralækna, auk verkkaupa og eftirfylgni vegna þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi dýralækna.
 • Taka þátt í starfi eftirlitsteyma eftir þörfum og annast einnig verkefni í öðrum umdæmum þegar þörf er á og eftir því sem við á.
 • Annast önnur verkefni sem stofnuninni eru falin og tiltekin verkefni vegna inn- og útflutnings á verksviði stofnunarinnar.
Uppfært 02.11.2020
Getum við bætt efni síðunnar?