Fara í efni

Skipurit

Skipurit stofnunarinnar varpar ljósi á mikilvægi einnar heilsu og byggir á lögum nr. 30/2018 og reglugerð um Matvælastofnun. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Yfirdýralæknir fer með faglega yfirstjórn málefna er lúta að málefnum dýraheilbrigðis, -velferðar, lyfjanotkunar og súna, auk slátrunar og afurða dýra. Fagsvið og stoðsvið eru undir daglegri stjórn sviðsstjóra sem bera ábyrgð á sínum sviðum undir yfirstjórn forstjóra. Þegar vísað er til yfirstjórnar, þá nær það til forstjóra, yfirdýralæknis og sviðsstjóra. Yfirdýralæknir er staðgengill forstjóra.

Yfirstjórn vinnur að áætlanagerð og samhæfingu starfa og verkefna sem stofnunin er ábyrg fyrir og annast einnig samskipti við samstarfsráð, sem starfar við stofnunina samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/2018 um Matvælastofnun.

Skipuritið gerir ráð fyrir nánu og virku samstarfi milli starfseininga vegna faglegra og rekstrarlegra þátta. Þetta á jafnt við um svið, deildir, umdæmi og skrifstofu forstjóra, þar sem starfa yfirdýralæknir, gæðastjóri og mannauðsstjóri. Umdæmisstofur eru undir stjórn sviðsstjóra Vettvangseftirlits, en daglegur rekstur þeirra er í höndum héraðsdýralækna. Megin verkefni starfseininga eru tilgreind hér:

Starfseining forstjóra

 • Yfirstjórnun stofnunarinnar.
 • Yfirumsjón einnar heilsu.
 • Mannauðsmál og gæðamál.
 • Annast gæðamál í samstarfi við gæðaráð og hafa umsjón með gæðahandbók og gerð verklagsreglna, vinnulýsinga og annarra gagna sem henni tengjast.
 • Ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd innri úttekta.
 • Útgáfa leyfa til dýralækna og dýrahjúkrunarfræðinga, auk úrvinnslu tilkynninga þar um. Úrvinnsla kvartana vegna dýralæknisþjónustu er lýtur að faglegum þáttum.
 • Annast þjónustusamninga við dýralækna í dreifðum byggðum landsins.

Samhæfing

 • Fara með skipulag faglegra málefnasviða stofnunarinnar, þ.m.t. söfnun og miðlun gagna, gerð leiðbeininga og áætlana.
 • Vinna við samhæfingu eftirlits, þ.e. að eftirlit sé áhættumiðað, skoðunarhandbækur séu notaðar og að niðurstöður séu skráðar, teknar saman, greindar og árangur metinn. Þessu skal ná fram með vöktun á leyfisveitingum, eftirlitsskoðunum og eftirfylgni.
 • Skráning og/eða útgáfa leyfa til annarra heilbrigðisstarfsmanna dýra en dýralækna og dýrahjúkrunarfræðinga og útgáfa hæfisskírteina.
 • Eftirlit með og skimun fyrir súnum, sýklalyfjaónæmi og efnaleifum í dýrum og dýraafurðum.
 • Vinna við áhættu- og frammistöðuflokkun eftirlitsþega ásamt skráningu og úrvinnslu eftirlitsgagna.
 • Annast gerð landsbundinnar eftirlitsáætlunar.
 • Vinna að samræmingu á matvælaeftirliti hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga.
 • Leiðbeina hagaðilum um lög og reglur á sviði Matvælastofnunar.
 • Þátttaka í rannsóknum á málefnasviðum Matvælastofnunar.
 • Þjálfun, fræðsla og símenntun starfsfólks í opinberu eftirliti á málefnasviðum stofnunarinnar.
 • Annast tilkynningar til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um hættulegar vörur á markaði og samræma innkallanir þegar nauðsyn krefur.
 • Fara með stjórn kjötmats.

Fiskeldisdeild

 • Útgáfa rekstrarleyfa vegna fiskeldis, ræktunarleyfa vegna skeldýraræktar ásamt eftirliti með búnaði og rekstri þeirra.
 • Útgáfa flutningsleyfa og heilbrigðisvottorða vegna eldisfisks og hrogna.
 • Eftirlit með velferð og sjúkdómum í fiskeldi.

Inn- og útflutningsdeild

 • Umsjón með inn- og útflutningseftirliti dýra, dýraafurða, matvæla, plantna og sáðvara.
 • Stuðla að aðgengi að mörkuðum utan EES fyrir íslenskar dýraafurðir.
 • Útgáfa heilbrigðisvottorða vegna útflutnings afurða til ríkja utan EES.
 • Fara með stjórn landamærastöðva og eftirlit með innflutningi afurða frá ríkjum utan EES.
 • Vöktun á alþjóðlegum tilkynningakerfum vegna matvæla og fóðurs.
 • Eftirlit með plöntuheilbrigði.

Vettvangseftirlit

 • Veiting leyfa til sláturhúsa og matvælafyrirtækja sem vinna matvæli úr dýraafurðum.
 • Reglubundið eftirlit með matvælafyrirtækjum sem vinna matvæli úr dýraafurðum, frumframleiðslu, sláturdýrum og sláturafurðum.
 • Eftirlit með heilbrigði, merkingu, aðbúnaði og velferð dýra, auk eftirlits með lyfjanotkun og skráningum vegna búfjár og eftirlits með fóðri á býlum.
 • Stýra sóttvarnaaðgerðum og vörnum gegn smitsjúkdómum dýra.
 • Skipulag bakvakta dýralækna, auk verkkaupa og eftirfylgni vegna þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi dýralækna.
 • Eftirlit með aflameðferð og fiskiskipum.

Stjórnsýsla

 • Fer með og ber ábyrgð á lögfræðilegum álitaefnum er snúa að starfsemi stofnunarinnar, þ.m.t. yfirumsjón með undirbúningi og gerð umsagna vegna lagafrumvarpa, annarra þingmála, stjórnsýslufyrirmæla og annarra lögfræðilegra afgreiðsluerinda sem stofnuninni berast.
 • Sinnir stoðþjónustu/ráðgjöf við starfsmenn varðandi lögfræðileg álitaefni.
 • Fer með og ber ábyrgð á samskiptum við erlendar stofnanir vegna löggjafar er varðar EES samninginn og vegna úttekta erlendra eftirlitsstofnana með starfsemi stofnunarinnar.
 • Sinnir álagningu stjórnvaldssekta og almennri stjórnsýslu varðandi þvingunarúrræði sem beitt er af hálfu stofnunarinnar.
 • Annast útgáfu leyfa til dýratilrauna.

Upplýsingatækni og rekstur

 • Ábyrgð á gerð umfangsmikilla samstarfs- og þjónustusamninga.
 • Greining á rekstrarlegum þáttum vegna almennra þjónustukaupa, rannsókna og eftirlits.
 • Ábyrgð á stoðþjónustu, skjalavörslu, bókhaldi, launavinnslu, upplýsingatæknimálum, gagnagrunnum og öðrum skrifstofu og tæknibúnaði.
 • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana.
 • Stjórnun og uppbygging stafrænna lausna.
Uppfært 26.08.2022
Getum við bætt efni síðunnar?