Fara í efni

Merking og skráning nautgripa

Eftirfarandi kröfur gilda um skráningu og merkingu nautgripa:

  1. Merkja skal alla nautgripi sem er á ábyrgð umráðarmanns til að tryggja rekjanleika búfjárafurða frá upprunahjörð. 
  2. Skrá skal öll dýr hjarðar í sérstaka hjarðbók í gagnagrunninn Huppu. Árlega þarf að skila haustskýrslu um búfjáreign rafrænt á www.bustofn.is fyrir 20. nóvember.
  3. Kálfa skal merkja með plötumerki í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu. Kálfar, sem slátrað er innan 20 daga frá fæðingu, skulu einnig merktir með viðurkenndu plötumerki áður en þeir eru fluttir frá búinu í sláturhús.
  4. Merki skulu vera viðurkennd af Matvælastofnun.
  5. Óheimilt er að nota númer sem þegar eru í notkun innan hjarðarinnar.
  6. Uppfylla þarf reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár.
Uppfært 11.11.2019
Getum við bætt efni síðunnar?