Fara í efni

Hefur þú áhuga á starfi hjá Matvælastofnun?

Hjá Matvælastofnun starfa rúmlega 90 manns í föstu starfi. Matvælastofnun er þekkingarvinnustaður þar sem stærsti einstaki hópurinn er dýralæknar og matvælafræðingar, líffræðingar og annað náttúruvísindafólk er stór hluti starfsmanna, en u.þ.b. 90% starfsfólks er með háskólamenntun. Um helmingur starfsmanna hefur starfsstöð í höfuðstöðvunum á Selfossi, rúmur fjórðungur í Hafnarfirði og annað starfsfólk dreifist hringinn í kringum landið.

Áhersla er lögð á teymisvinnu, bæði til að tryggja að þekking dreifist og varðveitist innan stofnunar og til að tryggja faglega endurgjöf og stuðning við starfsfólk. Matvælastofnun hefur jafna kynjaskiptingu og er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem áhersla er lögð á jafnrétti, sveigjanleika, fjölbreytni og heilbrigðan lífsstíl.

Uppfært 03.02.2020
Getum við bætt efni síðunnar?