Fara í efni

Ytri úttektir

Úttektir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)

Eftirlitsstofnun EFTA ber skylda til þess samkvæmt EES samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríki hans (þ.e EFTA ríkin) innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hann gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis, dýravelferðar o.fl..

Úttektir ESA 2025:

    • Opinbert eftirlit með öryggi fóðurs og fóðurframleiðslu 10. - 19. mars 2025
    • Öryggi matvæla m.t.t. aðskotefna og örvera 08. - 17. september 2025
    • Innflutningseftirlit með lífrænni framleiðslu 10. - 14. nóvember 2025

Skrifborðsúttektir 2025:

  • Aðskotaefni - sýnatökuáætlanir vegna efnaleifa (lyfja- og varnarefnaleifa) og mengunarefna - ótímasett
  • Mat á frammistöðu eftirlitskerfa með lífrænni framleiðslu með skoðun á gögnum sem Ísland leggur fram - ótímasett
  • Tilnefning á nýjum landamærastöðvum - framkvæmd skv. beiðni
  • Eftirfylgni með úrbótum / úrbótatillögum sem sendar eru ESA

Undirbúningur heimsókna er í höndum stjórnsýslusviðs MAST sem veitir nánari upplýsingar ef óskað er en nánari upplýsingar má finna undir flipanum Eftirlitsniðurstöður / Eftirlit ESA.

Ítarefni

Uppfært 22.01.2025
Getum við bætt efni síðunnar?