Fara í efni

Ytri úttektir

Eftirlitsheimsóknir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)

Eftirlitsstofnun EFTA ber skylda til þess samkvæmt EES samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríki hans (þ.e EFTA ríkin) innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hún gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektarheimsóknum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis og dýravelferðar.

Á síðustu árum hefur stofnunin komið í að jafnaði 3-4 heimsóknir á ári til Íslands. Þrjár heimsóknir eru á áætlun 2019. Á fyrri hluta ársins verður 1 heimsókn,úttekt á eftirliti með fisksjúkdómum í eldisfiski og hollustuháttaeftirliti með lifandi samlokum. Á seinni hluta ársins eru fyrirhugaðar 2 úttektir, annarsvega á eftirliti með kjöt- og mjólkurframleiðslu og hins vegar lífrænni ræktun.

  • Fiskeldi og LBM 11.-20. mars (8 dagar) 
  • Kjöt og mjólk 14-23. október (8 dagar)
  • Lífræn framleiðsla 2.-6. desember (5 dagar)

Undirbúningur heimsókna er í höndum samhæfingarsviðs MAST sem veitir nánari upplýsingar ef óskað er.

Ítarefni

Uppfært 26.08.2019
Getum við bætt efni síðunnar?