Gjaldskrá Matvælastofnunar
Reglubundið og annað eftirlit
Reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem hafa verið áhættuflokkuð
Greitt er fyrir eftirlit sem framkvæmt er á staðnum og fyrir hvern hafinn stundarfjórðung.
- Áhættuflokkað eftirlit, tímagjald - 23.375 kr.
Reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem hafa ekki verið áhættuflokkuð
- Sáðvara, framleiðsla, gæðavottun og/eða sala - 65.450 kr.
- Sáðvara, eftirlit með sölu innanlands - 60.775 kr.
- Framleiðsla á umbúðum úr viði - 32.725 kr.
- Áburður, framleiðsla lífræns áburðar úr aukaafurðum dýra - 88.825 kr.
- Áburður, framleiðsla lífræns áburðar úr öðru en aukaafurðum dýra - 37.400 kr.
- Matfiskeldi, framleiðsla, < 25 tonn á ári - 18.700 kr.
- Matfiskeldi, framleiðsla, 25-50 tonn á ári - 28.050 kr.
- Matfiskeldi, framleiðsla, > 50 tonn á ári - 37.400 kr.
- Klakstöð/seiðaeldi, < 100.000 seiði - 23.375 kr.
- Klakstöð/seiðaeldi, > 100.000 seiði - 37.400 kr.
Annað eftirlit
Falli reglubundið eftirlit með fyrirtækjum ekki undir 1. (áhættuflokkuð) eða 2. mgr. (starfsemi skv. töflu) skal greiða eftirlitsgjald skv. 9. gr., tímagjald. Það á einnig við um vinnu vegna leyfisveitinga, eftirfylgniskoðana, eftirlits vegna ábendinga/kvartana, umbeðið eftirlit, úttekta o.fl. Fjöldi tíma er m.t.t. eftirlits á staðnum, ferðatíma, undirbúnings og frágangs.
- Tímagjald dagvinna (08:00-17:00) - 9.350 kr.
- Tímagjald yfirvinna (17:00-08:00) - 13.815 kr.
Akstursgjald
Akstursgjald fylgir hverri eftirlitsheimsókn, óháð fjarlægð.
- Akstursgjald - 3.300 kr.
Útgáfa/endurnýjun starfsleyfis
Af leyfisskyldri starfsemi skal greiða gjald fyrir útgáfu/endurnýjun leyfis.
- Útgáfa/endurnýjun starfsleyfis - 9.350 kr.
Fóður
- Skráning fóðurs - 4.675 kr.
- Skráning fóðurfyrirtækis - 4.675 kr.
- Viðbótarskráning fóðurs - 9.350 kr.
Árlegt eftirlitsgjald vegna opinberra eftirlitssýna í fóðri
Gjaldið er greitt á 6 mánaða fresti, fyrir tímabilin janúar - júní og júlí - desember. Gjaldið byggir á áhættuflokkun fóðurframleiðslufyrirtækis.
- Fyrirtæki í áhættuflokki 2 - 764.729 kr.
- Fyrirtæki í áhættuflokki 3 - 409.676 kr.
- Fyrirtæki í áhættuflokki 4 - 300.429 kr.
- Fyrirtæki í áhættuflokki 5 - 218.494 kr.
- Fyrirtæki í áhættuflokki 7 - 60.086 kr.
- Fyrirtæki í áhættuflokki 8 - 40.285 kr.
Inn- og útflutningur
Greiða skal gjald vegna vinnu við inn- og útflutning:
- Útflutningur dýraafurða, allt að 5,0 kg. - 2.688 kr.
- Útflutningsvottorð dýraafurða umfram 5,0 kg - 6.545 kr.
- Útflutningsvottorð á heyi - 6.545 kr.
- Útflutningsskoðun hrossa pr. dýr - 6.389 kr.
- Útflutningsvottorð, sjávarafurðir - 4.675 kr.
- Útflutningsvottorð, lifandi hrogn - 4.675 kr.
- Útflutningsvottorð, lifandi seiði - 4.675 kr.
- Útflutningur plantna og plöntuafurða, þar með talið viðarumbúðir og fræ - 4.675 kr.
- Innflutningseftirlit, notaðra landbúnaðartækja - 32.725 kr.
- Innflutningseftirlit, sæði hunda - 9.350 kr.
- Innflutningseftirlit, hundar og kettir - 37.400 kr.
- Innflutningseftirlit, önnur gæludýr - 9.350 kr.
- Innflutningseftirlit, með sáðvöru (s.s. fræ og sáðkorn), utan EES - 9.350 kr.
- Innflutningseftirlit, áburður, 1-5 tegundir í sendingarnúmeri - 1.403 kr.
- Innflutningseftirlit, áburður, 6-10 tegundir í sendingarnúmeri - 2.337 kr.
- Innflutningseftirlit, áburður, yfir 10 tegundir í sendingarnúmeri - 2.805 kr.
- Innflutningseftirlit, áburður, skráning áburðarinnflytjanda - 4.675 kr.
- Innflutningseftirlit, áburður, skráning áburðartegundar, hver tegund - 4.675 kr.
- Afgreiðsla tilkynninga um innflutning fóðurs fyrir dýr til matvælaframleiðslu - 4.675 kr.
- Afgreiðsla tilkynninga um innflutning fóðurs fyrir gæludýr - 4.675 kr.
- Útflutningseftirlit, sauðfjársæði - 4.675 kr.
- Útflutningsáritun, hundar og kettir - 1.904 kr.
Gjald fyrir annað inn- og útflutningseftirlit:
- Tímagjald dagvinna (08:00-17:00) - 9.350 kr.
- Tímagjald yfirvinna (17:00-08:00) - 13.815 kr.
- Akstursgjald - 3.300 kr.
Eftirlitsgjald vegna aðskotaefnamælinga
Greiða skal eftirlitsgjald vegna aðskotaefnamælinga í mjólk, eggjum og lagardýrum samkvæmt framlögðum framleiðslumagnstölum framleiðenda á hverju sex mánaða tímabili, annars vegar janúar - júní og hins vegar júlí - desember
Upplýsingar um framleiðslumagn skulu hafa borist Matvælastofnun eigi síðar en 15 dögum eftir lok tímabils og berist upplýsingar ekki innan tilskilins frests skal Matvælastofnun innheimta eftirlitsgjald samkvæmt áætluðu framleiðslumagni.
- Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í mjólk, á hverja þúsund lítra - 74 kr.
- Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í eggjum, fyrir hvert framleitt tonn - 643 kr.
- Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í lagardýrum, fyrir hvert framleitt tonn af lagardýrum/óslægðum fiski hjá eldisstöðvum - 492 kr.
Gjald fyrir umsókn um rekstrarleyfi í fiskeldi
Umsókn um rekstrarleyfi í fiskeldi er ekki tekin til afgreiðslu fyrr en gjald fyrir umsókn um rekstrarleyfi í fiskeldi (ný umsókn, breytt tegund eða stækkun) er greitt
- 1. flokkur - landeldi B/C* flokkur (51 klst.) - 476.850 kr.
- 2. flokkur - landeldi A* flokkur (62 klst.) - 579.700 kr.
- 3. flokkur - sjókvíaeldi annað B/C* flokkur (76 klst.) - 710.600 kr.
- 4. flokkur - sjókvíaeldi annað A* flokkur (86 klst.) - 804.100 kr.
- 5. flokkur - sjókvíaeldi laxfiskar B/C* flokkur (118 klst.) - 1.103.300 kr.
- 6. flokkur - sjókvíaeldi laxfiskar A* flokkur (158 klst.) - 1.477.300 kr.
*A flokkur á við þegar framkvæmdir eru háðar mati á umhverfisáhrifum hjá Skipulagsstofnun, en B og C flokkur er ekki háður slíku mati.
Fyrir aðra vinnu vegna rekstrarleyfa fiskeldis, meðal annars endurnýjun rekstrarleyfis, framsal, breytingu á staðsetningu búnaðar innan starfssvæðis o.fl., skal greitt tímagjald. Hið sama gildir um eftirlit í fiskeldi.
- Tímagjald dagvinna (08:00-17:00) - 9.350 kr.
- Tímagjald yfirvinna (17:00-08:00) - 13.815 kr.
- Akstursgjald - 3.300 kr.
Orkudrykkir og önnur matvæli með íblönduðu koffíni
Eftirfarandi gjöld gilda um umsóknir fyrir framleiðslu, markaðssetningu eða innflutning matvæla með íblönduðu koffíni:
- Tímagjald - 9.350 kr.
Matvælastofnun innheimtir gjald vegna forskoðunar á umsóknar fyrir framleiðslu, markaðssetningu eða innflutnings matvæla með íblönduðu koffíni. Gjaldið samanstendur af móttöku umsóknarinnar, forskoðun, ákvörðun um áhættumat og umsýslu.
- Forskoðun - 18.700 kr.
Áhættumat
Matvælastofnun innheimtir í kjölfar forskoðunar, gjald vegna mats á áhættu, skoðunar á áhættumati, umsýslu og útgáfu leyfis. Kostnaður fer eftir því hvort og til hve margra utanaðkomandi sérfræðinga þarf að leita til við áhættumatið.
- Mat Matvælastofnunar á áhættu (8 klst.) - 74.800 kr.
- Mat Matvælastofnunar á áhættu - sams konar vara áður skoðuð (4 klst.) - 37.400 kr.
- Mat áhættu og mat á umsögn/-um ytri aðila (4 klst.) - 37.400 kr.
- Endurmat/-skoðun á áhættumati frá stjórnvaldi annars ríkis (4 klst.) - 37.400 kr.
- Ritun rökstuðnings vegna ákvörðunar (2 klst.) - 18.700 kr.
- Umsögn frá Rannsóknarstofu HÍ í næringarfræðum (8 klst.) - 98.400 kr.
- Umsögn frá embætti landlæknis (8 klst.) - 80.000 kr.
- Umsögn frá Rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræðum (8 klst.) - 115.864 kr.
Gjaldskrár Matvælastofnunar á vef Stjórnartíðinda
Gjaldtakan byggir á:
- Gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar nr. 220/2018.
- Gjaldskrá fyrir framleiðslu, markaðssetningu eða innflutning matvæla með íblönduðu koffíni nr. 211/2018
- Gjaldskrá vegna vinnslu og heilbrigðiseftirlits með hvalaafurðum nr. 210/2018
Sé munur á gjöldum setningu á þessari síðu og í útgáfu Stjórnartíðinda, gildir hið síðarnefnda.