Fara í efni

Fiskur til ESB

Lagarafurðir og lagareldisafurðir sem vísað er til í (a), (b), (c) og (e) í Annex I, (sjá töflu hér að neðan) sem eru markaðssettar til neytenda eða stóreldhúsa í Evrópusambandslöndum verða að uppfylla kröfur um merkingar samkvæmt IV. kafla reglugerðar ESB nr. 1379/2013, sem gjarnan er kölluð CMO reglugerð, þ.e. Regulation (EU) No 1379/2013 of the European Parliament and of the Council of 11 December 2013 on the common organisation of the markets in fishery and aquaculture products, amending Council Regulations (EC) No 1184/2006 and (EC) No 1224/2009 and repealing Council Regulation (EC) No 104/2000.

Þessi reglugerð er ekki í EES samningnum og er ekki til í opinberri þýðingu. Hún gildir ekki hér á landi.

Samkvæmt CMO reglugerðinni  er skylt að merkja vörurnar með eftirfarandi,  sbr. 35. grein:

  • Verslunarheiti og vísindaheiti  sjá 37. grein í reglugerðinni
    Vísindaheiti skal vera samkvæmt FishBase Information System eða  ASFIS gagnagrunni FAO
    Verslunarheiti (Commercial designation)
    – listi á að vera til í hverju aðildarríki. Dæmi: Bretland,  Frakkland.
  • Framleiðsluaðferð
    Merkja á hvort fiskurinn er „Veiddur í sjó“, „Veiddur í ferskvatni“ eða „Eldisfiskur“
    þó má sleppa því fyrir sjávarafurðir ef það er ljóst af  merkingum að þær koma úr sjó.
  • Veiði- eða eldissvæði.
    Varðandi afurðir úr fiski veiddum úr sjó (skv. fyrri hluta a-liðar í 38. Grein):
    Heiti svæðishluta FAO svæðis, t.d.
    Icelandic Grounds (Division Va)
    og heiti slíks svæðis sett fram á skiljanlegan hátt fyrir neytendur, 
    eða kort eða  táknmynd sem sýnir svæðið 
  • Veiðarfæri
    Merkja á veiðarfæri  samkvæmt 1. dálki í Annex III við reglugerðina
  • Hvort varan er uppþídd (sjá þó undantekningar í d-lið 1.tl. í 35. grein)
  • Geymsluþolsdagsetning

Í 39. grein reglugerðarinnar eru atriði, sem merkja má valfrjálst.

Merkingar og aðrar upplýsingar á þessum vörum verða einnig að uppfylla ákvæði reglugerðar ESB nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda (sem gjarna er kölluð FIC reglugerð, en sums staðar FIR reglugerð), svo og atriði í reglugerð nr. 104/2010 (ESB reglugerð nr. 853/2004) um auðkennismerki og framleiðsludag frystra afurða eftir því sem við á.

Tafla: Úr Annex I við reglugerð ESB nr. 1379/2013.
Hér má sjá fyrir hvaða afurðir merkingarákvæði CMO reglugerðarinnar gilda.

CN code

Description of the goods

(a)

0301

Live fish

0302

Fish, fresh or chilled, excluding fish fillets and other fish meat of heading 0304

0303

Fish, frozen, excluding fish fillets and other fish meat of heading 0304

0304

Fish fillets and other fish meat (whether or not minced), fresh, chilled or frozen

(b)

0305

Fish, dried, salted or in brine; smoked fish, whether or not cooked before or during the smoking process; flours, meals and pellets of fish, fit for human consumption

(c)

0306

Crustaceans, whether in shell or not, live, fresh, chilled, frozen, dried, salted or in brine; crustaceans, in shell, cooked by steaming or by boiling in water, whether or not chilled, frozen, dried, salted or in brine; flours, meals and pellets of crustaceans, fit for human consumption

0307

Molluscs, whether in shell or not, live, fresh, chilled, frozen, dried, salted or in brine; aquatic invertebrates other than crustaceans and molluscs, live, fresh, chilled, frozen, dried, salted or in brine; flours, meals and pellets of aquatic invertebrates other than crustaceans, fit for human consumption

(e)

1212 20 00

– Seaweeds and other algae

 

Skilgreining úr reglugerð ESB nr. 853/2004, sem innleidd er með íslenskri reglugerð nr. 104/2010:

Fishery products  = Lagarafurðir: öll sjávar- og ferskvatnsdýr (nema lifandi samlokur, lifandi skrápdýr, lifandi möttuldýr og lifandi sæsniglar og öll spendýr, skriðdýr og froskar), bæði villt og alin og öll æt form, hlutar og afurðir slíkra dýra. 

Uppfært 06.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?