Fara í efni

Vatnsveitustyrkir

Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla þar sem svo háttar til að hagkvæmara er að  mati sveitastjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004. Heimild þessi er skv. reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016, með síðari breytingum.

Skilyrði

  • Þessi heimild nær til allra lögbýla í landinu þar sem landbúnaður er stundaður í þeim mæli að talist geti búrekstur eða þáttur í búrekstri.
  • Að umsækjandi hafi ÍSAT-númer í búnaðargjaldsskyldri búgrein.
  • Að umsækjandi hafi virðisaukanúmer.

Önnur ákvæði

  • Undanskildar eru þær jarðir og jarðarhlutar sem liggja innan skipulagðra þéttbýlissvæða sveitarfélaga.
  • Framlög eru ekki veitt vegna framkvæmda á lögbýlum sem hafa ekki verið setin í tvö ár eða lengur næst á undan framkvæmdarári, eða eru nytjuð frá öðrum lögbýlum nema byggingar á jörðinni séu nytjaðar til búrekstrar sem krefst aðgangs að vatni eða fyrir liggi heimild til stofnunar lögbýlis þar skv. jarðarlögum, nr. 84/2004 með síðari breytingum.
  • Heimilt er að veita framlög, þar sem svo háttar til að vatnsveita þjónar bæði lögbýli og fasteignum sem ekki falla undir reglugerð nr. 180/2016, í réttu hlutfalli við eignarhald.

Umsókn og fylgigögn

Umsóknum um styrk skal skila inn rafrænt til Matvælastofnunar fyrir 1. mars á framkvæmdaári. Sótt er um í þjónustugátt MAST. Opnað er fyrir umsóknir frá 1. febrúar ár hvert.

  • Þjóni vatnsveitan fleiri lögbýlum skal tilgreina um slíkt í umsókninni. Taki önnur lögbýli þátt í kostnaði vegna framkvæmdarinnar skal skila inn sér umsókn fyrir hvert lögbýli.

Með umsókn skal fylgja:

  • Mat úttektaraðila á þörf býlisins fyrir viðkomandi framkvæmd.
  • Staðfest kostnaðar- og framkvæmdaráætlun.
  • Teikningar sé um byggingar að ræða.
  • Umsögn viðkomandi sveitastjórnar um að skilyrði 1. mgr. 1. gr. reglugerðar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016 sé uppfyllt.

Fyrir 1. maí skal Matvælastofnun hafa lokið yfirferð umsókna og leggja mat á hvort að þær uppfylli skilyrði þess að vera styrkhæfar. Umsækjendum er tilkynnt um niðurstöðu matsins og setur jafnframt þau skilyrði um tæknilegan frágang vatnsveitu sem hún telur nauðsynleg.

  • Ef ráðast þarf tafarlaust í vatnsveituframkvæmd, s.s. vegna þess að vatnsból þornar í náttúruhamförum eða af öðrum ástæðum, er umsókn metin gild ef hún berst fyrir 15. nóvember á framkvæmdaári, enda fylgi staðfesting úttektaraðila Matvælastofnunar á að framkvæmd hafi verið nauðsynleg og kostnaður ekki umfram það sem eðlilegt getur talist.

Úttekt á vatnsveituframkvæmd

Úttektir á framkvæmdum umsækjenda, staðfestar af úttektaraðila Matvælastofnunar, skulu berast stofnuninni fyrir 20. nóvember á framkvæmdarári. Framkvæmdum skal lokið þegar úttekt fer fram.

Eftirfarandi gögn skal úttektaraðili senda á mast@mast.is með tilvísun í umsókn framkvæmdaraðila:

  • Staðfestingu á úttekt
  • Afrit af reikningum vegna framkvæmdarinnar

Úttektarmaður skal, með samanburði við lýsingu og/eða teikningar sem fylgdu umsókn, fullvissa sig um að verkið sé unnið í samræmi við það sem lýst var í umsókn og eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt.

Vatnsveituframkvæmdum telst lokið:

  • Er pípur hafa verið grafnar í jörðu og einangraðar eins og fyrir er mælt í verklýsingu.
  • Að gengið hefur verið frá vatnsbóli þannig að yfirborðsvatn komist ekki í það eða viðeigandi hreinsibúnaði hefur verið komið fyrir, sé þörf á að nota yfirborðsvatn.

Athugið!

  • Ef óskað er eftir framlagi vegna framkvæmda sem ekki hafa verið teknar út fyrir 20. nóvember skal sótt um það að nýju vegna framkvæmda næsta árs. Sama gildir hafi framkvæmdum verið frestað milli ára.

Úttektaraðilar

Búnaðarsamband Suðurlands - Sími 480-1800
  • Gunnar Ríkharðsson - Sími 480-1833/895-4365 / Netfang gunnar@bssl.is
  • Sveinn Sigurmundsson - sveinn@bssl.is
Búnaðarsamtök Vesturlands - Sími 437-1215 / Netfang bv@bondi.is
  • Anton Torfi Bergsson - Sími 892-0517 / Netfang atb@bondi.is
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda
  •  Guðfinna Lára Hávarðardóttir - Sími 451-2602 / Netfang bhs@bondi.is
Búnaðarsamband Skagfirðinga
  • Eiríkur Loftsson - Sími 516-5000 / Netfang el@rml.is
  • Kristján Óttar Eymundsson - Sími 516-5000 / Netfang koe@rml.is
  • Sigurlína Erla Magnúsdóttir - Sími 516-5000 /Netfang sigurlina@rml.is
Búnaðarsamband Eyjafjarðar - Sími 460-4477 / Netfang bugardur@bugardur.is
  • Sigurgeir B. Hreinsson - Sími 460-4472/863-1356 / Netfang sigurgeir@bugardur.is
Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga
  • Valþór Freyr Þráinsson - Sími 846-9857 / Netfang valthorfreyr@gmail.com
Búnaðarsamband Austurlands
  • Jóhann Gísli Jóhannsson - Sími 893-9375 / joibreidi@gmail.com

 

Greiðsla framlags

Í lok hvers árs sendir Matvælastofnun tillögur til ráðherra um úthlutun framlaga vegna einstakra framkvæmda á því ári. Ráðgjafarnefnd ráðherra skal gefa ráðherra umsögn um tillögur Matvælastofnunar áður en tekin er ákvörðun um úthlutun.

  • Hámarksframlag vegna einstakra framkvæmda má nema allt að 44% stofnkostnaðar við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa, þ.e. kostnaðar við vatnsupptöku, þar með talin borun eftir vatni, dælur, vatnsgeyma og leiðslu frá vatnsbóli að bæjarvegg. Þóknun fyrir úttekt á vatnsveituframkvæmdum telst jafnframt til stofnkostnaðar.
  • Heildarfjárhæð framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er að hámarki 31,6 mkr. ár hvert.

Ef Matvælastofnun telur að framkvæmdarkostnaður eða einstakir kostnaðarliðir hafi farið fram úr því sem eðlilegt getur talist skal hún miða við lægri fjárhæð í tillögum sínum til ráðherra. Framkvæmdaraðila er tilkynnt um allar slíkar breytingar og gefinn hæfilegur frestur til að veita skýringar.

Matvælastofnun annast greiðslur framlaga til framkvæmdaraðila og eru framlög vegna framkvæmda á næstliðnu ári greidd eigi síðar en 15. febrúar ár hvert.

 Taxtar fyrir eigin vinnu og notkun eigin véla

 

2024

 
Eigin vinna, þar með talin vélavinna:  5.145 kr.
Dráttarvél, án manns:  8.035 kr.
Traktorsgrafa, án manns:  10.230 kr.

 

Uppfært 31.01.2024
Getum við bætt efni síðunnar?