Fara í efni

Innflutningur landbúnaðartækja

Innflutningur notaðra landbúnaðarvéla og tækja (og búnaðar sem notaður hefur verið í tengslum við landbúnað, dýr, dýraafurðir eða dýraúrgang) er bannaður skv löggjöf um dýrasjúkdómavarnir. Þó er mögulegt, undir eftirliti Matvælastofnunar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um þrif og sótthreinsun, að flytja inn slíkar vélar. Skilyrði þau sem þá eru sett fram geta verið mismunandi eftir því um hvers konar vél er að ræða, hvaðan hún kemur o.s.frv.

Innflytjandi skal tilkynna um fyrirhugaðan innflutning á ofangreindum vélum/tækjum í gegnum þjónustugátt (umsókn nr. 10.01). Áður en vélin er flutt inn skal hún þrifin eins vel og kostur er og sótthreinsuð. Sótthreinsunin skal vottuð af opinberum dýralækni. Vottorðið og myndir af vélinni skulu fylgja tilkynningu. Innheimt er fyrir eftirlit með innflutningi á notuðum búnaði skv. gjaldskrá MAST.

Ítarefni

Uppfært 14.11.2023
Getum við bætt efni síðunnar?