Fara í efni

Póstsending stöðvuð

Tollgæslan hefur eftirlit með póstsendingum til landsins. Sendingar sem innihalda vörur sem lúta eftirliti Matvælastofnunar eru stöðvaðar. Í slíkum tilfellum getur innflytjandi/viðtakandi óskað eftir því að umræddri vöru verði annað hvort fargað, hún endursend eða að skorið verði úr því af Matvælastofnun hvort varan er heimil.

Óski viðtakandi eftir því að málið verði tekið til skoðunar hjá Matvælastofnun skal hann tilkynna sendinguna í þjónustugátt MAST með eyðublaði nr. 7.01 Póstsendingar einstaklinga með eftirlitsskyldum vörum. Þar skal skrá umbeðnar upplýsingar og hengja við fylgiskjöl; vörureikning og annað sem við á.

Í tilkynningu 7.01 skal velja einn af eftirfarandi vöruflokkum, eftir því sem við á:

  • Áburður
  • Fóður
  • Fræ
  • Fæðubótarefni
  • Matvæli
  • Dýralækningaáhöld
  • Dýravörur
  • Plöntur
  • Veiðiminjar
  • Annað

Áburður

Fóður

Fræ

Matvæli sem innihalda dýraafurðir

Matvæli sem innihalda ekki dýraafurðir

Lifandi plöntur

Veiðiminjar

Annað

 

 

Uppfært 30.04.2025
Getum við bætt efni síðunnar?