Fara í efni

Kröfur til fóðurframleiðslu

Til að framleiða fóður þarf:

  1. Starfsleyfi frá Matvælastofnun
  2. Gæðahandbók og innra eftirlit samþykkt af Matvælastofnun
  3. Merkingar og skráningu sem tryggir rekjanleika afurða

Ath. Aðrar kröfur gilda um fóðurframleiðslu bænda

Nánari upplýsingar:

Starfsleyfi

Matvælastofnun skal halda skrá (starfsleyfi) yfir alla þá sem framleiða hér á landi eða flytja inn fóðurvörur. Fyrirtæki sem flytja inn eða framleiða, selja eða nota hér á landi fóðurvörur sem innihalda aukefni þurfa sérstaka heimild frá Matvælastofnun. Heimildin fæst fullnægi þau kröfum sem gerðar eru í reglugerð. Allar fóðurvörur sem fluttar eru til landsins, framleiddar eða er pakkað hér á landi ber að tilkynna til Matvælastofnunar sem skráir þær og staðfestir skráningu skriflega. 

Innra eftilit

Stjórnendur fóðurfyrirtækja bera ábyrgð á öryggi þess fóðurs sem  fyrirtækið framleiðir og að framleiðslan uppfylli þær lögbundnu kröfur sem gerðar eru til framleiðslu, vinnslu og dreifinga fóðurs. Þeir skulu sannprófa að þessum kröfum sé fullnægt með virku innra eftirliti. Innra eftirlit fyrirtækisins skal miðast við eðli  og umfang starfseminnar. Kröfur til framleiðslu fóðurs eru hliðstæðar kröfum við framleiðsu matvæla og í sumum tilfellum eru kröfurnar meiri eins og t.d. með hámarksmagn ýmissa aðskotaefna.

Merkingar

Samkvæmt lögum og reglugerð um notkun og markaðssetninu fóðurs mega merkingar á umbúðum fóðurs ekki vera villandi fyrir kaupendur vörunnar, sérstaklega hvað varðar eiginleika fóðursins, samsetningu, geymsluþol og fleira. Einnig má ekki taka fram eiginleika sem ætla má að allt sambærilegt fóður hafi.

Merkingar skulu vera greinilegar, auðlæsilegar og á opinberu máli þess lands þar sem varan er seld.  Gæludýrafóður má þó merkja á öðrum norrænum málum eða ensku, enda sé kaupendum tryggð skrifleg íslensk þýðing við kaup vörunnar.

Fyrirtæki eða einstaklingar sem setja fóður á markað eru jafnframt ábyrg fyrir merkingum þess.

Í merkingum eða leiðbeiningum með fóðri má ekki taka fram að það lækni, komi í veg fyrir eða lini ákveðna sjúkdóma eða heilsufarsvandamál.

Hér að neðan má finna upplýsingar um lögboðnar kröfur um merkingar á fóðri.

 

Uppfært 17.04.2024
Getum við bætt efni síðunnar?