Fara í efni

Lífræn framleiðsla

Löggjöf Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu gildir hérlendis.  Markmið hennar er að leiða til sjálfbærrar ræktunar, fjölbreytileika í úrvali hágæðavöru, umhverfisverndar, líffræðilegrar fjölbreytni, dýravelferðar, trúverðugleika og neytendaverndar. Löggjöfin nær yfir allt ferlið, frá öflun aðfanga til ræktunar, vinnslu, skjalfestingar á ferli hráefna í gegnum vinnslu og innflutnings vottaðra vöru frá þriðju ríkjum. Þannig er reynt að girða fyrir svindl hvað varðar merkingu lífrænna vöru.

Lífræn vottun og eftirlit er hjá sjálfstætt starfandi vottunarstofum sem starfa undir eftirliti Einkaleyfastofunnar.  Vottunarstofan Tún er eini aðilinn sem hefur faggildingu til að votta lífræna framleiðslu á Íslandi. 

Heimildir fyrir undanþágum

Í reglugerð 477/2017 um lífræna ræktun er að finna ýmsar heimildir til veitingar undanþágu frá reglum um lífræna ræktun. 

Heimild í reglugerð EU/889/2008 Undanþága varðar
36.grein 2.tl Afturvirk viðurkenning á aðlögun lands.
39.grein Tjóðrun dýra
40.grein Samhliða framleiðsla ekki vottuð lífræn
42.grein Notkun ólífrænt alinna dýra
43.grein Notkun ólífrænt ræktaðs fóðurs úr landbúnaði
44.grein Notkun ólífræns bývaxs
45.grein Notkun fræs eða plöntufjölgunarefnis sem ekki er framleitt samkvæmt lífrænu framleiðsluaðferðinni
46.grein Sérstök vandamál í tengslum við að halda lífrænt alið búfé
47.grein Viðbrögð við hamförum
Viðauki VIII Notkun aukefna, (E250 og E252)
Annað Heimildir í rlg. EU/834/2007

Undanþágubeiðnir 

Vottaðir aðilar og aðilar í aðlögun að lífrænni ræktun geta sótt um undanþágu í gegnum þjónustugátt Mast umsokn.mast.is Tveir umsóknarferlar eru þar:

4.40 „Umsókn um notkun á hefðbundnu fræi eða útsæði til lífrænnar ræktunar“ 
4.41 „Umsókn um undanþágu skv. heimild í reglum um lífræna framleiðslu“

Alltaf skal bíða með sáningu þar til undanþága hefur fengist. Ef það er ekki gert, gæti komið til þess að viðkomandi uppskera missi vottun.

Fyrirkomulag vottunar og eftirlits með lífrænni framleiðslu:

  1. Framleiðandi lífrænna afurða skal tilkynna um starfsemi sína til faggiltrar vottunarstofu fyrir lífræna framleiðslu
  2. Atvinnurekendur skulu miðla þeim viðbótarupplýsingum sem vottunarstofa telur nauðsynlegar til að halda uppi virku eftirliti með starfsemi þeirra.
  3. Vottunarstofa vottar lífræna framleiðslu og annast eftirlit með atvinnurekendum sem markaðssetja vörur sínar með lífrænni vottun.
  4. Vottunarstofa skal tryggja að endurnýjuð skrá með nöfnum og heimilisföngum atvinnurekenda sem eftirlitskerfið gildir um sé aðgengilegt fyrir þá sem hagsmuna eiga að gæta.
  5. Hver sá atvinnurekandi sem fer að ákvæðum löggjafarinnar og greiðir framlag sitt vegna eftirlitskostnaðar vottunarstofu skal hafa aðgang að eftirlitskerfi hennar.
  6. Einkaleyfastofan faggildir vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu og annast eftirlit með þeim.
  7. Matvælastofnun fer með eftirlit með innflutningi lífrænna afurða frá þriðju löndum.

Tún heldur skrá yfir aðila sem hafa fengið vottun. Vottunarstofa

Vottunarskrá – Lífrænn landbúnaður

Ítarefni

Uppfært 20.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?