Fara í efni

Merkingar umbúða

Efni og hlutir sem sérstaklega eru ætluð fyrir matvæli skulu vera auðkennd með einhverju af eftirfarandi:

  • Textanum "fyrir matvæli";
  • Glas og gaffal merki; 
  • Leiðbeiningum um rétta notkun;
  • Vöruheiti sem gefur til kynna notkunarsvið t.d. "matvælapokar" eða "bökunarpappír".
Ef umbúðir eru nú þegar í snertingu við matvæli (þ.e. pökkuð matvæli) er ekki krafist sérstakrar merkingar. Ef varan er augljóslega eðli sínu samkvæmt ætluð fyrir matvæli, er ekki skylt að auðkenna hana á þennan hátt, t.d. kaffivél, diskar, pönnur og gaffall eða ef nafn vörunnar er nestispokar eða bökunarpappír.
 
Notkunarleiðbeiningar skulu fylgja þegar það er nauðsynlegt fyrir rétta meðhöndlun vörunnar.
 

Í þeim tilvikum þegar merkinga er krafist, skulu þær vera á íslensku, ensku eða norðurlandamáli öðru en finnsku. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að þessar upplýsingar komi einnig fram á öðrum tungumálum.

Vörur skulu merktar annaðhvort með skráðu vörumerki eða heiti/fyrirtækisheiti ásamt skráðu heimilisfangi framleiðanda, vinnslufyrirtækis eða seljanda.

Merkingar skulu vera áberandi, læsilegar og óafmáanlegar.

Í smásölu þurfa merkingar að vera a.m.k. á einum af eftirtöldum stöðum:

  • Á vörunni sjálfri;
  • Á umbúðum vörunnar;
  • Á merkimiða sem settur er á vöruna;
  • Á merkimiða sem settur er á umbúðir vörunnar;
  • Á skilti nálægt vörunni þannig að kaupandi sjái merkingar mjög auðveldlega.
Þegar um skráð vörumerki eða heiti/fyrirtækisheiti ásamt heimilisfangi er að ræða er aðeins heimilt að nota síðast talda kostinn í undantekningartilvikum, s.s. þegar ófært er af tæknilegum ástæðum við framleiðslu eða markaðssetningu, að merkja vöruna sjálfa, umbúðir eða nota merkimiða.
 

Á öðrum stigum dreifingar þurfa merkingar að vera a.m.k. á einum af eftirtöldum stöðum:

  • Á vörunni;
  • Á umbúðum vörunnar;
  • Á merkimiðum;
  • Í fylgiskjölum.
Uppfært 08.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?