Fara í efni

Málshraði

Matvælastofnun starfar samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993 og ber að afgreiða erindi sem henni berast í samræmi við ákvæði þeirra. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna skulu ákvarðanir í málum teknar svo fljótt sem unnt er.

Matvælastofnun hefur skilgreint almenn tímamörk fyrir afgreiðslu tiltekinna erinda eftir eðli þeirra og miðast þau við að öll gögn sem nauðsynleg eru til ákvarðanatöku liggi fyrir.

Málshraði er gefinn upp í dögum að frídögum meðtöldum að undanskildum málshraða undir fimm dögum.  

  • Almenn fyrirspurn                                                      Er svarað innan 5 virkra daga.
  • Beiðni um starfsleyfi eða önnur leyfi                       90 dagar (á ekki við rekstrarleyfi fiskeldis)
  • Umsögn til Lyfjastofnunar                                         15-30 dagar eftir eðli beiðninnar
  • Umsókn í þjónustugátt                                              Málshraði er skilgreindur fyrir hverja umsókn*

Ef fyrirséð er að afgreiðsla fyrirspurna geti tafist hjá stofnuninni er innsendandi upplýstur þar um. Ef stjórnsýslumál tefst er aðili máls upplýstur um það, greint frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta í samræmi við 3. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga.

*Frestir eru mismunandi eftir eðli umsóknar, 1 til 90 dagar að undanskilinni umsókn um skráningu/breytingu á afurðaheiti en þar er málshraði 200 dagar.

Tafir geta orðið á afgreiðslu erinda, fyrirspurna og umsókna á sumarleyfistíma.

Uppfært 01.10.2021
Getum við bætt efni síðunnar?