Fara í efni

Merking og skráning hrossa

Eftirfarandi kröfur gilda um skráningu og merkingu hrossa:

  • Öll hross, eldri en 10 mánaða, skulu vera skráð í gagnagrunninn WorldFeng
  • WorldFengur, upprunaættbók íslenska hestsins, er jafnframt opinber hjarðbók hrossa hér á landi
  • Eigandi er umráðamaður yfir hrossinu nema annað sé tekið fram og ber ábyrgð á skráningum hrossa í sinni eigu/umsjá og að þau séu örmerkt
  • Tilgreina skal sérstaklega umráðamann fyrir hross sem eru í sameign eða í eigu félaga og einnig fyrir hross sem eru í eigu fólks sem býr erlendis og ólögráða barna
  • Eigandi getur skráð annan aðila tímabundið sem umráðamann, sem t.d. hefur hrossið í hagagöngu/vetrarfóðrun eða þjálfun
  • Umráðamaður ber ábyrgð á að hestahaldið uppfylli ákvæði reglugerðar um velferð hrossa (910/2014)
  • Umráðamaður ber ábyrgð á skilum á skýrsluhaldi og haustskýrslu búfjáreftirlits

Matvælastofnun fer með eftirlit með merkingum og skráningum búfjár

  • Matvælastofnun veitir heilbrigðsstarfsmönnum dýra leyfi til örmerkinga hrossa
  • Skulu hafa lokið námskeiði sem viðurkennt er af Matvælastofnun 
  • Örmerkingamenn með gilt leyfi skulu skráðir í WF (MARK)
  • Aðeins má nota örmerki í hross hér á landi sem eru viðurkennd af Matvælastofnun
  • Söluaðilar skulu skráðir í WF (MARK)  Þeir mega eingöngu selja viðurkennd örmerki og til aðila sem hafa leyfi til örmerkinga hrossa
  • Söluaðilar skulu skrá upplýsingar um einstaklingsnúmer keyptra merkja (örmeringarnúmer) í WF (MARK)
  • Matvælastofnun hefur eftirlit með skráningu dýralækna á sjúkdómsgreiningum, læknisaðgerðum og meðhöndlun dýra með lyfseðilsskyldum lyfjum 
  • Listi yfir aðila sem leyfi hafa til að örmerkja hross
Uppfært 14.11.2023
Getum við bætt efni síðunnar?