Nýjar dýrategundir
Vegna innflutnings nýrra dýrategunda eða erlendra stofna tegunda sem fyrir eru í landinu eða framandi lífvera gilda annars vegar lög um innflutning dýra og hins vegar lög um náttúruvernd.
Afla þarf innflutningsleyfis bæði hjá Matvælastofnun og Náttúruverndarstofnun
Leyfi Matvælastofnunar
- Leyfi Matvælastofnunar byggist á 2., 4. og 5. gr. laga nr. 54/1990 um innflutning dýra.
- Með umsókn skal fylgja áhættumat sem umsækjandi hefur aflað hjá óháðum aðila varðandi sjúkdóma sem slíkur innflutningur getur haft í för með sér, sem umsækjandi hefur aflað hjá óháðum aðila.
- Áhættumatið skal framkvæmt í samræmi við viðurkennda alþjóðlega staðla og samninga sem Ísland er aðili að.
- Umsækjandi skal leggja fram slíkt áhættumat.
- Heimilt er að krefja innflytjanda um upplýsingar um heilbrigði, rannsóknir og meðhöndlun dýra eða erfðaefnis og hverjar aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að meta áhættu innflutnings.
- Matvælastofnun skal jafnramt afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins.
Leyfi Náttúruverndarstofnunar
- Leyfi Náttúruverndarstofnunar byggist á 63. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
- Með umsókn skal fylgja áhættumat sem umsækjandi hefur aflað hjá óháðum aðila varðandi það hvort viðkomandi lífverur séu ágengar og þeim áhrifum sem það kann að hafa á líffræðilega fjölbreytni.
- Umsókninni skal jafnframt fylgja greinargerð um þau áhrif sem gera má ráð fyrir að dreifing eða möguleg útbreiðsla dreifingarinnar hafi á lífríkið og líffræðilegan fjölbreytileika
Umsókn
Sækja skal um leyfi til innflutnings á nýrri dýrategund / framandi lífveru. Matvælastofnun framsendir umsóknir ásamt fylgigögnum til Náttúruverndarstofnunar til meðferðar samkvæmt lögum þessum. Náttúruverndarstofnun metur hvort umsókn um innflutningsleyfi falli undir lög þessi.
Umsókn um leyfi til innflutnings á framandi lífverum skal afgreidd samhliða umsókn til Matvælastofnunar um leyfi til innflutnings á grundvelli laga um innflutning dýra eða laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Hvor stofnun fyrir sig skal tilkynna umsækjanda hvort umsókn telst fullnægjandi. Þegar Matvælastofnun og Náttúruverndarstofnun hafa lokið vinnslu umsóknar skal tilkynna umsækjanda um niðurstöður beggja stofnana.