Fara í efni

Varnir gegn sjúkdómum í alifuglum - smitvarnir

Smitvarnir

Góðar smitvarnir á alifuglabúum (e. biosecurity) eru lykil að því að tryggja gott heilbrigði alifugla og heilnæmar afurðir.

Alþjóða Dýraheilbrigðisstofnun OIE gefur út Code sem er bók með almennum leiðbeiningar um hvernig skulu stuðla að heilbrigði dýra. Bók 1 nær til heilbrigði landdýra  (Terrestrial Animal Health Code, volume I).  Í henni má meðal annars finna upplýsingar um vöktun á dýrasjúkdómum en fyrir alifuglabændur eru sérstaklega áhugaverðar upplýsingar um sjúkdómavarnir í kafla 4 og um smitvarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum í kafla. 6.5.

Súnur í alifuglum

Súna er skilgreind sem allar tegundir sjúkdóma og/eða sýkinga sem beint eða óbeint geta smitast milli manna og dýra.

Með vöktun á súnum í alifuglum og afurðum þeirra er hægt að grípa til réttra og skilvirkra ráðstafana til að greina og verjast súnuvöldum á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar í því skyni að draga úr algengi þeirra og þeirri hættu sem ógnað gæti matvælaöryggi og lýðheilsu.

Eftirlit með salmonellu - sýnataka og frumvinnsla sýna 

Matvælastofnun gefur út landsáætlun um varnir og viðbrögð við salmonellu í alifuglum:

Leiðbeiningar um sýnatökur úr alifuglahópum vegna salmonellu samkvæmd tilvísunum sem fram koma í landsáætlun um varnir og viðbrögð við salmonellu í alifuglum:

Eftirlit með kampýlóbakter - sýnataka og frumvinnsla sýna 

Áætlun um eftirlit:

Leiðbeiningar um sýnatökur vegna kampýlóbakter samkvæmd tilvísunum sem fram koma í landsáætlun um varnir og viðbrögð við kampýlóbakter í alifuglum:

Sýni vegna eftirlits með salmonellu og kampýlóbakter skal senda á rannsóknastofu tilnefnda af MAST til að taka við sýnum til rannsókna. Öllum sýnum skal fylgja rannsóknarbeiðni sem er nákvæmlega fyllt út.

Niðurstöður vöktunar má finna hér.

Sjúkdómar í alifuglum

Uppfært 09.02.2023
Getum við bætt efni síðunnar?