Fara í efni

Hrár kjúklingur

Matvælastofnun vill minna á að þótt mikill árangur hafi náðst við að takmarka útbreiðslu kampýlóbakter og salmonellu í kjúklingum hér á landi þá er aldrei hægt að segja með fullri vissu að kjúklingur sem verið er að matreiða sé laus við þessar örverur. Það er því mikilvægt að kjúklingurinn sé meðhöndlaður og matreiddur á réttan hátt  

Uppþíðing/kæling 

  • Ávallt skal þíða kjúkling í kæliskáp til að koma í veg fyrir  fjölgun sjúkdómsvaldandi örvera (séu þær eru til staðar).
  • Þegar kjúklingur er þíddur upp eða geymdur í kælikáp er nauðsynlegt að tryggja að safi úr kjúklingnum berist ekki í önnur matvæli í kæliskápnum.

Handþvottur

  • Þvoið hendur áður en farið er að meðhöndla matvæli og á milli vinnslu mismunandi rétta og fyrir neyslu.

Krossmengun

  • Gæta skal þess að safi frá kjúklingi leki ekki á önnur matvæli.
  • Þrífa skal öll áhöld sem notuð eru við eldamennsku á kjúkling áður en þau eru notuð fyrir önnur matvæli.

Hitun

  • Mjög mikilvægt að gegnhita kjúklinginn við matreiðslu en þá er kjötsafinn í þykkasta bitanum orðinn tær og steikingahitamælir sýnir a.m.k. 75°C.

Sjá bæklinginn: Góð ráð við grillið.

Uppfært 07.10.2019
Getum við bætt efni síðunnar?