Fara í efni

Þörungaeitur í skelfiski

Matvælastofnun birtir hér eftirlitsniðurstöður á ræktunarsvæðum kræklings (bláskelja) fyrir þörungaeitur og eiturþörunga jafnóðum og þær koma í hús. Þessar niðurstöður segja til um hvort skel á tilteknu svæði sé neysluhæf og svæðið opið til nýtingar. Alla jafna ætti fólk ekki að tína villta skel til neyslu vegna hættu á þörungaeitrun, nema að staðfest sé að ekki séu eiturþörungar á svæðinu og/eða að eiturgreiningar sýni ótvírætt að skelin sé neysluhæf. 

Flestir þekkja munnmælin „það er óhætt að neyta kræklings sem tíndur er í mánuðum sem hafa „r“ í nafni sínu“. Þessi munnmæli eru ekki rétt. Hins vegar er rétt að sjaldan eru eitraðir þörungar til staðar í teljandi mæli í umræddum mánuðum. Ef kræklingur á tilteknu svæði er yfir mörkum í eitri að hausti, losnar hann sjaldnast við eitrið fyrr en þörungablóminn hefst aftur að vori og þá er hann ekki neysluhæfur allan veturinn. Ef hins vegar tiltekinn eitraður þörungur blómstrar einnig upp að vori þá helst eitrið í skelinni fram eftir sumri og jafnvel aftur fram á hausti. Það hefur t.d. verið raunin í Hvalfirði síðustu árin.

Fylgst er með eiturþörungum í sjó á fáeinum svæðum þar sem skelrækt fer fram. Niðurstöður greininga á eiturþörungum má einnig finna á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.
 
Hægt er að nýta sér niðurstöður þörungaeitursmælinga og talninga á eiturþörungum til að meta hvort óhætt sé að tína skel sér til matar, sjá töflu hér neðar "Svæði til Kræklingatínslu" og tengil hér að neðan "Niðurstöður vöktunar....". Einnig er hægt að skoða niðurstöður síðustu ára, sjá tengil "Yfirlit yfir niðurstöður eftilits með skelfiski..."
 

Á sumrin (maí til loka september) gilda niðurstöðurnar að hámarki í 10 daga og að vetrarlagi að hámarki í 4 vikur.

Nánari upplýsingar gefa Guðmundur Valur Stefánsson og Dóra S. Gunnarsdóttir hjá Matvælastofnun. 

Opnun / lokun ræktunar- og veiðisvæða 2019 (síðast uppfært: 03.09.2019)

Svæði til kræklingatínslu:

Svæði Flokkun Tegund Staða svæðis / athugasemdir
Hvalfjörður A Kræklingur Lokað

 

Ræktunarsvæði:

Svæði Flokkun Tegund Staða svæðis / athugasemdir
Breiðafjörður (Kiðey) A Kræklingur Lokað frá 05.09.2019
Breiðafjörður (Króksfjörður) A Kræklingur Lokað frá 05.09.2019
Faxaflói (Stakksfjörður) A Kræklingur Lokað
Steingrímsfjörður (Hella) A Kræklingur Lokað frá 30.06.2019
Saltvík (Húsavík) A Ostrur Lokað

 

Ítarefni

Uppfært 26.02.2020
Getum við bætt efni síðunnar?