Fara í efni

Bæklingar

Hér er að finna ýmist útgefið fræðsluefni Matvælastofnunar birt í tímaröð. Smellt er á mynd til að nálgast fræðsluefnið í heild sinni. 

Afrísk svínapest

Veggpjald - stöðvum afríska svínapest     Veggpjald - stöðvum afríska svínapest á ensku    

Veggspjöld (A3) á íslensku og ensku fyrir svínabændur um smitvarnir til að sporna við komu og útbreiðslu afrískrar svínapestar á Íslandi. 

Smellið á veggspjöldin til að opna þau.

Sýklalyfjaónæmi

Á eftirfarandi veggspjöldum eru dregnar fram upplýsingar um sýklalyfjaónæmi og hvað bændur og dýraeigendur geta gert í baráttunni við sýklalyfjaónæmi:

Veggspjald um sýklalyfjaónæmi           Veggspjald um sýklalyfjaónæmi

Fræðsluefni um EUROP-nautakjötsmat

Fræðsluefni um EUROP-nautakjötsmat

Kynningarefni vegna upptöku nýs kjötmats 1. júlí 2017 þar sem farið er yfir helstu þætti kjötmatsins og sýndar myndir af helstu holdfyllingar- og fituflokkum.

Stærð: A5 / A4

Merkingar matvæla - þessum upplýsingum átt þú rétt á

Merkingar matvæla - þessum upplýsingum átt þú rétt áBæklingur fyrir neytendur um merkingar matvæla. Tilgangur bæklingsins er að upplýsa neytendur um hvaða upplýsingar þeir eiga rétt á við kaup á matvörum til að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um þau matvæli sem þeir neyta. 

Matvælastofnun - hlutverk og stefna 2015-2020

Matvælastofnun - hlutverk og stefna 2015-2020Bæklingur sem tilgreinir hlutverk, framtíðarsýn, verkefni og gildi Matvælastofnunar. Í bæklingnum er lögð fram stefna stofnunarinnar fyrir árin 2015-2020.

Protect Icelandic animals from infectious diseases

Protect Icelandic animals from infectious diseasesLeiðbeiningar til ferðamanna um þær reglur sem gilda um innflutning dýraafurða, reiðfatnaðs og -tygja, veiðifatnaðs og -búnaðs til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu hérlendis og hindra að skæð smitefni berist í íslenska dýrastofna.

Innra eftirlit

Innra eftirlit matvælafyrirtækjaLeiðbeiningar til matvælafyrirtækja um þær kröfur sem gerðar eru til innra eftirlits. Fjallað er um tilgang, ábyrgð, hættur, góða starfshætti, skilgreiningar, löggjöf, flokkun fyrirtækja og leiðbeiningar faggreina.

Öskufall

ÖskufallLeiðbeiningar um viðbúnað fyrir, eftir og meðan á öskufalli stendur í kjölfar eldgoss. Í bæklingnum er að finna leiðbeiningar sem fylgja skal ef viðvörun um öskufall er gefin út, tilmæli um hvað gera skal meðan á öskufalli stendur og hvaða aðferðir eru árangursríkastar við hreinsun ösku að loknu gosi. 

Með allt á hreinu

Með allt á hreinuMeð allt á hreinu er endurútgefinn bæklingur um hollustuhætti við meðferð matvæla. Bæklingurinn er ætlaður starfsfólki sem meðhöndlar matvæli á einn eða annan hátt. Farið er yfir almennar umgengnisreglur, vinnufatnað, vinnuhlé og salernisferðir, örverur og hitastig, með það að markmiði að bæta hreinlæti og stuðla að auknu matvælaöryggi. Hér má finna bæklinginn á íslensku, ensku og pólsku:

Skelfiskur á matseðlinum

Skelfiskur á matseðlinumBæklingurinn er gefinn út í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun og fjallar um markaðsetningu á skelfiski, tegundir skelfiskeitrana og viðbrögð við skelfiskeitrun, notkun auðkennismerkja og eftirlit á skelfisksvæðum. 

Bæklingurinn er einkum ætlaður þeim sem selja og matreiða skelfisk.

Matvælastofnun

Bæklingur um MatvælastofnunÍ bæklingnum er fjallað um starfssemi Matvælastofnunar: Matvælaöryggi og neytendamál, heilbrigði og velferð dýra og stjórnsýslu og löggjöf. 

Hlutverk, helstu verkefni og framtíðarsýn koma fram, ásamt heimilisföngum, vefslóð, síma og bréfsíma.

Stóreldhúsaplakat

Áhættuþættir við matreiðslu - stóreldhúsaplakatPlakatið sýnir áhættuþætti í stóreldhúsum og fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja öryggan mat. Það er í A3 stærð, kósað og plastað. 

Koffín

Koffín bæklingurÍ bæklingnum er hámarkneysla barna og unglinga miðað við líkamsþyngd skilgreind, ásamt ráðlegum dagskammti fyrir fullorðna og fyrir barnshafandi konur. Fjallað er um hvaðan koffín kemur, í hvaða matvælum efnið er að finna og gefin dæmi um magn koffíns í hefðbundnum koffín-ríkum neysluvörum. Áhrif koffíns á líkamann eru tekin fyrir og farið sérstaklega í áhrif efnisins á börn, unglinga og barnshafandi konur. Að lokum kemur bæklingurinn inn á orkudrykki, koffín magn þeirra og áhrif neyslu þeirra með áfengum drykkjum.

Sælgæti og smáhlutir

Bæklingur um sælgæti og smáhluti sem fest geta í hálsiÁrlega eru mörg börn hætt komin hér á landi vegna aðskotahlutar í hálsi. Flest þessara barna eru yngri en 8 ára. Oftast stendur matur, sælgæti eða smáhlutir í hálsi barna.

Bæklingur þessi vekur athygli á þeirri hættu sem steðjar að börnum vegna sælgætis og smáhluta sem festast geta í hálsi og hvernig bregðast eigi við þegar losa þarf aðskotahlut úr öndunarvegi þegar ungbarn er annars vegar og barn eldri en eins árs hins vegar.

Matur og meðganga

Matur og meðganga - bæklingurRáðleggingar um mataræði fyrir konur sem hyggja á barneignir, barnshafandi konur, og konur með börn á brjósti.

Nánari upplýsingar um bæklinginn er að finna á vef Embættis landlæknis.

 Einblöðungar

Áhrif nýrrar matvælalöggjafar á matvælafyrirtæki„Áhrif nýrrar matvælalöggjafar á“:

Aðrir einblöðungar:

Eldra efni

Hér er að finna bæklinga sem gefnir voru út fyrir árið 2008 af forverum Matvælastofnunar.  Í sumum tilvikum hefur lógó verið skipt út fyrir lógó MAST: 

Umbúðir matvæla

Bæklingur um umbúðir matvælaBæklingur um umbúðir matvæla. Tilgangurinn með útgáfu bæklingsins er fyrst og fremst að fræða neytendur um rétta notkun umbúða, auk þess að vekja framleiðendur, innflytjendur og pökkunaraðila til umhugsunar.

Umbúðir matvæla er einn flokkur efna og hluta sem ætlað er að snerta matvæli, en efni og hlutir eru hvers konar umbúðir, ílát, tækja-búnaður, borðbúnaður og öll efni sem slíkir hlutir eru samsettir úr.

Góð ráð við grillið

Góð ráð við grilliðTilgangurinn með útgáfu bæklingsins er fyrst og fremst að koma með góð ráð fyrir neytendur sem finnst gaman að grilla. Í bæklingnum eru ýmsar ábendingar um hvernig er best er að undirbúa og meðhöndla hráefni og framreiða matinn til að koma m.a. í veg fyrir hættu á matarsýkingum.

Fæðubótarefni

Bæklingur um fæðubótarefniÍ bæklingnum er að finna leiðbeiningar um hvernig skuli bera sig að við markaðssetningu á fæðubótarefnum og þar af leiðandi tryggja öruggari vörur fyrir neytendur.

Varnir gegn matarsýkingum og matareitrunum

Varnir gegn matarsýkingum og matareitrunumBæklingur um bakteríur sem valda matarsýkingum og matareitrunum: Uppruni matarsýkinga, helstu sýklar, hreinlæti, hitameðferð, kæling og viðbrögð.

Litlar vatnsveitur

Litlar vatnsveiturBæklingurinn er ætlaður öllum þeim sem eiga litlar vatnsveitur s.s. bændur, sumarbústaðareigendur, félagasamtök og minni sveitarfélög. Bæklingurinn var liður í Átaki um hreint neysluvatn.

Í bæklingnum er sýnt hvernig á að bera sig að við val, hönnun og gerð lítilla vatnsveitna. Í honum er einnig gátlisti fyrir alla þá sem nú þegar eru með vatnsveitu Að lokum er bent á þá aðila sem þekkja til þessara mála og geta gefið frekari upplýsingar.

Fæðuofnæmi og fæðuóþol

Fæðuofnæmi og fæðuóþolÍ bæklingnum er að finna upplýsingar fyrir matreiðslufólk í skólamötuneytum. Fjallað er um mjólkurofnæmi, mjólkursykuróþol, eggjaofnæmi, hveitiofnæmi, glútenóþol og MSG-óþol.

Uppfært 09.03.2021
Getum við bætt efni síðunnar?