Fara í efni

Varnir gegn sjúkdómum í hrossum

Til að hindra útbreiðslu sjúkdóma þurfa hrossabændur að:

 1. Virða lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim
  - Bann við innflutningi lifandi dýra, fósturvísa og erfðaefnis
  - Bann við innflutningi á búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hrossa erlendis
  - Bann við innflutningi á óhreinum fatnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hrossa erlendis
 2. Kynna sér reglur um hreinsun og sótthreinsun reiðfatnaðar sem notaður hefur verið erlendis
  - Tryggja að erlendir gestir sem heimsækja hrossaræktarbú eða aðra hestatengda starfsemi hafi farið eftir þeim reglum við komuna til landsins
 3. Tilkynna tafarlaust grun um smitsjúkdóm til Matvælastofnunar eða starfandi dýralæknis
Uppfært 15.03.2021
Getum við bætt efni síðunnar?