Fara í efni

Svínahald

Svínabændur þurfa að uppfylla eftirfarandi kröfur:

  1. Um aðbúnað svína gilda lög um velferð dýra og reglugerð um velferð svína 
  2. Svínabændur eru matvælaframleiðendur og þá gilda lög um matvæli og gildandi reglugerðir þar um
  3. Fóðurframleiðsla fer fram á mörgum svínabúum og þá gilda lög um eftirlit með áburði, sáðvöru og fóðri og gildandi reglugerðum um fóðurframleiðslu
  4. Svínabændur eru ábyrgir fyrir skráningu upplýsinga um öll dýr hjarða sinna í sérstaka hjarðbók og skulu halda sjúkdóma- og lyfjaskráningar

Svínabóndi eða umráðamaður er ábyrgur fyrir því að lögum og reglum um velferð svínanna og framleiðslu matvæla og fóðurs sé fylgt.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því hvort lágmarkskröfum regluverks sé framfylgt. Eftirlitið skal vera byggt á áhættuflokkun sem er stöðugt í endurvinnslu.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að eftirlitsmaðurinn þarf ekki að gera boð á undan sér. Annars skal boða eftirlitið með eins stuttum fyrirvara og hægt er.

Svínabónda eða umráðamanni er skylt að veita eftirlitsmanni aðgang að öllum eftirlitsskyldum hlutum/svæðum búsins og þeim pappírum og tölvugögnum sem hann á að hafa eftirlit með.

Sjá einnig upplýsingar um hvernig eftirlitsheimsóknir fara fram.

Uppfært 19.11.2019
Getum við bætt efni síðunnar?