Tilkynningaskylda dýralækna
Dýralækni er skylt að tilkynna Matvælastofnun:
- þegar tilkynningarskyldur sjúkdómur greinist í dýrum:
Verði dýralæknir var við eða hafi hann grun um að upp sé kominn alvarlegur smitsjúkdómur í dýrum á starfssvæði hans skal hann gera nauðsynlegar bráðabirgðaráðstafanir til að staðfesta gruninn, hefta útbreiðslu sjúkdómsins og koma í veg fyrir tjón sem af honum getur leitt. Hann skal tafarlaust tilkynna Matvælastofnun um sjúkdóminn og gera í samráði við stofnunina ráðstafanir sem þurfa þykir.
- þegar hann hyggst hefja dýralæknisstörf og aðsetur starfsemi sinnar,
- flutning aðseturs,
- starfslok sem dýralæknir.
Dýralæknum, sem hefja störf á Íslandi, ber að kynna sér íslensk lög og reglur um dýralækningar. Heimilt er að gera kröfu í reglugerð um að dýralæknir búi yfir kunnáttu í íslensku eftir því sem við á hverju sinni, enda sé slík kunnátta talin nauðsynleg í starfi.