Fara í efni

Innflutningur

Innflutningur fóðurs er með ólíkum hætti eftir því hvort það er flutt inn frá landi innan EES eða utan EES (þriðja ríki), svo og hvort það inniheldur dýraafurðir eða hráefni sem er undir sérstöku eftirliti. Fóðurinnflytjandi og fóðurtegund skal vera skráð hjá Matvælastofnun áður en innflutningur á sér stað. 

Eftirlit með innflutningi fóðurs byggir á lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, reglugerð nr. 107/2010 um kröfur varðandi hollustuhætti sem varðar fóður  og reglugerðum ESB eins og við á m.t.t. EES samningsins. Þar að auki gilda ákvæði dýrasjúkdómalöggjafar um innflutning á heyi og hálmi (lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og reglugerð nr. 1250/2019 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

Skráning fóðurinnflytjanda

  1. Fóðurfyrirtæki (fóðurinnflytjandi) skal skráð hjá Matvælastofnun áður en fóður er flutt inn. Um er að ræða eftirlitsskylda starfsemi.
  2. Senda skal umsókn um skráningu fóðurfyrirtækis í þjónustugátt Matvælastofnunar – umsókn nr. 1.03

Skráning fóðurs

  1.  Allt fóður sem flutt er inn frá löndum utan EES skal skráð hjá Matvælastofnun áður en það er flutt til landsins.
  2. Lyfjablandað fóður, fóðuraukefni og forblöndur fóðuraukefna sem flutt eru inn frá löndum innan EES skal skráð hjá Matvælastofnun áður en það er flutt til landsins.
  3. Senda skal umsókn um skráningu í þjónustugátt Matvælastofnunar – umsókn nr. 1.02.
  4. Eftirfarandi skal fylgja umsókn um skráningu:
  • Innihaldslýsing fyrir vöruna þar sem fram kemur hráefnainnihald í fallandi röð hráefna og innihald aukefna ásamt efnagreiningu á fóðrinu.
  • Upplýsingar um framleiðanda og uppruna fóðursins og notkunarleiðbeiningar. Upplýsingarnar eiga að vera á íslensku, öðru norrænu máli eða ensku.
  • Hey / hálmur. Innflutningur á heyi, hálmi svo og fóðri sem inniheldur gras, hey eða hálm (þ.á.m. kögglað) er óheimill skv lögum nr. 25/1993. Þó er Matvælastofnun hemilt að leyfa innflutning enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum. Kröfur um vottun vegna innflutnings á fóðri sem inniheldur hey/hálm (hey/hálm - leiðbeiningar á ensku).

Innflutningur fóðurs frá þriðju ríkjum (lönd utan EES)

Fóður frá 3ju ríkjum sem inniheldur dýraafurðir

  • Viðeigandi heilbrigðisvottorð gefið út af yfirvöldum í útflutningslandi skal fylgja sendingu.
  • Sending skal skráð í Traces.
  • Sending skal koma til skoðunar á samþykkta landamæraeftirlitsstöð (BCP).
  • Nánari leiðbeiningar um innflutning frá þriðju ríkjum
  • Þegar innflutningurinn hefur verið samþykktur fær innflytjandi sent tilkynningarnúmer sem skrá skal í reit 14 á aðflutningsskýrslu.

Fóður frá 3ju ríkjum án dýraafurða sem fellur undir viðauka I við ESB reglugerð nr. 2019/1793

  • Á við um innihaldsefni frá tilteknum löndum utan EES sem tímabundið lúta auknu eftirliti (dæmi: jarðhnetur frá Bólivíu, gojiber frá Kína, okra frá Indlandi).
  • Sending skal skráð í Traces.
  • Sending skal koma til skoðunar á samþykkta landamæraeftirlitsstöð (BCP).
  • Tekin eru sýni úr sendingu á landamæraeftirlitsstöð.
  • Nánari upplýsingar um matvæli og fóður í viðaukum I og II við reglugerð ESB nr. 2019/1793
  • Þegar innflutningurinn hefur verið samþykktur fær innflytjandi sent tilkynningarnúmer sem skrá skal í reit 14 á aðflutningsskýrslu.

Fóður frá 3ju ríkjum án dýraafurða sem fellur undir viðauka II við ESB reglugerð nr. 2019/1793

  • Á við um innihaldsefni frá löndum utan EES sem geta innihaldið sveppaeiturefni, varnarefnaleifar, díoxín o.fl. (dæmi: hnetur frá Argentínu, sesamfræ frá Indlandi, þurrkaðar fíkjur frá Tyrklandi).
  • Viðeigandi heilbrigðisvottorð gefið út af yfirvöldum í útflutningslandi skal fylgja sendingu.
  • Rannsóknarniðurstöður skulu fylgja sendingu.
  • Sending skal skráð í Traces.
  • Sending skal koma til skoðunar á samþykkta landamæraeftirlitsstöð (BCP).
  • Nánari upplýsingar um matvæli og fóður í viðaukum I og II við reglugerð ESB nr. 2019/1793
  • Þegar innflutningurinn hefur verið samþykktur fær innflytjandi sent tilkynningarnúmer sem skrá skal í reit 14 á aðflutningsskýrslu.

Hey/hálmur eða fóður sem inniheldur hey/hálm/gras frá 3ju ríkjum

  • Viðeigandi heilbrigðisvottorð gefið út af yfirvöldum í útflutningslandi skal fylgja sendingu.
  • Sending skal skráð í Traces.
  • Sending skal koma til skoðunar á samþykkta landamæraeftirlitsstöð (BCP).

Fóður frá 3ju ríkjum án dýraafurða, sem inniheldur ekki hey/hálm/gras og fellur ekki undir viðauka II við ESB reglugerð nr. 2019/1793

  • Tilkynna skal um innflutning í þjónustugátt MAST, eyðublað nr 1.09
  • Þegar innflutningurinn hefur verið samþykktur fær innflytjandi sent tilkynningarnúmer sem skrá skal í reit 14 á aðflutningsskýrslu.

Innflutningur fóðurs frá EES ríkjum 

Lyfjablandað fóður, fóðuraukefni og forblöndur frá EES ríkjum

  • Tilkynna skal um innflutning í þjónustugátt MAST, eyðublað nr 1.09
  • Þegar innflutningurinn hefur verið samþykktur fær innflytjandi sent tilkynningarnúmer sem skrá skal í reit 14 á aðflutningsskýrslu.

Annað fóður frá EES en lyfjablandað fóður, fóðuraukefni og forblöndur fóðuraukefna

  • Ekki skal tilkynna innflutning. Eftirlit með slíkum vörum fer fram á markaði.
  • Í reit 14 á aðflutningskýrslu tollsins skal skrá EESVARA.

Hey / hálmur. 

Innflutningur fóðurs til einkanota (ekki til sölu eða dreifingar)

Innflutningur fóðurs frá þriðju ríkjum til einkanota

  • Óheimilt er að flytja inn til einkaneyslu matvæli sem innihalda dýraafurðir frá þriðju ríkjum, þ.e. löndum utan EES. Undanþegið banni er allt að 2 kg af sjúkrafóðri (sérfóður / e. dietetic feed) fyrir gæludýr sem nauðsynlegt er fyrir dýr í eigu viðkomandi vegna læknisfræðilegra ástæðna svo fremi sem varan sé í neytendapakkningum frá framleiðanda; hún geymist við stofuhita og innsigli órofið nema varan sé í notkun (t.d. ef um er að ræða farþega á ferðalagi).

Innflutningur fóðurs frá löndum innan EES til einkanota

  • Heimilt er að flytja inn frá löndum innan EES gæludýrafóður til einkanota (sem ekki er til sölu eða dreifingar) og á það bæði við um gæludýrafóður sem flutt er með pósti eða í farangri. Í slíkum tilfellum þarf viðkomandi ekki að vera skráður fóðurinnflytjandi. Reglur um tollfríðindi eiga við um slíkan innflutning. 
Uppfært 02.05.2022
Getum við bætt efni síðunnar?