Fara í efni

Innflutningur

Til að flytja inn fóður þarf:

 • Innflytjandi að vera skráður sem fóðurfyrirtæki
 • Aukefni, forblöndur aukefna og lyfjablandað fóður frá löndum innan EES skal skrá
 • Allt fóður sem kemur frá löndum utan EES skal skrá
 • Skráningarskylt fóður á að vera tilkynnt við innflutning

Gjald er tekið fyrir skráningar og tilkynningar samkvæmt gjaldskrá Matvælastofnunar.

Nánari upplýsingar:

Skráning fóðurfyrirtækis

Innflytjendur fóðurs ber að skrá  fyrirtæki sín og skráningarskylt fóður hjá Matvælastofnun skv. lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Bændur sem framleiða gróffóður til notkunar á eigin búum eru þó undanþegnir skráningu. Sótt er um skráningu í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Matvælastofnunar.

Skráning fóðurs

 1. Fyllið út eyðublaðið „Skráning nýs fóðurs“ sem finna má á þjónustugátt á heimasíðu Matvælastofnunar . Sækja þarf um hverja einstaka fóðurtegund á sérstöku eyðublaði. 
 2. Með umsókninni þurfa að fylgja eftirtalin gögn um fóðrið, á íslensku, öðru norrænu máli eða ensku,:
  - Upplýsingar um hráefnainnihald í röð eftir fallandi þunga hráefna.
  - Innihaldi fóðrið forblöndur eða viss aukefni þá þarf að gefa upp magn þeirra í fóðrinu.
  - Efnagreining á fóðrinu.
  - Merkja á saman gögnin (númer og nafn á fylgiblaði og innihaldslýsingu) sem send eru til skráningar, endurnýjunar- eða viðbótarskráningar.
 3. Við skráningu á gæludýrafóðri þarf auk þess að fylgja útfyllt eyðublað "Fylgiblað með umsókn um skráningu gæludýra-fóðurs", með vörunúmerum (vörureiknings eða strikamerkja) og vöruheitum hverrar fóðurtegundar. Ein lína er fyrir númer og nafn hverrar tegundar.

Tilkynning um innflutning

Þegar kemur að innflutningi þarf að senda Matvælastofnun tilkynningu í gegnum þjónustugátt Matvælastofnunar, „1.09 Innflutningur á fóðri", og afrit af vörureikningi. Innihaldi fóðrið dýraafurðir og komi frá ríkjum utan EES þarf að fylgja tilkynningunni opinbert heilbrigðisvottorði sem ESB viðurkennir. Jafnframt þarf að tilkynna sendinguna í Traces og fer hún um landamærastöð við komuna til landsins. Allt fóður (öðru en hreinu fóðurefni) sem ætlað er fyrir dýr til manneldis, þarf að vera merkt innihaldslýsingu og notkunarleiðeiningum á íslensku. Merking fóðursins skal gerð skv. reglugerð nr. 744/2011 um notkun og markaðssetningu fóðurs.

Eins og áður segir þarf að merkja saman öll fylgigögn fóðursins og gildir það sama um innflutning á gæludýrafóðri.

Athugið að fylgigögnin sem send eru til skráningar og geymslu hjá Matvælastofnun þurfa að vera vel læsileg. 

Matvælastofnun hefur útbúið bréf á ensku sem innflytjendur geta sent framleiðanda/seljanda fóðursins til að fá þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru.

Ítarefni

Uppfært 24.07.2020
Getum við bætt efni síðunnar?