Fara í efni

Innflutningur

Til að flytja inn fóður þarf:

 • Innflytjandi að vera skráður sem fóðurfyrirtæki
 • Aukefni, forblöndur aukefna og lyfjablandað fóður frá löndum innan EES skal skrá
 • Allt fóður sem kemur frá löndum utan EES skal skrá
 • Skráningarskylt fóður á að vera tilkynnt við innflutning

Gjald er tekið fyrir skráningar og tilkynningar samkvæmt gjaldskrá Matvælastofnunar.

Nánari upplýsingar:

Skráning fóðurfyrirtækis

Innflytjendur fóðurs ber að skrá  fyrirtæki sín og skráningarskylt fóður hjá Matvælastofnun skv. lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Bændur sem framleiða gróffóður til notkunar á eigin búum eru þó undanþegnir skráningu. Sótt er um skráningu í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Matvælastofnunar.

Skráning fóðurs

 1. Fyllið út eyðublaðið „Skráning nýs fóðurs“ sem finna má á þjónustugátt á heimasíðu Matvælastofnunar . Sækja þarf um hverja einstaka fóðurtegund á sérstöku eyðublaði. 
 2. Með umsókninni þurfa að fylgja eftirtalin gögn um fóðrið, á íslensku, öðru norrænu máli eða ensku,:
  - Upplýsingar um hráefnainnihald í röð eftir fallandi þunga hráefna.
  - Innihaldi fóðrið forblöndur eða viss aukefni þá þarf að gefa upp magn þeirra í fóðrinu.
  - Efnagreining á fóðrinu.
  - Merkja á saman gögnin (númer og nafn á fylgiblaði og innihaldslýsingu) sem send eru til skráningar, endurnýjunar- eða viðbótarskráningar.
 3. Við skráningu á gæludýrafóðri þarf auk þess að fylgja útfyllt eyðublað "Fylgiblað með umsókn um skráningu gæludýra-fóðurs", með vörunúmerum (vörureiknings eða strikamerkja) og vöruheitum hverrar fóðurtegundar. Ein lína er fyrir númer og nafn hverrar tegundar.

Tilkynning um innflutning

Þegar kemur að innflutningi þarf að senda Matvælastofnun tilkynningu í gegnum þjónustugátt Matvælastofnunar, „1.09 Innflutningur á fóðri", og afrit af vörureikningi. Innihaldi fóðrið dýraafurðir og komi frá ríkjum utan EES þarf að fylgja tilkynningunni opinbert heilbrigðisvottorði sem ESB viðurkennir. Jafnframt þarf að tilkynna sendinguna í Traces og fer hún um landamærastöð við komuna til landsins (nánar um innflutning dýraafurða frá 3. ríkjum). Allt fóður (annað en hreint fóðurefni) sem ætlað er fyrir dýr til manneldis, þarf að vera merkt innihaldslýsingu og notkunarleiðeiningum á íslensku. Merking fóðursins skal gerð skv. reglugerð nr. 744/2011 um notkun og markaðssetningu fóðurs.

Eins og áður segir þarf að merkja saman öll fylgigögn fóðursins og gildir það sama um innflutning á gæludýrafóðri.

Athugið að fylgigögnin sem send eru til skráningar og geymslu hjá Matvælastofnun þurfa að vera vel læsileg. 

Matvælastofnun hefur útbúið bréf á ensku sem innflytjendur geta sent framleiðanda/seljanda fóðursins til að fá þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru.

Ítarefni

Uppfært 16.11.2020
Getum við bætt efni síðunnar?