Fara í efni

Leiðbeiningar um sýnatökur

Sýnataka vegna garnaveiki

Taka skal sýni úr fé eldra en 2ja vetra. Ekki skal taka sýni úr yngra fé en það því líkurnar á því að finna garnaveiki í veturgömlu fé eru ákaflega litlar og neikvætt svar gefur því falskar vonar um að garnaveiki finnist ekki á viðkomandi bæ. Það þarf að vera mjög smitað umhverfi til að svo ungt fé fái sýnilega garnaveiki.

Það er þrennt sem er mikilvægt varðandi sjálfa sýnatökuna:

  1. Sýni tekin á réttum stað, þ.e. ristilloka ásamt bút af dausgörn + botnlanga/ristli og garnahengiseitlar (sjá lýsingu og myndir).Í byrjun sjúkdómsins er þetta líklegasti staðurinn til að finna breytingar – bólgubreytingar geta svo fundist víðar seinna í sjúkdómsferlinu en það er þá einkum í aftari hluta mjógarna og fremst í ristil. Ef sýni eru tekin bara einhversstaðar í mjógörn, sérstaklega mjög framarlega, eða þá bara úr ristli, þá eru litlar líkur á að greina garnaveiki á fyrstu stigum hennar, sé hún þá til staðar. Garnahengiseitlar sem drena þetta svæði garna auka að sjálfsögðu líkurnar á því að greina sýkinguna. Skoðaðar eru nokkrar örþunnar sneiðar (3-4 µ) í smásjánni og leitað af örlitlum bólgum.
  2. Best er að taka alla fitu frá vefnum/sýninu. Fljótlegt er að fjarlægja þessa fitu þegar sýnin eru tekin fersk í sláturhúsi.
  3. Taka skal fram á rannsóknarbeiðnina hvort grunur leikur á garnaveiki eða ef um er að ræða skimun/eftirlit.

Sýnataka vegna kúariðu