Fara í efni

Innflutningur dýraafurða frá EES ríkjum

Gerður er greinarmunur á innflutningi matvæla (þ.e. dýraafurða; búfjár- og sjávarafurða) eftir því hvort þau eiga uppruna að rekja til ríkja innan eða utan Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins (ESB/EES).

Matvæli sem framleidd eru í ESB/EES ríkjum og í samræmi við evrópska matvælalöggjöf eru í frjálsu flæði innan EES. Í þessu felst að ekki er þörf á vottun yfirvalda vegna flutnings matvæla (dýraafurða) á milli ríkja sambandsins.

Viðbótartryggingar vegna Salmonella

Viðbótartryggingar vegna Salmonella í tilteknum dýraafurðum eru veittar ríkjum á EES með lága tíðni Salmonella í allri framleiðslukeðju þessara afurða til að vernda sérstöðu landanna. Tíðni Salmonella í allri alifuglarækt á Íslandi er mjög lág. Til viðbótar eru varnir og viðbrögð við Salmonella í alifuglarækt hérlendis jafn ströng eða strangari en í nágrannaríkjum okkar sem hafa fengið slíka viðbótartryggingu á EES-svæðinu. Þessar varnir og viðbrögð er að finna í landsáætlun sem Matvælastofnun hefur gefið út. Á þessum grunni heimilar ESA íslenskum stjórnvöldum að setja skilyrði um vottorð fyrir kjúklinga- og kalkúnakjöt og egg sem flutt eru til landsins.

Viðbótartryggingin felst m.a. í því að með sendingunni þurfi að fylgi viðskiptaskjal sem sendandi vörunnar fyllir út og skrifar undir. Niðurstöður salmonellurannsókna þurfa í ákveðnum tilvikum að fylgja viðskiptaskjalinu. Krafa er um tiltekinn fjölda sýna til greiningar á salmonellu, og einnig um sýnatöku- og rannsóknaraðferðir.

Við innflutning á eggjum sem upprunin eru í EES ríkjum þarf að fylgja sendingunni vottorð útgefið af opinberum dýralækni eða skoðunarmanni. Niðurstöður salmonellurannsókna þurfa alltaf að fylgja með sendingunni nema ef um er að ræða egg sem eiga að fara í frekari vinnslu sem eyðir bakteríunni. Sýnaniðurstöður þurfa ávallt að fylgja sendingunni þrátt fyrir að eggin komi frá landi sem er þegar með viðbótartryggingu.

Leiðbeiningar vegna innflutnings afurða og viðbótartrygginga 

Reglugerðir

Reglugerðir á ensku

Hér má nálgast enska þýðingu á þeim reglugerðum sem eiga við:

Uppfært 30.06.2021
Getum við bætt efni síðunnar?