Fara í efni

Innflutningur dýraafurða frá EES löndum

Gerður er greinarmunur á innflutningi matvæla (þ.e. dýraafurða; kjötafurða, mjólkurafurða og eggja) eftir því hvort þau eiga uppruna að rekja til ríkja innan eða utan Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins (ESB/EES). Matvæli sem framleidd eru í ESB/EES ríkjum og í samræmi við evrópska matvælalöggjöf eru í frjálsu flæði innan EES. Í þessu felst að ekki er þörf á vottun yfirvalda vegna flutnings matvæla (dýraafurða) á milli ríkja sambandsins.

ATH! Dýraafurðir (kjötafurðir/mjólkurafurðir/egg) sem framleiddar eru í þriðja ríki en fluttar til Íslands í gegnum ESB/EES skulu uppfylla skilyrði 5. gr. reglugerðar nr. 1250/2019 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

Viðbótartryggingar vegna Salmonella í tilteknum dýraafurðum eru veittar ríkjum á EES með lága tíðni Salmonella í allri framleiðslukeðju þessara afurða til að vernda sérstöðu landanna. Tíðni Salmonella í allri alifuglarækt á Íslandi er mjög lág. Til viðbótar eru varnir og viðbrögð við Salmonella í alifuglarækt hérlendis jafn ströng eða strangari en í nágrannaríkjum okkar sem hafa fengið slíka viðbótartryggingu á EES-svæðinu. Þessar varnir og viðbrögð er að finna í landsáætlun sem Matvælastofnun hefur gefið út. Á þessum grunni heimilar ESA íslenskum stjórnvöldum að setja skilyrði um vottorð fyrir kjúklinga- og kalkúnakjöt og egg sem flutt eru til landsins.

Leiðbeiningar vegna viðbótartrygginga - Salmonella og Campylobacter

Reglugerðir

Reglugerðir á ensku

Hér má nálgast enska þýðingu á þeim reglugerðum sem eiga við:

Uppfært 08.09.2020
Getum við bætt efni síðunnar?