Fara í efni

Sýnatökur

Besta aðferðin við að tryggja öryggi matvæla er að fyrirbyggja hættur með góðum starfsháttum og beita aðferðum sem byggjast á HACCP (greining á hættu og mikilvægir stýristaðir).  Til sannprófunar á að góðir starfshættir og HACCP kerfi sé virkt  skal taka sýni til greiningar á þeim örverum, aðskotaefnum og öðrum efnum sem skilgreind eru sem hættur í hættugreiningu.  Markmiðið með sýnatökum er sannprófun á  að þær aðferðir sem beitt er í matvælafyrirtækinu til að fyrirbyggja hættur nái tilætluðum árangri.  Matvælafyrirtæki skulu setja fram sýnatökuáætlun sem er byggð á áhættumati.

Hægt er að sýna fram á að öryggi matvæla sé tryggt með ýmsum hætti og því ætti að vera minni þörf á sýnatökum ef vitnisburður um góða starfshætti er til staðar í fyrirtækinu. Dæmi um slíkan vitnisburð eru skráningar á suðu matvæla sem sýna að suða er fullnægjandi, skráningar sem sýna að kælikeðjan er trygg og að vinnuferlar tryggi aðskilnað svo komið sé í veg fyrir hvers kyns krossmengun.

Ýmsar leiðbeiningar

Uppfært 05.05.2023
Getum við bætt efni síðunnar?