Fara í efni

Gjaldskrá Matvælastofnunar

Reglubundið og annað eftirlit

Reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem hafa verið áhættuflokkuð

Greitt er fyrir eftirlit sem framkvæmt er á staðnum og fyrir hvern hafinn stundarfjórðung.

  • Áhættuflokkað eftirlit, tímagjald - 24.544 kr.

Annað eftirlit

Reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem ekki eru áhættuflokkuð skal greiða eftirlitsgjald skv. 9. gr., tímagjald. Það á einnig við um vinnu vegna leyfisveitinga, eftirfylgniskoðana, eftirlits vegna ábendinga/kvartana, umbeðið eftirlit, úttekta o.fl. Fjöldi tíma er m.t.t. eftirlits á staðnum, ferðatíma, undirbúnings og frágangs.

  • Tímagjald dagvinna (08:00-17:00) - 9.818 kr.
  • Tímagjald yfirvinna (17:00-08:00) - 14.506 kr.

Akstursgjald

Akstursgjald fylgir hverri eftirlitsheimsókn, óháð fjarlægð.

  • Akstursgjald - 3.600 kr.

Útgáfa/endurnýjun starfsleyfis

Af leyfisskyldri starfsemi skal greiða gjald fyrir útgáfu/endurnýjun leyfis.

  • Útgáfa/endurnýjun starfsleyfis - 9.818 kr.

Fóður

  • Skráning fóðurs - 4.909 kr.
  • Skráning fóðurfyrirtækis - 4.909 kr.
  • Viðbótarskráning fóðurs - 9.818 kr.

Árlegt eftirlitsgjald vegna opinberra eftirlitssýna í fóðri

Gjaldið er greitt á 6 mánaða fresti, fyrir tímabilin janúar - júní og júlí - desember. Gjaldið byggir á áhættuflokkun fóðurframleiðslufyrirtækis.

  • Fyrirtæki í áhættuflokki 2 - 802.965 kr.
  • Fyrirtæki í áhættuflokki 3 - 430.160 kr.
  • Fyrirtæki í áhættuflokki 4 - 315.450 kr.
  • Fyrirtæki í áhættuflokki 5 - 229.419 kr.
  • Fyrirtæki í áhættuflokki 7 - 63.090 kr.
  • Fyrirtæki í áhættuflokki 8 - 42.299 kr.

Inn- og útflutningur

Greiða skal gjald vegna vinnu við inn- og útflutning:

  • Útflutningur dýraafurða, allt að 5,0 kg. - 2.822 kr.
  • Útflutningsvottorð dýraafurða umfram 5,0 kg - 6.872 kr.
  • Útflutningsvottorð á heyi - 6.872 kr.
  • Útflutningsskoðun hrossa pr. dýr - 6.708 kr.
  • Útflutningsvottorð, sjávarafurðir - 4.909 kr.
  • Útflutningsvottorð, lifandi hrogn - 4.909kr.
  • Útflutningsvottorð, lifandi seiði - 4.909 kr.
  • Útflutningur plantna og plöntuafurða, þar með talið viðarumbúðir og fræ - 4.909 kr.
  • Innflutningseftirlit, notaðra landbúnaðartækja - 34.361 kr.
  • Innflutningseftirlit, sæði hunda - 9.818 kr.
  • Innflutningseftirlit, hundar og kettir - 39.270 kr.
  • Innflutningseftirlit, önnur gæludýr - 9.818 kr.
  • Innflutningseftirlit, með sáðvöru (s.s. fræ og sáðkorn), utan EES - 9.818 kr.
  • Innflutningseftirlit, áburður, 1-5 tegundir í sendingarnúmeri - 1.473 kr.
  • Innflutningseftirlit, áburður, 6-10 tegundir í sendingarnúmeri - 2.454 kr.
  • Innflutningseftirlit, áburður, yfir 10 tegundir í sendingarnúmeri - 2.945 kr.
  • Innflutningseftirlit, áburður, skráning áburðarinnflytjanda - 4.909 kr.
  • Innflutningseftirlit, áburður, skráning áburðartegundar, hver tegund - 4.909 kr.
  • Afgreiðsla tilkynninga um innflutning fóðurs fyrir dýr til matvælaframleiðslu - 4.909 kr.
  • Afgreiðsla tilkynninga um innflutning fóðurs fyrir gæludýr - 4.909 kr.
  • Útflutningseftirlit, sauðfjársæði - 4.909 kr.
  • Útflutningsáritun, hundar og kettir - 1.999 kr.

Gjald fyrir annað inn- og útflutningseftirlit:

  • Tímagjald dagvinna (08:00-17:00) - 9.818 kr.
  • Tímagjald yfirvinna (17:00-08:00) - 14.506 kr.
  • Akstursgjald - 3.600 kr. 

Eftirlitsgjald vegna aðskotaefnamælinga

Greiða skal eftirlitsgjald vegna aðskotaefnamælinga í mjólk, eggjum og lagardýrum samkvæmt framlögðum framleiðslumagnstölum framleiðenda á hverju sex mánaða tímabili, annars vegar janúar - júní og hins vegar júlí - desember

Upplýsingar um framleiðslumagn skulu hafa borist Matvælastofnun eigi síðar en 15 dögum eftir lok tímabils og berist upplýsingar ekki innan tilskilins frests skal Matvælastofnun innheimta eftirlitsgjald samkvæmt áætluðu framleiðslumagni.

  • Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í mjólk, á hverja þúsund lítra - 78 kr.
  • Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í eggjum, fyrir hvert framleitt tonn - 675 kr.
  • Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í lagardýrum, fyrir hvert framleitt tonn af lagardýrum/óslægðum fiski hjá eldisstöðvum - 517 kr.

Gjald fyrir umsókn um rekstrarleyfi í fiskeldi

Umsókn um rekstrarleyfi í fiskeldi er ekki tekin til afgreiðslu fyrr en gjald fyrir umsókn um rekstrarleyfi í fiskeldi (ný umsókn, breytt tegund eða stækkun) er greitt

  • 1. flokkur - landeldi B/C* flokkur (51 klst.) - 500.693 kr.
  • 2. flokkur - landeldi A* flokkur (62 klst.) - 608.685 kr.
  • 3. flokkur - sjókvíaeldi annað B/C* flokkur (76 klst.) - 746.130 kr.
  • 4. flokkur - sjókvíaeldi annað A* flokkur (86 klst.) - 844.305 kr.
  • 5. flokkur - sjókvíaeldi laxfiskar B/C* flokkur (118 klst.) - 1.158.465 kr.
  • 6. flokkur - sjókvíaeldi laxfiskar A* flokkur (158 klst.) - 1.551.165 kr.

*A flokkur á við þegar framkvæmdir eru háðar mati á umhverfisáhrifum hjá Skipulagsstofnun, en B og C flokkur er ekki háður slíku mati.

Fyrir aðra vinnu vegna rekstrarleyfa fiskeldis, meðal annars endurnýjun rekstrarleyfis, framsal, o.fl., skal greitt tímagjald skv. 9. gr. Sama gildir um vinnu vegna skráningar fiskeldisstöðvar, úttekt vegna skráningar og vinnu sem tengist breytingu á skráningum.

  • Tímagjald dagvinna (08:00-17:00) - 9.818 kr.
  • Tímagjald yfirvinna (17:00-08:00) - 14.506 kr.
  • Akstursgjald - 3.600 kr. 

Orkudrykkir og önnur matvæli með íblönduðu koffíni

Eftirfarandi gjöld gilda um umsóknir fyrir framleiðslu, markaðssetningu eða innflutning matvæla með íblönduðu koffíni:

  • Tímagjald - 9.818 kr.

Matvælastofnun innheimtir gjald vegna forskoðunar á umsóknar fyrir framleiðslu, markaðssetningu eða innflutnings matvæla með íblönduðu koffíni. Gjaldið samanstendur af móttöku umsóknarinnar, forskoðun, ákvörðun um áhættumat og umsýslu.

  • Forskoðun - 19.635 kr.

Áhættumat

Matvælastofnun innheimtir í kjölfar forskoðunar, gjald vegna mats á áhættu, skoðunar á áhættumati, umsýslu og útgáfu leyfis. Kostnaður fer eftir því hvort og til hve margra utanaðkomandi sérfræðinga þarf að leita til við áhættumatið.

  • Mat Matvælastofnunar á áhættu (8 klst.) - 78.540 kr.
  • Mat Matvælastofnunar á áhættu - sams konar vara áður skoðuð (4 klst.) - 39.270 kr.
  • Mat áhættu og mat á umsögn/-um ytri aðila (4 klst.) - 39.270 kr.
  • Endurmat/-skoðun á áhættumati frá stjórnvaldi annars ríkis (4 klst.) - 39.270 kr.
  • Ritun rökstuðnings vegna ákvörðunar (2 klst.) - 19.635 kr.
  • Umsögn frá Rannsóknarstofu HÍ í næringarfræðum (8 klst.) - 98.400 kr.
  • Umsögn frá embætti landlæknis (8 klst.) - 80.000 kr.
  • Umsögn frá Rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræðum (8 klst.) - 115.864 kr.

Gjaldskrár Matvælastofnunar á vef Stjórnartíðinda

Gjaldtakan byggir á:

Sé munur á gjöldum setningu á þessari síðu og í útgáfu Stjórnartíðinda, gildir hið síðarnefnda.

Uppfært 04.04.2022
Getum við bætt efni síðunnar?