Fara í efni

Barnamatur

Hér er að finna ýmsar upplýsingar um mat fyrir ungabörn og smábörn og hvaða reglur gilda um hann.

Brjóstagjöf er talin minnka líkur á fæðuofnæmi. Mælt er með því að hafa barn eingöngu á brjósti fyrstu 4-6 mánuðina þannig að ef barnið er vært og dafnar vel er engin þörf á annarri næringu er brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina. Eins er mælt með því að hafa barnið áfram á brjósti þar til fæðið er orðið nokkuð fjölbreytt og barnið farið að borða úr öllum fæðuflokkunum dag hvern.

Ef þarf að gefa þurrmjólk (ungbarnablöndu) fyrir 4 mánaða aldurinn ættu börn úr fjölskyldum þar sem ofnæmi er þekkt hjá foreldrum eða systkinum að fá þurrmjólkurblöndu með niðurbrotnum próteinum. Í svona tilvikum þarf að ráðfæra sig við lækni eða annað heilbrigðisstarfsfólk.

Ítarefni

Uppfært 27.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?