Fara í efni

Útflutningur

Matvælastofnun er  sá aðili sem sér um eftirlit með útflutningi plantna og ber Matvælastofnun að fylgjast með reglum viðskiptalanda okkar og vera í nánu sambandi við eftirlitsaðila í þeim löndum.

Matvælastofnun er sá opinberi aðili hér á landi sem hefur heimild til að gefa út hið alþjóðlega staðlaða heilbrigðisvottorð við útflutning á plöntum og plöntuafurðum frá Íslandi. Er þar vottað að kröfur innflutningslandsins til plöntuheilbrigðis séu uppfylltar. 

Þegar plöntur eða plöntuafurðir eru sendar frá Íslandi þarf að fylgja þeim heilbrigðisvottorð sem er í samræmi við kröfur innflutningslandsins. Forsenda þess að Matvælastofnun geti gefið út heilbrigðisvottorð, er að kunnugt sé um gildandi innflutningsreglur viðkomandi lands og að plönturnar eða plöntuafurðirnar uppfylli þær kröfur sem innflutningslandið setur varðandi plöntuheilbrigði.

Hægt er að sækja rafrænt um umsókn um útgáfu á heilbrigðisvottorði vegna útflutnings á plöntum og plöntuafurðum í gegnum Þjónustugátt MAST.

Uppfært 22.10.2019
Getum við bætt efni síðunnar?