Fara í efni

Sellulósafilmur

Sellulósafilma er þynna úr efni sem fengin er úr hreinsuðum sellulósa úr viði eða baðmull. Til þess að fullnægja tæknilegum kröfum má bæta viðeigandi efnum annað hvort í efnismassann eða á yfirborðið. Heimilt er að húða sellulósafilmu á annarri eða báðum hliðum.
 

Þau efnasambönd sem nota má í sellulósafilmur eru á jákvæðum listum reglugerðarinnar og er því eitt megin markmið reglugerðarinnar að kveða á um skilyrði fyrir notkun tiltekinna efnasambanda í vörunum. 

Filmur úr sellulósa geta verið efnisþáttur í samsettum vörum. Áprentað yfirborð filmu úr sellulósa má ekki vera í snertingu við matvæli.

Uppfært 17.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?