Lífrænt vottuð matvæli og fóður
Evrópulaufið (lífrænt vottunarmerki ESB) gefur lífrænum afurðum sem framleiddar eru í Evrópusambandinu samræmt auðséð einkenni. Það auðveldar neytendum að þekkja lífrænt vottaðar vörur og hjálpar bændum við markaðssetningu yfir allt Evrópska efnahagssvæðið.
Evrópulaufið má aðeins nota á vörur sem hafa verið vottaðar sem lífrænt ræktaðar af viðurkenndri vottunarstofu eða stjórnvöldum. Það þýðir að framleiðendur hafa uppfyllt ströng skilyrði um það hvernig þau verða að framleiða, vinna, flytja og geyma vörur sýnar. Merkið má aðeins nota á vörur sem innihalda minnst 95% af lifrænt vottuð innihaldsefnum og uppfylla að auki skilyrði fyrir þessi 5% sem eftir eru. Sama innihaldsefni getur ekki verið til staðar bæði lífrænt vottað og ekki vottað.
Númer vottunarstofu og uppruna landbúnaðarhráefna sem varan er samsett úr skal setja ýmist undir eða fyrir ofan Evrópulaufið. T.d. "AB-LÍF-123" "Íslenskur landbúnaður" . Rými fyrir merki vottunarstofu getur verið hvoru megin sem er.
Orðin Lífrænt, bio, organic má ekki nota í merkingar, auglýsingar eða kynningar vöru nema hún hafi verið vottuð sem slík af vottunarstofu. Þegar vara hefur fengið vottun er skylda að merkja hana einnig með merki vottunarstofu og Evrópulaufinu ef hún á að fara á markað á Evrópska efnahagssvæðinu.
Hvenær á að nota Evrópulaufið?
Skylda er að nota vottunarmerki á flestar lífrænt vottaðar vörur og þarf notkun merkisins að fylgja ákveðnum reglum. Þetta er til að koma í veg fyrir rugling meðal neytenda og auka traust á lífrænt vottuðum matvælum og til að styðja yfirvöld við eftirlit þeirra.
Vottunarmerki skal nota á
• Allar forpakkaðar vörur framleiddar og seldar sem lífrænt vottaðar innan ESB.
Að auki má nota merkið á:
- Innfluttar vörur ef varan uppfyllir reglur ESB um innflutning lífrænt vottaðra matvæla.
- Óforpakkaðar lífrænt vottaðar vörur (seldar án umbúða)
- Vörur framleiddar í ESB og fluttar til þriðju landa
- Sem hluti af upplýsingaherferðum sem ætlað er að fræða almenning um lífræna vottun (svo fremi sem það sé ekki villandi og gefi í skyn að aðrar vörur en vottaðar uppfylli skilyrði sem lífræn vara.
Merkið má ekki nota fyrir
- Vörur sem innihalda minna en 95% af lífrænt vottuðum landbúnaðarhráefnum.
- Stóreldhús eins og veitingastaði eða sjúkrahús.
- Vörur sem eru fyrir utan reglur um lífræna framleiðslu, t.d. snyrtivörur, villibráð og villtan fisk.
- Vörur úr hráefnum frá „ræktun í aðlögun„ að lífrænum reglum. En þá geta enn verið efnið í jarðvegi eða í dýrum sem ekki samræmast reglum um lífræna framleiðslu.
Vörur með minna en 95% af lífrænt vottuðum landbúnaðarhráefnum
Ekki má merkja vörur með vottunarmerki eða tilvísun í lífrænar framleiðsluaðferðir sem innihalda minna en 95% af lífrænt vottuðum landbúnaðarhráefnum. Þó má auðkenna lífrænt vottuð hráefni, ef þau eru yfir 70%, í innihaldslýsingu með stjörnu (*) og textanum " *lífrænt vottuð hráefni" undir innihaldslýsingu, eða með orðinu lífrænt fyrir framan (dæmi: lífrænn sykur, lífræn mjólk). Þó er þetta einungis heimilt ef framleiðandi er með lífræna vottun.
Reglur um merkið sjálft.
Þegar merkið er prentað á umbúðir þarf að taka tillit til strangra reglna:
- Merkið má ekki vera minna en 13,5 x 9 mm. Ef umbúðir eru mjög litlar og þetta er ekki mögulegt, er 9 x6 mm leyft.
- Merkið verður að prenta í stöðluðum grænum og hvítum lit. Eina undantekningin frá þessu er leyfð þegar prentað er með einungis einum lit.
- Ekki má breyta eða bæta merkið á neinn hátt (til dæmis með því að gera bakgrunnin gagnsæan eða bæta við 3D áhrifum.
Ítarlegri upplýsingar um hvernig á að birta merkið er að finna hér ásamt merkinu í prentupplausn: