Fara í efni

Eftirlit með skelfiski

Matvælastofnun hefur lögbundið eftirlit með veiði- og framleiðslusvæðum skelfisks. Það byggist á áhættumati sem er "Fyrirkomulag áhættumiðaðs eftirlits með framleiðslusvæðum og heilnæmiskannanir". Helstu tegundir sem um ræðir er bláskel (kræklingur),  ígulker, beitukóngur, sæbjúgu, hörpudiskur, öðuskel, ostrur og kúfskel.

bláskel, kúfskel, öðuskel og ostrur eru "samlokur" og s.k. "síarar" því þau sía agnir svo sem þörunga úr sjó til að nærast.  Ýmsar tegundir þörunga geta fjölað sér hratt við ljóstillífun á vorin og fram eftir sumri og sumar tegundir innihalda eitur og er þess vegna sérstök. Þetta getur valdið uppsöfnun á þörungaeitri í umræddum tegundum. "Upplýsingasíða Matvælastofnunar um þörungaeitur í skelfiski" fjallar nánar um þetta.

Því má einungis uppskera þessar tegundir innan svæða sem hafa verið könnuð og flokkuð m.t.t. heilnæmis  og fyrir liggja sérstakar "Leiðbeiningar Matvælastofnunar um heilnæmiskönnun á framleiðslu- og veiðisvæðum samloka" sem vert er að kynna sér.  Það þarf "Uppskeruheimild" frá Matvælastofnun sem heimilar sölu þessarra afurða til neytenda og liggja fyrir "Leiðbeiningar Matvælastofnunar um uppskeru og veiðar á skeldýrum". Hins vegar er heimilt að veiða hörpudisk, beitukóng, sæbjúgu og ígulker utan fyrrnefndra svæð sem hafa verið könnuð og flokkuð m.t.t. heilnæmis. í þeim tilfellum þarf  að sýna fram á , með áhættumati og greiningum, að viðeigandi heilbrigðiskröfur séu uppfylltar. 

Matvælastofnun birtir hér eftirlitsniðurstöður á ræktunarsvæðum bláskjelja (kræklings) fyrir þörungaeitur og eiturþörunga jafnóðum og þær koma í hús. Þessar niðurstöður segja til um hvort skel á tilteknu svæði sé neysluhæf og svæðið opið til nýtingar. Alla jafna ætti fólk ekki að tína villta skel til neyslu vegna hættu á þörungaeitrun, nema að eiturgreiningar sýni ótvírætt að skelin sé neysluhæf. 

Því fylgir ávalt áhætta að neyta skelja sem safnað er við skeljatýnslu og er það alltaf gert á eigin ábyrgð. Hægt er að nýta sér niðurstöður vöktunar frá vöktuðum ræktunarsvæðum, í tengi hér undir, til að meta áhættu á eitri í skel, varðandi að tína skel sér til matar á eða í grend við umrædd svæði. Á sumrin (frá byrjun maí til loka september) gilda niðurstöðurnar að hámarki í 10 daga og að vetrarlagi að hámarki í 4 vikur.

Nánari upplýsingar gefur fagsviðstjóri skeldýrasviðs hjá Matvælastofnun. 

Opnun / lokun ræktunar- og veiðisvæða, síðast uppfært 14.04.2020:

Hvalfjörður, skeltínsla í nágreni Fossár: Lokað - Varað er við neyslu skelja frá svæðinu.

Ræktunarsvæði: 

Svæði Flokkun       Tegund     Staða svæðis / athugasemdir   
Breiðafjörður (Kiðey) A Kræklingur     Lokað frá 25.09.2019
Breiðafjörður (Króksfjörður)   A Kræklingur  Lokað frá 02.04.2020 
Faxaflói (Stakksfjörður) A Kræklingur Lokað
Steingrímsfjörður (Hella) A Kræklingur  Lokað frá 30.06.2019
Saltvík (Húsavík) A Ostrur Lokað

 

  1. Uppskeruheimild - veitir heimild til skelfisktekju á heilnæmisflokkuðum framleiðslusvæðum. Heimildin er veitt á grundvelli greininga á eiturþörungum í sjó og á þörungaeitri í skelfiski. Hættan á uppsöfnun þörungaeiturs er fyrst og fremst í samlokum (ss. bláskel), en er fremur ólíkleg í skrápdýrum, sæsniglum og möttuldýrum. Uppskeruheimildir hafa takmarkaðan gildistíma sem er háð árstíma og tegund. Gildistími uppskeruheimildar fyrir t.d. bláskel er að hámarki 10 dagar á sumrin og að hámarki í 4 vikur að vetrarlagi.  
  2. Afgreiðslustöð - vinnsluleyfi veitir heimild til að setja lifandi skeldýrafurðir á markað og eru sambærilegar kröfur gerðar til þess vinnsluleyfis og hefðbundinnar fiskvinnslu. Ekki er heimilt að setja lifandi skelfiskafurðir á markað til smásölu nema með viðkomu í Afgreiðslustöð þar sem auðkennismerki er sett á þær. 

 Sýnatökuseðlar

Uppfært 14.04.2020
Getum við bætt efni síðunnar?