Fara í efni

Eftirlit með skelfiski

Matvælastofnun hefur lögbundið eftirlit með veiði- og framleiðslusvæðum skelfisks. Það byggist á áhættumati sem er að finna hér "Áhættumiðað eftirlit með framleiðslusvæðum skelfisks" og heilnæmiskönnunum. Helstu tegundir sem um ræðir er bláskel (kræklingur),  ígulker, beitukóngur, sæbjúgu, hörpudiskur, öðuskel, ostrur og kúfskel.

bláskel, kúfskel, öðuskel og ostrur eru "samlokur" og s.k. "síarar" því þau sía agnir svo sem þörunga úr sjó til að nærast.  Ýmsar tegundir þörunga geta fjölað sér hratt við ljóstillífun á vorin og fram eftir sumri og sumar tegundir innihalda eitur og er þess vegna sérstök. Þetta getur valdið uppsöfnun á þörungaeitri í umræddum tegundum. "Upplýsingasíða Matvælastofnunar um þörungaeitur í skelfiski" fjallar nánar um þetta.

Því má einungis uppskera þessar tegundir innan svæða sem hafa verið könnuð og flokkuð m.t.t. heilnæmis  og fyrir liggja sérstakar "Leiðbeiningar Matvælastofnunar um heilnæmiskönnun á framleiðslu- og veiðisvæðum samloka" sem vert er að kynna sér.  Það þarf "Uppskeruheimild" frá Matvælastofnun sem heimilar sölu þessarra afurða til neytenda og liggja fyrir "Leiðbeiningar Matvælastofnunar um uppskeru og veiðar á skeldýrum". Hins vegar er heimilt að veiða hörpudisk, beitukóng, sæbjúgu og ígulker utan fyrrnefndra svæð sem hafa verið könnuð og flokkuð m.t.t. heilnæmis. í þeim tilfellum þarf  að sýna fram á , með áhættumati og greiningum, að viðeigandi heilbrigðiskröfur séu uppfylltar. 

  1. Uppskeruheimild - veitir heimild til skelfisktekju á heilnæmisflokkuðum framleiðslusvæðum. Heimildin er veitt á grundvelli greininga á eiturþörungum í sjó og á þörungaeitri í skelfiski. Hættan á uppsöfnun þörungaeiturs er fyrst og fremst í samlokum (ss. bláskel), en er fremur ólíkleg í skrápdýrum, sæsniglum og möttuldýrum. Uppskeruheimildir hafa takmarkaðan gildistíma sem er háð árstíma og tegund. Gildistími uppskeruheimildar fyrir t.d. bláskel er að hámarki 10 dagar á sumrin og að hámarki í 4 vikur að vetrarlagi.  
  2. Afgreiðslustöð - vinnsluleyfi veitir heimild til að setja lifandi skeldýrafurðir á markað og eru sambærilegar kröfur gerðar til þess vinnsluleyfis og hefðbundinnar fiskvinnslu. Ekki er heimilt að setja lifandi skelfiskafurðir á markað til smásölu nema með viðkomu í Afgreiðslustöð þar sem auðkennismerki er sett á þær. 

 Sýnatökuseðlar

Niðurstöður eftirlits

Uppfært 24.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?