Fara í efni

Beint frá býli

Framleiðsla matvæla og sala beint frá býli er starfsleyfisskyld. Matvælalög kveða skýrt á um að hver sá sem dreifir matvælum skuli hafa leyfi yfirvalda til þess, annað hvort frá Matvælastofnun eða heilbrigðiseftirliti viðkomandi sveitarfélags.

Ef búfjárhald er meginstarfsemi aðila sem framleiða og selja matvæli beint frá býli þá, skal sótt um starfsleyfi hjá Matvælastofnun. Sé búfjárhald ekki meginstarfsemi þeirra er sótt um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits í héraði.

Tilgangur matvælalaga er að tryggja neytendum örugg matvæli eins og kostur er og því þarf hver sá sem dreifir matvælum að hafa gilt starfsleyfi yfirvalda. Í dreifingu matvæla felst hvers konar flutningur, framboð og afhending, þar með talið innflutningur, útflutningur og sala. Hér er einnig átt við geymslu og annað sem tengist dreifingu.

Umsóknum um starfsleyfi frá Matvælastofnun skal skilað inn rafrænt í þjónustugátt MAST

Nánari upplýsingar er að finna í leiðbeiningunum hér að neðan:

Uppfært 04.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?