Fara í efni

Innflutningur dýra

Lög um innflutning dýra kveða á um almennt bann við innflutningi lifandi dýra. Þó er yfirvöldum heimilt að leyfa innflutning að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Í reglugerðum hafa slík skilyrði verið útfærð sérstaklega (m.a. varðandi hunda, ketti, loðdýr, kímefni/erfðaefni svína og nautgripa). Auk þessara dýrategunda er reglulegur innflutningur á frjóeggjum alifugla og eldisfiski.

Innflutningsleyfi - heilbrigðisvottorð - einangrun

Í öllum tilfellum þarf að sækja um leyfi til innflutnings. Uppfylla skal heilbrigðisskilyrði sem byggjast á áhættumati og síðan skulu dýrin dvelja í einangrun.

Uppfært 07.10.2025
Getum við bætt efni síðunnar?