Fara í efni

Útflutningur á fóðri

Gerður er greinarmunur á útflutningi fóðurs hvort það sé  flutt til ríkis innan eða utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Í ríkjum EES gildir sama fóðurlöggjöfin og því er fóður í frjálsu flæði innan svæðisins. Því þarf ekki opinbert heilbrigðisvottorð með dýraafurðum til EES ríkja. 

Útflutningur til landa innan EES

Fóður sem framleitt er í  starfsstöð fóðurfyrirtækis sem er samþykkt eða skráð hjá Matvælastofnun er heimilt  að flytja út til landa innan EES. 

Um útflutning á heyi frá Íslandi til landa EES gilda aðrar reglur. Kröfur eru ekki þær sömu milli landa.

Fóðri sem ekki er fullunnið þarf að fylgja:

  • Dioxin vottorð með fitu, olíu eða afurðum úr þeim sem ætlaðar eru til notkunar í fóður
  • Viðskiptaskjöl fyrir aukaafurðir dýra eiga að fylgja fóðurhráefnum sem innihalda dýraafurðir
  • Niðurstöður örverugreininga fyrir fóðurhráefni sem innihalda dýraafurðir og ætlað er í gæludýrafóður
  • Skráning í TRACES á unnu fóðurmjöli úr dýraafurðum s.s. fiskimjöl og kjötmjöli

Ítarefni

 

Útflutningur til landa utan EES

Kröfur sem gerðar eru um vottun vegna afurða sem fluttar eru til þriðju ríkja (landa utan EES) byggjast á skilyrðum sem viðkomandi móttökuríki gerir. Í sumum tilfellum hafa farið fram sérstakar viðræður á milli Matvælastofnunar og móttökuríkja og jafnvel úttektir hér á landi áður en skilyrði og vottorðaform eru útfærð.

Uppfært 23.08.2024
Getum við bætt efni síðunnar?