Fara í efni

Tilkynningarskylt og leyfisskylt alifuglahald

Reglugerð um velferð alifugla kveður á um úttektarskyldu Matvælastofnunar á alifuglahald. Umráðamanni slíkrar starfsemi ber að tilkynna starfsemina til Matvælastofnunar eigi síðar en þremur mánuðum áður en áætluð starfsemi hefst. Tilgangur úttektarinnar er að Matvælastofnun getur staðfest að skilyrði varðandi húsakost, búnað og þekkingu sem tilgreind eru í reglugerð um velferð alifugla séu uppfyllt. 

Eftirfarandi alifuglahald eða starfsemi er úttektarskyld:

  1. Bú með samtals 250 alifuglum eða fleiri.
  2. Alifuglahús fyrir 250 alifugla eða fleiri.
  3. Útungunarstöðvar (staður þar sem meira en 1.000 frjóeggjum alifugla er ungað út samtímis í vélum).
  4. Nýbyggingar eða meiriháttar breytingar á húsakosti.
  5. Umráðamaður hyggst auka þéttleika umfram 33 kg/m² aðgengilegs gólfsvæðis í kjúklingahúsum

Bændur sem ala dýr til manneldis eru matvælafyrirtæki, þar með talið alifuglabændur í kjötframleiðslu eða eggjaframleiðslu. Almenna reglan er að öll matvælafyrirtæki skulu hafa starfsleyfi Matvælastofnunar.

Uppfært 22.01.2024
Getum við bætt efni síðunnar?