HS6 í farmskrá frá 1.1.2025
Frá og með 1. janúar 2025 bar farmflytjendum að skrá fyrstu sex stafina í tollskrárnúmeri vöru (HS kóða) í farmskrá. Yfirvöld skulu hafa virkt eftirlit með sendingum til landsins með það að markmiði að tryggja að allar afurðir og vörur frá þriðju ríkjum (utan EES) sem eru eftirlitsskyldar m.t.t. matvælalaga, séu bornar undir eftirlit og er HS kóðinn mikilvægur liður í því eftirliti.
Upplýsingar sem geta skal í farmskrá
5. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð kveður á um hvaða upplýsingar ábyrgðarmaður farmskrár skal geta í farmskrá:

Meðferð upplýsinga
Farmskrá skal afhent tollstjóra sem mun svo afhenda Matvælastofnun upplýsingar um eftirlitsskyldar afurðir, þ.e. þær vörur sem falla í þá tollflokka sem stofnuninni ber að hafa eftirlit með.
Möguleiki á undanþágu til 31.12.2026
Sbr. reglugerð nr. 1519/2025 er tollyfirvöldum heimilt, til 31. desember 2026, að veita ábyrgðaraðila farmskrár undanþágu frá m-lið 2. tölul. 1. mgr. 5.gr., um að sex stafa tollskárnúmer vöru komi fram í farmskrá, liggi fyrir staðfesting frá Matvælastofnun um að stofnuninni sé mögulegt að sinna lögbundnu eftirliti með komu sendinga af dýrum og eftirlitsskyldum afurðum samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerðum nr. 234/2020 og 869/2024, á vegum hans.
Umsókn um undanþágu til 31.12.2026
Þeir sem hyggjast sækja um framlengingu undanþágu skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði: Neðangreindar upplýsingar skulu afhentar stofnuninni gegnum vefþjónustu:
Upplýsingar um farið o.fl.:
- Heiti fars eða auðkenni, t.d. flugnúmer.
- Þjóðerni fars.
- Nafn farmflytjanda eða umboðsmanns hans.
- Fyrsti komustaður fars hér á landi eða brottfararstaður, eftir því sem við á.
Upplýsingar um einstakar sendingar:
- Affermingar- eða útskipunarhöfn og -land.
- Ákvörðunarstaður.
- Nafn, kennitala og heimilisfang innflytjanda/útflytjanda hér á landi.
- Nafn og heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum.
- Farmskrárnúmer.
- Sendingarnúmer, sbr. 7. gr.
- Vörulýsing - ef HS kóði liggur ekki fyrir skal koma fram í vörulýsingu ef varan fellur undir eftirlit Matvælastofnunar.
- HS kóði ef hann liggur fyrir
Transit/transhipment sendingar: veita skal upplýsingar um brottfarardag og heiti fars/auðkenni.