Fara í efni

Magnmerkingar

 • Magnmerkingar eiga við matvæli sem innihalda meira en eitt hráefni. Ákveðnar undantekningar gilda þó 
 • Magnmerkingar eiga einnig við matvæli sem eru undanþegin kröfu um innihaldslýsingu. Í þeim tilvikum þarf magnmerkingin að koma fram í eða við heiti vöru, nema innihaldslýsing sé gefin upp valfrjálst, þá getur magnmerkingin komið þar 
 • Krafa um magnmerkingar gildir fyrir forpökkuð matvæli 
 • Seljanda er skylt að geta veitt neytendum samskonar magnupplýsingar um matvæli sem ekki eru forpökkuð 
 • Magnmerkingar eiga ekki við um náttúrulegt innihald efna í matvælum, sem ekki hefur verið bætt í s.s. magn koffíns í kaffi eða vítamína og steinefna í ávaxtasafa

Hvenær á að magnmerkja?

 • innihaldsefnin koma fyrir í heiti matvöru eða neytendur tengja innihaldsefnin yfirleitt við það heiti
 • áhersla er á innihaldsefni í orðum, myndum eða grafískri framsetningu
 • innihaldsefni eru nauðsynleg til að einkenna matvælin og greina þau frá öðrum matvörum

Hvenær þarf ekki að magnmerkja?

 • Matvara er á föstu formi í legi og þyngd síaðrar vöru kemur fram á umbúðum
 • Innihaldsefni í litlu magni til að gefa bragð
 • Magn innihaldsefnis í heiti, en ekki afgerandi þáttur við val
 • Ávaxta- og grænmetisblöndur, krydd- og kryddjurtablöndur
 • Þegar sætuefni eru notuð
 • Þegar varan er vítamín- eða steinefnabætt

Hvernig á að magnmerkja?

Merking á magni innihaldsefna skal koma fram 

 • í tengslum við vöruheiti eða 
 • í tengslum við viðkomandi innihaldsefni í innihaldslýsingu

Aðalreglan er sú að merkja á magn innihaldsefna í prósentum. Miða skal við það magn sem notað er við framleiðslu vörunnar, eins og gert er þegar innihaldslýsing er sett á vörur. Næringargildismerking kemur ekki í staðinn fyrir merkingu á magni innihaldsefna.

Leiðbeiningar

Í leiðbeiningum Matvælastofnunar um magnmerkingar er að finna ýmis dæmi og frekari leiðbeiningar um hvenær og hvernig á að magnmerkja

Uppfært 30.07.2020
Getum við bætt efni síðunnar?