Fara í efni

Hættuleg efni í fæðubótarefnum

Fæðubótarefni geta innihaldið hættuleg efni, stundum líka falin lyfjavirkt efni og þurfa neytendur að vera á varðbergi, einkum við kaup á netinu.

Í netsölu er gjarnan verið að dreifa fæðubótarefnum milli landa. Mismunandi löggjöf og eftirlit gilda í löndum sem eru ekki hluti af EU/EES. Reglulega kemst upp um sölu ólöglegra og/eða hættulegra fæðubótarefna, einkum í gegnum erlendum vefverslanir, en það getur reynst erfitt að finna og uppræta slíka starfsemi.

Matvælastofnun bendir neytendum á að fæðubótarefni geta innihaldið skaðleg efni sem ekki eru getið í innihaldslýsingu. Vörur eða fæðubótarefni sem innihalda falin lyfjaefni teljast ekki bara ólögleg matvæli heldur geta þau verið hættuleg þeim sem neyta þeirra og eru ekki meðvitaður um efnin í matvælunum. 

Að gefnu tilefni varar Matvælastofnun við kaupum á fæðubótarefnum sem innhalda eftirfarandi efni:

Nootropics - efni sem sögð eru örva heilastarfsemi

Innflutningur á efnum sem hafa það að markmiði að efla heilastarfsemi hjá heilbrigðum einstaklingum, svokölluð Nootropics, hafa aukist til muna undanfarin ár. Mörg ólík efni tilheyra flokki Nootropics og eru þau oft markaðssett sem fæðubótarefni. Í netverslunum finnast þau einnig undir flokki sem kallast „cognitive enhancers“, „smart supplements“ eða jafnvel „smart drugs“ og geta verið bæði tilbúin (e. synthetic) eða „náttúruleg“ efni. Þar sem engin opinber skilgreining er til um Nootropics er erfitt að segja hvaða efni falla í raun og veru undir þennan flokk. Mörg af þessum efnum eru notuð sem innihaldsefni í lyfjum í flokki hughvetjandi geðlyfja (e. psychoanaleptics), þ.e. örvandi lyf, til meðferðar við ADHD en önnur efni tilheyra flokki þunglyndislyfja.

Í auglýsingum og annarskonar markaðssetningu á Nootropics eru oft notuð hugtök sem miðast við að bæta m.a. minni (e. memory), sköpunargáfu (e. creativity), einbeitingu (e. concentration) eða vera hvetjandi (e. motivation) hjá heilbrigðu fólki. Þetta virðist vera aðlaðandi í síbreytilegu samfélagi sem byggir gjarnan á samkeppni. Þó markaðssetning gangi út á að bæta skilvit (e. cognition) hjá heilbrigðum einstaklingum eru til engar, eða fáar, rannsóknir sem styðja staðhæfingar framleiðenda. Vaxandi notkun þessara efna veldur áhyggjum á því að ekki er vitað með vissu hvaða áhrif langtíma notkun þeirra hefur á líkamann og heilastarfsemi.

Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum og hefur stöðvað innflutning allskyns efna sem markaðssett eru undir heitinu Nootropics. Sum þeirra eru framleidd og markaðssett sem fæðubótarefni, en önnur ekki og því er oft óvissa um hvoru megin þessi efni falla, þ.e. falla undir lyfjalög eða matvælalög. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin nýtt sér 11 gr. matvælalaga til að stöðva svokölluð Nootropics en þar stendur að “óheimilt er að flytja til landsins eða markaðssetja matvæli, þ.m.t. fæðubótarefni, sem innihalda lyf samkvæmt skilgreiningu lyfjalaga. Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr”.

Hérna er listi (ekki tæmandi) yfir efni sem hafa komið í póstsendingum, aðallega til einkanota, undanfarið ár og eru markaðssett sem fæðubótarefni og/eða Nootropics og pöntuð af neytendum sem slík en eru innihaldsefni í lyfjum og með ATC flokk N*:

  • Tianeptine
  • Phenyl-Piracetam
  • Phenibut
  • Adrafinil
  • Piracetam
  • Oxiracetam
  • Vinpocetine 

Matvælastofnun vill vekja athygli á því að innflutningur á þessum efnum er ekki bara óheimill, sbr. 11 gr. matvælalaga, heldur er notkun þeirra varasöm. Notkun á efnum sem hafa lyfjafræðilega virkni fyrir ákveðinn sjúkdóm, eins og er með flest af þessum efnum, án þess að ráðfæra sig við lækni er hættuleg. Þar að auki, eins og nefnt er að ofan, eru áhrifin óþekkt og eru mögulega skaðleg til langtíma hjá heilbrigðum einstaklingum.

*ATC Flokkur er flokkunarkerfi lyfja og í flokki N eru lyf sem hafa áhrif á taugakerfið (e. Nervous system)

Dínítrófenól eða DNP - selt sem fitubrennsluefni

DNPEfnið 2,4-dínítrófenól (e. 2,4-Dinitrophenol) kallað 2,4-DNP eða DNP er lífrænt efnasamband með formúluna HOC6H3(NO2)2 og hefur verið notað á fjölbreytan hátt í iðnaði, t.d. við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, plöntuvarnarefnum og sprengjuefni og er sú notkun leyfileg. DNP er hins vegar ekki leyfilegt til manneldis.

Sagan

Snemma á fjórða áratug (1933) uppgötvuðu vísindamenn í Bandaríkjunum að DNP stuðlaði að hröðu þyngdartapi hjá mönnum. Strax var farið að nota efnið sem lyf fyrir þyngdartap og vitað er að á milli 1933 og 1935 voru u.þ.b. 100 000 skjólstæðingum gefið DNP í því tilgangi. Mjög fljótlega varð hins vegar ljóst að efnið hafði alvarlegar aukaverkanir, sem oft leiddu til dauða. Í Bandaríkjunum einum voru 8 skjalfest dauðsföll. Sem afleiðing af þessu var DNP skilgreint sem afar hættulegt efni og var árið 1938 bannað til manneldis í Bandaríkjunum og í kjölfarið á heimsvísu. 

Hvernig virkar DNP?

DNP hefur áhrif á efnaskipti líkamans á þann hátt að í stað þess að orka sé nýtt af frumum líkamans eða varðveitt þar, þá breytist hún í varma. Við þetta hækkar líkamshiti og getur hann hækkað það mikið (e. hyperthermia) að það getur verið banvænt. Fyrstu einkenni eitrunar eru:

  • svitamyndun, vöðvaverkir, hraður púls, hár hiti og öndunarerfiðleikar

Einstaklingar bregðast mjög mismunandi við efninu og erfitt er að spá fyrir um hvernig hver og einn bregst við og hvaða skammtur er öruggur. Sumir geta fengið alvarlegar aukaverkanir með inntöku lítils magns af efninu. Ekki eru til nein mótefni við DNP og eru sjúklingar sem neytt hafa efnis því í lífshættu, þrátt fyrir háþróaðar læknismeðferðir. Það er engin örugg skammtastærð til!

Aftur í umferð!

Þrátt fyrir að hættan sé vel þekkt hefur DNP náð vinsældum á ný á síðasta áratug. Sérstaklega virðist efnið vera mjög útbreytt meðal fólks sem stundar vaxtarækt en einnig er vitað að efnið er notað af einstaklingum, sem þjást af átröskun og/eða hafa áhyggjur af þyngdaraukningu. En þrátt fyrir að efnið sé ekki leyfilegt til manneldis sem fæðubótarefni eða svokallað fat burner er DNP selt á internetinu, samfélagssíðum og mögulega í vaxtarræktar samfélagi.

Dauðsföll

DNPNeysla DNP hefur valdið dauðsföllum, einkum í Bretlandi. Þar hafa yfirvöld varað við notkun efnisins og þau telja verulegt áhyggjuefni að efnið sé framleitt til inntöku. Þeir sem kynna og selja efnið gera í mörgum tilvikum lítið úr skaðlegum áhrifum DNP, sagt er að notkun DNP í litlu magni sé öruggt. Þetta er ekki rétt!

DNP er gult duft en það er venjulega sett í töflu eða hylkisform áður en það er selt til almennings. 

Upplýstir neytendur

Dínítrófenól eða DNP er hættulegt efni og hefur valdið dauðföll með inntöku jafnvel litlum skömmtum. Athuga þarf að það er engin örugg skammtastærð til, þrátt fyrir að seljendur segi annað. Efnið er ekki leyfilegt til manneldis.

Einkennandi litur á DNP er sterkgulur og er mikilvægt að neytendur sendi ábendingu til Matvælastofnunar eða heilbrigðiseftirlits viðkomandi svæðis, ef þeir hafa upplýsingar um vörur sem innihalda dínítrófenól og/eða seldar eru hér á landi. Leitið strax til læknis ef þið hafið tekið inn efnið og einkenni koma fram. 

Matvælastofnun beinir því einnig til neytenda að vera varkárir og að skoða með gagnrýnum augum þegar þeir kaupa fæðubótarefni á internetinu og leita sér nánari upplýsinga um vöruna og innihaldsefni hennar. 

Ítarefni

Váboð tilkynningar um hættuleg fæðubótarefni

Ár eftir ár berast Matvælastofnun váboð tilkynningar (e. Rapid alert notifications) frá ýmsum erlendum viðvörunarkerfum. Hérlendis berast váboð tilkynningar varðandi fæðubótarefni í gegnum viðvörunarkerfi Lyfjastofnunar þrátt fyrir að það kerfi sé gert til að vakta váboð vegna lyfja. Í yfirferð Lyfjastofnunar kemur oft í ljós að um fæðubótarefni sé að ræða en ekki lyf. Oftast er um að ræða falin lyfjavirkt efni í vörum sem seljast sem fæðubótarefni. Þar sem þessum lyfjavirku efnum er ekki getið í innihaldslýsingu fæðubótarefnanna er neytandinn í hættu og því ber að varast þau.

Vörurnar sem oftast koma við sögu eru markaðssettar sem kynörvandi fæðubótarefni eða sem lausn eða hjálp við ristruflunum (e. dietary supplements for male sexual enhancement) og fæðubótarefni fyrir þyngdartap (e. dietary supplement for weight loss). Vörur eins og þessar eru yfirleitt einungis hægt að fá í netverslun eða á samfélagsmiðlum og oftast eru þær auglýstar sem náttúrulegar jurtavörur með „stórum loforðum“ um lausn á viðkomandi vandamáli. Efnagreining leiðir oft í ljós að virk lyfjaefni eru falin í fæðubótarefnum, þ.e. þeirra er ekki getið í innihaldslýsingu. Þegar upp kemst um svikin er varað við ólöglegri og hættulegri vöru t.d. í gegnum viðvörunarkerfi í hverju landi.

Oftast er um að ræða efnin tadalafil og sildenafil þegar vara er markaðssett sem kynörvandi fæðubótarefni eða sem lausn eða hjálp við ristruflun (e. dietary supplements for male sexual enhancement) en síbútramín, þegar vara er markaðssett sem hjálp við að léttast.

Tadalafil og sildenafil eru virk lyfjaefni í lyfseðilsskyldum lyfjum og eru ætluð til meðferðar við ristruflunum hjá fullorðnum karlmönnum. Lyfjaefni sem þessi ætti aldrei að vera innihaldsefni í matvælum og ætti aldrei að nota nema í samráði við lækni þar sem þau geta verið skaðleg heilsu séu þau ekki notuð á réttan hátt.

Síbútramín var virkt lyfjaefni í Reductil og öðrum lyfjum en efnið var afturkallað af markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar árið 2010 vegna alvarlegra aukaverkana, sem einkum tengdust hjarta- og æðakerfi. Síbútramín átti ekki að vera á markaði!

Vörur eða fæðubótarefni sem innihalda falin lyfjaefni teljast ekki bara ólögleg matvæli heldur geta þau verið hættuleg þeim sem neyta þeirra og eru ekki meðvitaður um efnin í matvælunum. Markaðssetning og innflutningur slíkra efna er með öllu óleyfilegur og þau ber að varast.

Matvælastofnun hvetur neytendur til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkum vörum, sem seldar eru á netinu eða á samfélagsmiðlum. Neytendum ættu að sýna aðgát áður en þeir kaupa vörur á netinu og vera ávallt vakandi fyrir því hvernig markaðssetningu er háttað. Athuga þarf hvort netverslun sé treystandi og vera gagnrýnin á vefverslun ef t.d. loforð um kraftaverksárangur er of góður til að vera sannur eða ef aðeins er hægt að kaupa vöru í tiltekinni netverslun eða í takmarkaðan tíma.

Hér að neðan er hægt að fylgjast með váboð tilkynningum til Matvælastofnunar. Hins vegar er þessi listi ekki tæmandi og sýna aðeins lítinn brot af vörum og fæðubótarefnum sem innihalda hættulegt og/eða óleyfileg falin lyfjavirkt efni. Hægt er að finna frekari upplýsingar um óleyfilegt/hættulegt efni í fæðubótarefni líka hjá öðrum systrustofnum, sjá undir ítarefni.

Notification date

Dietary Supplements for

Name of the product

Undeclared substance

More information

26.07.2022

 

Male sexual enhancement Sustango Tadalafil https://www.fda.gov/safety/recalls-market-withdrawals-safety-alerts/ultra-supplement-llc-issues-voluntary-nationwide-recall-sustango-due-presence-undeclared-tadalafil 

22.07.2022

 

Joint supplement  Artri Ajo King joint supplements Diclofenac and dexamethasone  https://www.fda.gov/drugs/medication-health-fraud/public-notification-artri-king-contains-hidden-drug-ingredients

9.06.2022

Joint supplement

Artri Ajo King joint supplements

Diclofenac

https://www.fda.gov/safety/recalls-market-withdrawals-safety-alerts/walmart-inc-issues-voluntary-nationwide-recall-various-artri-ajo-king-joint-supplements-due

08.06.2022

Lifestyles supplement

Lifestyles Nutria Capsules

None

Notification from Malaysia
Due wrong expiry
date

16.3.2022

Male sexual enhancement

AVAPHINAL Maximum Male Enhancement sexual pills

Sildenafil

https://www.fda.gov/drugs/medication-health-fraud/public-notification-avaphinal-contains-hidden-drug-ingredient

18.2.2022

Weight loss

365 SKINNY High Intensity capsules

Sibutramine

 -

16.2.2022

Male sexual enhancement

RISE UP Red Edition capsules

Tadalafil

https://www.fda.gov/safety/recalls-market-withdrawals-safety-alerts/positive-health-issues-voluntary-nationwide-recall-rise-red-edition-capsules-due-presence-undeclared

11.2.2022

Male sexual enhancement

MAC DADDY RED and PURPLE Dietary supplements

Sildenafil and/or Tadalafil

https://www.fda.gov/safety/recalls-market-withdrawals-safety-alerts/abc-sales-1-inc-issues-voluntary-nationwide-recall-mac-daddy-red-and-mac-daddy-purple-capsules-due

10.2.2022

Male sexual enhancement

RED MAMMOTH capsules

Sildenafil and Tadalafil

https://www.fda.gov/safety/recalls-market-withdrawals-safety-alerts/celebrate-today-issues-voluntary-nationwide-recall-one-lot-red-mammoth-due-presence-undeclared

9.2.2022

Male sexual enhancement

MEGMAN Performance Booster capsules

Tadalafil

https://www.fda.gov/safety/recalls-market-withdrawals-safety-alerts/junp-llc-issues-voluntary-nationwide-recall-megman-performance-booster-capsules-due-presence

8.2.2022

Male sexual enhancement

THE RED Pills

Tadalafil

https://www.fda.gov/safety/recalls-market-withdrawals-safety-alerts/your-favorite-shop-issues-voluntary-nationwide-recall-red-pill-capsules-due-presence-undeclared

10.2.2022

Male sexual enhancement

HARD DAWN RISE and SHINE capsules

Tadalafil

https://www.fda.gov/safety/recalls-market-withdrawals-safety-alerts/esupplementsales-llc-issues-nationwide-recall-one-lot-hard-dawn-due-presence-undeclared-tadalafil

 Ítarefni:

Tainted Sexual Enhancement Products, FDA:  https://www.fda.gov/drugs/medication-health-fraud/tainted-sexual-enhancement-products

Tainted Weight Loss Products, FDA:  https://www.fda.gov/drugs/medication-health-fraud/tainted-weight-loss-products

List of illegal sibutramine-containing weight-loss products (Danish Medicines agency):  https://laegemiddelstyrelsen.dk/en/pharmacies/medicines-imported-from-abroad/are-you-considering-buying-slimming-pills/list-of-illegal-sibutramine-containing-weight-loss-products/

List of illegal potency enhancers (Danish Medicines agency):  https://laegemiddelstyrelsen.dk/en/pharmacies/medicines-imported-from-abroad/do-you-consider-buying-potency-enhancers/list-of-illegal-potency-enhancers/

 Fæðubótarefni koma ekki í stað heilnæmrar og fjölbreyttrar fæðu.
Uppfært 21.02.2024
Getum við bætt efni síðunnar?