Fara í efni

Eftirlit byggt á áhættu og frammistöðu

Samkvæmt lögum um matvæli og reglugerð um eftirlitið skal opinbert eftirlit með matvælum og fóðri vera áhættumiðað. Tíðni opinbers eftirlits skal þannig vera í réttu hlutfalli við áhættuna sem fylgir hráefninu, afurðinni og framleiðsluaðferðinni og umfangi framleiðslunnar, auk þess sem taka skal tillit til frammistöðu fyrirtækja í eftirliti og áreiðanleika þess innra eftirlits sem þau sinna. Matvælastofnun, í samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, hefur unnið eftirfarandi áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfi til þess að meta eftirlitsþörf matvæla- og fóðurfyrirtækja.

Matvælastofnun ber að vinna að samræmingu krafna sem gerðar eru til starfsemi á sviði matvælaeftirlits og því að slíkum kröfum sé framfylgt. Þá skulu þau lögbæru yfirvöld sem bera ábyrgð á eftirliti með matvælum og fóðri tryggja samræmi í framkvæmd og skipulagi á opinberu eftirliti. Innleiðing á eftirfarandi áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfi er stór þáttur í því að tryggja að eftirlit sé skipulagt með samræmdum hætti um land allt út frá áhættu og frammistöðu í eftirliti.

Samkvæmt lögum nr. 55/2013 um velferð dýra og reglugerð nr. 234/2020 skal opinbert eftirlit með dýravelferð vera áhættumiðað og með nægri tíðni til að ná markmiðum löggjafarinnar að teknu tilliti til áhættu, frammistöðu og áreiðanleika innra eftirlits. Matvælastofnun, í samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, hefur unnið eftirfarandi áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfi til þess að meta eftirlitsþörf með frumframleiðslu og öðru dýrahaldi.

Uppfært 16.06.2021
Getum við bætt efni síðunnar?