Fara í efni

Útflutningur búfjárafurða til 3. ríkja

Gerður er greinarmunur á útflutningi matvæla (dýraafurða) hvort sem varan er flutt til ríkis innan eða utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Í EES löndum gildir sama matvælalöggjöfin og því eru matvæli í frjálsu flæði innan svæðisins. Því þarf ekki opinbert heilbrigðisvottorð með dýraafurðum til EES ríkja. 

Kröfur sem gerðar eru um vottun vegna afurða sem fluttar eru til þriðju ríkja (landa utan EES) byggjast á skilyrðum sem viðkomandi móttökuríki gerir. Í sumum tilfellum hafa farið fram sérstakar viðræður á milli dýralæknayfirvalda á Íslandi og móttökuríkja og jafnvel úttektir hér á landi áður en skilyrði og vottorðaform eru útfærð.

Heilbrigðisvottorð vegna útflutnings búfjárafurða til 3. ríkja

 1. Heilbrigðisvottorð skulu gefin út áður en sending fer frá Íslandi. 
 2. Opinbert eftirlit með sendingu skal framkvæmt af Matvælastofnun áður en vottorð er gefið út. Fyrir hverja sendingu skal útflytjandi fylla út hleðslustaðfestingu vegna útflutnings búfjárafurða og senda ásamt fylgigögnum til MAST / héraðsdýralæknis viðeigandi umdæmis.

  Hleðslustaðfesting vegna útflutnings á kjöti og dýraafurðum öðrum en mjólk
  - Hleðslustaðfesting vegna útflutnings á mjólkurvörum

 3. Nota skal viðeigandi vottorðsform (fyrir afurð og móttökuríki sem við á). Inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar veitir upplýsingar um vottorðsform. 
 4. Senda skal beiðni um vottorð í þjónustugátt Matvælastofnunar (eyðublað 9.01) og senda útfyllt vottorðsform sem viðhengi. 
 5. Vegna útflutnings til Bretlands skal sækja um vottorð í Traces og í þjónustugátt Matvælastofnunar - eyðublað 9.02. Nánari upplýsingar um útflutning afurða til Bretlands og innflutningseftirlits í Bretlandi.
 6. Vottorð eru gefin út á virkum dögum og beiðni skal berast með a.m.k. 24 klst. fyrirvara. Styttri afgreiðslutími er mögulegur fyrir ferskar afurðir.
 7. Sendandi (consignor) í heilbrigðisvottorði skal vera með kennitölu á Íslandi. Aðili með kennitölu á Íslandi getur verið skráður sendandi í heilbrigðisvottorði fyrir hönd erlendra aðila.
 8. Umsækjandi fær afhent frumrit vottorðs . Skannað afrit er vistað í málaskrá Matvælastofnunar. Hægt er að óska eftir að fá skannað afrit sent með tölvupósti. 
 9. Tilbúin vottorð verða afhent í móttöku á skrifstofu Inn- og útflutningsdeildar Matvælastofnunar að Dalshrauni 1B, 220 Hafnarfirði, þar sem hægt verður að nálgast þau eða fá þau send í almennum pósti skv. beiðni.
 10. Kostnaður vegna ofangreinds er skv. gjaldskrá Matvælastofnunar, þ.m.t. eftirlit með hleðslu sendingar og útgáfa vottorðs greiðist af útflytjanda.
Uppfært 24.05.2024
Getum við bætt efni síðunnar?